Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1997, Side 36

Læknaneminn - 01.04.1997, Side 36
NÁRAKVIÐSLIT Síðari hluti - Meðferð og horfur - Fritz H. Berndsen 1), Tómas Guðbjartsson 2), Jónas Magnússon 3) INNGANGUR I fyrri grein var fjallað um orsakir og helstu gerðir nárakviðslita. I þessari grein verður fjallað um meðferð nárakviðslita, ábendingar fyrir aðgerð, árangur með- ferðar og fylgikvilla. Síðasta áratug hefur mikil breyting orðið á meðferð nárakviðslita og nýjar aðgerðir skotið upp kollinum, þar á meðal aðgerðir með neti og kvið- sjá. Ekki er sama hvaða aðgerð verður fyrir valinu því sífellt fleiri rannsóknir staðfesta að árangur skurðað- gerða er breytilegur með allt að tuttugufaldan mun á tíðni endurtekinna kviðslita. Arangur aðgerðarinnar er auðvitað það sem skiptir sjúklinginn mestu máli en er ekki síður mikilvægur í efnahagslegu tilliti þar sem að- gerðir við nárakviðsliti eru jafn algengar og raun ber vitni og flestir sjúklingarnir á besta aldri. ÁBENDINGAR FYRIR SKURÐAÐGERÐ Skurðaðgerð er eina lækningin við nárakviðsliti og í langflestum tilvikum ber að ráðleggja sjúklingum hana [1,2]. Aðgerðin er hættulítil en skurðdauði eftir nára- kviðslitsaðgerð er nánast 0 (0.1% samkv. nýrri sænskri rannsókn)[3,4]. Skurðdauði við bráðaaðgerð, þar sem garnastífla hefur átt sér stað er hinsvegar 3-10%[3,5]. Áður en sjúklingur með nárakviðslit er tekinn til að- gerðar eru margir þættir sem raka verður tillit til. Ann- arsvegar þarf að meta hve mikil óþægindi og verki sjúklingurinn hefur og hversu mikið nárakviðslitið háir honum í daglegu lífi. Hinsvegar þarf að meta hættuna Fritz Berndsen sérfrœðingur í skurðlœkningum í Karlskrona, Svtþjóð. Tómas Guðbjartsson stundar fi-amhaldsndm í skurðlakningum í Helsingjaborg, Svíþjóð. Jónas Magnússon er prófessor í handlœknisfrœði við læknadeild Háskóla Islands og forstöðulaknir handUknisdeildar Land- spítala. á því að görn eða netja festist í haulnum en það getur valdið drepi í görn og/eða garnastíflu. I þessu sambandi er rétt að hafa í huga að hætta á garnastíflu er meiri hjá gamalmennum en ungum en minni við miðlæga haula en hliðlæga. Konur hafa hærra hlutfall lærishaula en karlar og ber að meðhöndla allar konur með nárakviðslit með aðgerð þar sem líkur á garnastíflu í lærishauli eru meiri en í nárahauli. Nára- kviðslit hjá börnum eru algeng og þá sérstaklega hjá fyrirburum en þriðjungur fyrirbura sem fæðast léttari en 1.000 g hafa kviðslit [6]. Oll börn með nárakviðslit ber að meðhöndla með aðgerð og börn yngri en 6 mán- aða ber að meðhöndla eins fljótt og kostur er vegna hærtu á garnastíflu. Við læknisskoðun getur verið erfitt að fá fram kviðslitið en ef foreldrar lýsa einkennum kviðslits (fyrirferð) þá dugar það sem ábending fyrir að- gerð. Ekki er óalgengt að sjúklingar korni inn á bráðamót- töku með netju eða görn fasta í nárakviðsliti og jafnvel með einkenni garnastíflu. Oft gengur að ýta inn hauln- um eftir að sjúklingnum hefur verið gefið verkjastill- andi og róandi lyf. Ef það tekst og sjúklingurinn er ekki meðtekinn þá má bíða með aðgerð til næsta aðgerðar- dags en ef ekki gengur að ýta inn haulnum þá krefst það bráðrar aðgerðar. Fyrir þá sjúklinga sem hafa óþægindi en af einhverj- um ástæðum ekki er treyst í aðgerð, eru til s.k. haulbelti (truss) sem eru sérhönnuð belti sem eiga að halda haulnum inni í kviðarholi (mynd 1). Haulbelti eru töluvert notuð í Bretlandi en það er frekar talið stafa af slæmu aðgengi að skurðaðgerð en hinu að beltin séu góð lausn og talið er að beltin auki jafnvel líkur á fylgi- kvillum [7]. Helstu skurðaðgerðir Italskur skurðlæknir að nafni Edoardo Bassini LÆKNANEMINN 34 1. tbl. 1997, 50. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.