Læknaneminn - 01.04.1997, Blaðsíða 79
Meðferð gigtsjúkdóma - seinni hluti - Sjálfsofnæmissjúkdómar
Mynd 1. Sjúklingur með fjölliðabólgu í höndum
(iktskýki). Neðri myndin sýnir Iiðbólgur á byrj-
unarstigi, með réttir meðferð er vonast til að
sjúklingurinn fái ekki varanlegar liðskemmdir
eins og sést á efri myndinni.
„rétt“ meðferðarplan. Þessi meðferðarnálgun byggði á
þeirri vissu að horfur langflestra iktsýkissjtildinga væru
góðar og því bæri að leggja áherslu á að fara hægt í sak-
irnar í meðferð og forðast að „ofmeðhöndla“ sjúkling-
inn, honum hugsanlega til heilsutjóns vegna aukaverk-
ana gigtarlyfjanna. Þegar árangur af slíkri meðferðar-
áætlun var gerður upp komu fram hræðilegar stað-
reyndir: Meðferðin dró vissulega úr einkennum sjúk-
lings (verkjum og liðbólgum) en breytti litlu um lang-
tímahorfur sem reyndust vera alvarlegar fyrir marga
sjúklinga (1). Þegar sjúkdómsferlið í iktsýki er skoðað
nánar þarf þessi útkoma ekki að koma á óvart. Í Ijós
kemur að um 80% iktsýkissjúklinga fá liðskemmdir og
þessar skemmdir konta oftast fram snemma, eða innan
Tafla 2.
BREMSULYF (29)
METHOTREXATE
Eiginleikar: Áhrifaríkt og þægilegt að aðlaga lyfjaskammt að þörf og þoli. Verkun kemur fljótt (eftir 4-8 vikur). Jákvæð reynsla í fjöllyfjameðferð.
Aukaverkanir: Tíðar: Meltingafæraóþægindi, sár í munni hækkuð lifrarpróf væg mergbæling, macrocytosis
Alvarlegar: Pneumonitis (1-4%) skorpulifur (< 1%) alvarleg mergbæling sýkingar (pneumocystis carinii, H. zoster)
Fólinsýra 1 mg á dag dregur verulega úr tíðni aukaverkana án þess að minnka ekki virkni lyfsins. Trimethoprim/sulfa eykur hættu á alvarlegri mergbælingu.
Skammtar: Upphafsskammtur 5-7.5 mg á viku. Má auka skammt um 2.5-5 mg á 4 - 6 vikna fresti að hámarksskammti, 25 mg á viku. Oftast gefið í töfluformi, hægt að gefa í vöðva.
Eftirlit: Blóðhagur, ASAT, albumin, kreatinin á 4-8 vikna fresti. Rtg. lungu og spirometria hugsanlega í upphafi meðferðar.
HYDROXYCHLOROQUINE
Eiginleikar: Þolist vel, hlutfallið lyfvirkni/aukaverkanir er hátt. Ódýr meðferð, hentar vel í fjöllyfjameð- ferð (engin mergbælandi áhrif).
Aukaverkanir: Tíðar: Meltingafæraóþægindi Alvarlegar: Sjónhimnuskemmd (< 0.1%)
Skammtar: 200 mg x 1 -2 á dag.
Eftirlit: Augnskoðun á 6-12 mánaða fresti.
SULFASALAZINE
Eiginleikar: Þolist vel í lægri skömmtum Góð reynsla í liðagigt.
Aukaverkanir: Tíðar: Meltingarfæraóþægi ndi húðútbrot (súlfa ofnæmi) fækkun á sáðfrumum Alvarlegar: Mergbæling einkum agranulocytosis.
Skammtar: 1 upphafi 500 mg xl-2 á dag, síðan hægt að auka skammt í allt að 2000 mg x 2 á dag.
Eftirlit: Blóðhagur á 2-4 vikna fresti fyrstu 3 mánuð- ina, síðan á 2-3 mánaða frestí. Frh. á næstu síðu
LÆKNANEMINN
77
1. tbl. 1997, 50. árg.