Læknaneminn - 01.04.1997, Blaðsíða 57
Ofnæmi fyrirdýrum
Taflal
Helstu ofnæmisvakar frá dýrum.
Dýrategund Ofnæmisvaki Staðsetning
Köttur Fel d I, serum albumin húðkirdar, munnvatn
Hundur Can f I og fleiri húðkirtlar, munnvatn
Rotta Rat n I, Rat n II þvag
Naggrís Margir ofnæmisvakar þvag, munnvatn
Kanína Margir ofnæmisvakar þvag, munnvatn
Stökkmýs Margir ofnæmisvakar húðkirtlar, sermi
Hamstur Margir ofnæmisvakar húðkirtlar
Mús Mus m I þvag
Hestur Equ c I, Equ c II, Equ c III húðkirtlar
Kýr Bos d I, Bos d II, Bos d III húðkirtlar
flokknum önnur dýr má gera ráð fyrir að séu fyrst og
fremst sauðfé og nautgripir, enda voru 10% þátttak-
enda aldir upp í sveit og 38% höfðu dvalist í sveit að
sumarlagi. Þegar könnunin fór fram voru aðeins 12,5%
með ketti á heimilinu og 5,6% með hunda. Það er
athyglisvert, að fleiri umgangast hesta en hunda. Þessar
tölur um dýrahald eru lágar ef miðað er við
nágrannalöndin t.d. Svíþjóð. Eigi að síður sést að skil-
yrði eru til þess að mynda ofnæmi fyrir öllum þeklctum
húsdýrum á landinu og nokkrum tegundum nagdýra.
Sérstaklega er rétt að minna á mýs, sem lifa villtar um
allt land og hreiðra um sig í útihúsum, vöruskemmum,
gróðurhúsum og jafnvel íbúðarhúsum. Hér á landi hafa
ofnæmisvakar frá músum fundist í heyi og í ryki úr
mjölskemmu. Músaofnæmi hefur fundist hjá nokkrum
tugum einstaklinga sem virðast hafa fengið ofnæmi af
villtum músum.
Hjá fullorðnum í þéttbýli er ofnæmi fýrir grösum
algengast (8,5%). Algengasta dýraofnæmið er fyrir
köttum (7,6%), þar næst fyrir hundum (6,3%).
Ofnæmi fyrir hestum er hins vegar sjaldgæft (0,9%).
Samtals hafa 11,2% ofnæmi fyrir einu eða fleirum þess-
ara dýra en ekki er vitað um tíðni ofnæmis fyrir öðrum
dýrategundum. Verulegur munur er á tr'ðni ofnæmis
eftir aldurshópum (mynd 3) og ekki er vitað í hvaða
aldurshópi tíðnin nær hámarki, þar sem rannsóknir á
aldurshópum yngri en 20 ára vantar. Tíðni ofnæmis
fyrir köttum og hundum er u.þ.b. helmingi lægra en á
hinum Norðurlöndunum.
I sveitunum eru orsakir ofnæmis afar frábrugðnar því
sem er í þéttbýli. Þar valda heymaurar lang oftast
ofnæmi, í öðru sæti eru nautgripir, þá rykmaurar, grös
og birki, á undan hundum og köttum, sem sjaldan
valda ofnæmi. Má það merkilegt heita þar sem hundar
og kettir voru á flestum bæjum á þeim tíma sem könn-
Tafla II
Gæludýr á æskuheimili þeirra sem eru fæddir á árabilinu 1.
desember 1945 til 30. september 1970 og bjuggu á Stór-
Reykjavíkursvæðinu 5. október 1990. Stærð úrtaksins: 570.
Heimili með dýr Kettir 41
Hundar 26
Hestar 16
Fuglar 36
Naggrísir 5
Hamstrar 13
Mýs 4
Kanínur 6
Önnur dýr 24
unin var gerð. Skýringin liggur sennilega í muninum á
gæludýrahaldi í borgum og sveit: I þéttbýli eru dýrin
fýrst og fremst innandyra og því verður einstakling-
urinn fýrir mun meira magni af ofnæmisvökum. I
sveitum landsins, eru hundar og kettir oftast útidýr, og
þar er umgengni við dýrið því minni.
I sveitum eru það nautgripir sem oftast valda
atvinnutengdu dýraofnæmi, en þar næst koma dýr í
útihúsum. I þéttbýli valda líklega tilraunadýr oftast
atvinnutengdu ofnæmi.
GREINING DÝRA0FNÆMIS
Aður en sjúklingi er ráðlagt að losa sig við gæludýr,
verður að staðfesta að tiltelcinn ofnæmisvaki sé valdur
að einkennum hans. Góð sjúkrasaga, þar sem fram
kemur t.d. verri einkenni í návist katta og lítil einkenni
á vinnustað eða í fríum er undirstaðan að réttri
greiningu. Erfitt getur reynst að fá fram örugga sögu
um ofnæmi ef sjúldingurinn er með dýr á heimilinu, og
því með stöðug og mallandi einkenni. Oft ríkir tölu-
verð afneitun varðandi heimilisdýrið („það getur elcki
verið kisan, hún hefur verið hjá mér í 15 ár en ég hef
aðeins hafa einkennin í 10 ár“).
Næsta stig í greiningu á dýraofnæmi er að sýna fram
á allergen-sértækt IgE. Þetta er gert annað hvort með
húðprófi (pikk eða intradermal) eða in vitro aðferðum
t.d. radioallergosorbent prófi (RAST). Bæði prófm eru
vel næm og sértæk (sensitive and specific) og greina
oftast hvort um ofnæmi sé að ræða. Til eru einstakling-
ar með kattarofnæmi sem eru ekki með ofnæmi fýrir
Fel d I, heldur t.d. serum albumini. Þá er eklci nægilegt
að prófa bara íýrir algengasta ofnæmisvakanum (Fel d
I), og er nú hægt að nota 3 mismunandi lausnir: Fel d
LÆKNANEMINN 55 1. tbl. 1997, 50. árg.
1