Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1997, Blaðsíða 64

Læknaneminn - 01.04.1997, Blaðsíða 64
Björg Þorsteinsdóttir þætti koma í ljós gloppur í kunnáttu og hvaða þekkingar þarf að afla. 5. Námsmarkmið; til að takast á við vandamálið þarf að leita svara við þeim spurningum sem upp komu í úrvinnslunni. Hópurinn sameinast um æskileg námsmarkmið sem tengjast viðfangsefn- inu. Hver nemandi getur einnig skilgreint auka- lega sína veikleika og leitast við að bæta úr þeim. 6. Sjálfsnám; á milli funda fer fram sjálfsnám í sam- ræmi við hin skilgreindu námsmarkmið. Hver og einn leitar svara og nýtir til þess mismunandi heimildir s.s. bækur, tímarit og gagnasöfn. 7. Umrœður og úrlausnir; á næsta fundi greinir hver nemandi frá heimildum sínum og hvers hann varð vísari. Upplýsingunum er safnað saman þeim miðlað og skipst á skoðunum. Tilgangur þessa þreps er þríþættur, að auka þekkingu með upplýs- ingum frá mismunandi heimildum, að greina misræmi í efnistökum eftir heimildum og að dýpka skilning með virkri umræðu og vangavelt- um. Þegar hér er komið á vandamálið að hafa ver- ið skýrt og sett í samhengi. Með þessu ferli taka nemendur ábyrgð á því hvað er lært og hvernig er staðið að því og öðlast því þjálfun í sjálfstæðum vinnubögðum. Nemendur eru þó ekki í lausu lofti og stuðningur er tiltækur þegar hans er þörf. Þeir hafa greiðan aðgang að leiðbeinendum og skipu- leggjendum námshlutans. Að auki eru nemendaráð- gjafar til aðstoðar ef eitthvað bjátar á og hjálpa nem- endum ef þeir þarfnast undanþágna, skýringa á nám- inu í heild eða lagalega aðstoð. Þá er boðið upp á alls kyns leiðbeiningar s.s. kynningartíma í tölvuherbergj- unum og aðstoð á bókasafninu og færnistofunum. FÆRNISTOFAN Annar meginþáttur í Problem Based Learning er þjálfun í verldegri færni. I Maastricht hefur hún ekki síður vægi en bókleg kennsla og hefst snemma í nám- inu. Þjálfunin fer fram í færnistofum (skillslabs). Stof- urnar eru búnar læknaáhöldum til líkamsskoðunar auk æfingarmódela og hópur sérþjálfaðs starfsliðs heldur utan um kennsluáætlunina og leiðbeinir nemendum. Nemendur verja að jafnaði þremur klukkustundum á viku samkvæmt skipulagðri áætlun í færnistofunum en hafa að auki aðgang að stofum þar sem þeir geta æft sig frekar. Á preklínisku árunum er farið yfir allt sem við- kemur framkomu við sjúklinga, sögutöku, skoðun og greiningu algengra kvilla. Þjálfunin skiptist í undirflokka sem eru: • Skoðunartækni (allt frá lungnahlustun til gyn- skoðunar) • Samskiptaþjálfun (myndbandsæfmgar með leikn- um sjúklingum) • Meðhöndlun (umbúðir, saumar, æðaleggir o.s.frv.) • Rannsóknarstofuvinna (áhersla á klíniskt mikil- vægi s.s. gramslitun og blóðstrok) Færni nemandans byggist upp smátt og smátt og sama verkið kemur fyrir oftar en einu sinni, út frá mis- munandi tilfellum. Þessi nálgun hefur verið nefnd hringstiganálgun þar sem byggt á því sem fyrir er og klifrað hærra. Nær öll færni sem að sjúklingum lýtur er kennd í fjórum þrepum. Fyrst er æfing á dúkkum eða öðrum módelum, þá beinist athyglin að meðstúdentum og áður en nemendur hitta sjúklinga er ein æfing með leiknum sjúklingi. Um 100 sjúklingaleikarar eru tiltæk- ir í færnistofunum en þeir sjá einnig um að leiðbeina nemendum meðan á skoðuninni stendur og eftir á ræða þeir frammistöðuna og koma með uppbyggilega gagnrýni. Mikið er lagt upp úr samskiptatækni og á þriggja vikna fresti er viðtal myndað og gagnrýnt. Viðtalið fer fram með sjúklingi. Hlustandi gagnrýnir viðtalið um leið og því lýkur og á eftir horfir nemandinn á upptök- una í einrúmi áður en frammistaðan er svo að lokum rædd í hópi þar sem allir hafa séð myndbandið og koma með nytsamlegar athugasemdir. Bæði hin per- sónulega og læknisfræðilega nálgun eru rýndar og ræddar og verkefnin spanna allt frá því að segja til nafns til þess að tilkynna sorgarfréttir. NÁMSMAT Sá þáttur sem ræður mestu um mótun námshegðun- ar stúdenta eru prófin og fyrirkomulag þeirra. Framúr- stefnuleg kennsla er til lítils ef prófið er hefðbundið. I Maastricht er því lögð áhersla á stöðupróf sem byggja ekki á upplestri heldur uppsöfnun þekkingar. Og er LÆKNANEMINN 62 1. tbl. 1997, 50. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.