Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1997, Síða 19

Læknaneminn - 01.04.1997, Síða 19
Gizur Gottskálksson INNGANGUR „Það sem hugurinn ekki veit, hrjáir elcki hjartað", segir gamalt spakmæli og gæti það allt eins vísað til þeirra áhrifa sem ósjálfráða taugakerfið hefur á hjartað. Hjartavöðvinn hefur eigið rafkerfi. Efst upp í hægri gattinni situr sínus hnúturinn, sem er hinn eiginlegi gangráður hjartans. Rafboðin berast frá honum eftir leiðslukerfinu sem er sérhæfður vöðvavefur, og breiðast ut í hjartavöðvan. A þennan hátt slær hjartað taktfast og dælir blóði um líkaman. Boð frá ósjálfráða tauga- kerfinu geta síðan hægt eða hert á hjartslættinum vegna þarfa líkamans, eða annarra áreita. í byrjun þessarar aldar tókst að rita þessa rafvirkni hjartans og á fyrstu aratugum aldarinnar fleygði þekkingu manna á þessu sviði fram. Ut frá hjartarafriti (EKG) gátu menn síðan skipt hjartsláttartruflunum upp eftir útliti þeirra. Þannig varð til flokkun á annars vegar; 1) Hægslætti (Bradycardia), sem eru færri en 50 slög á mín. og hins vegar 2) Hraðslætti (Tachycardia), sem eru fleiri en 100 slög á mín. Hægsláttur skiptist í tvennt, annars vegar truflanir í starfsemi sínushnúts og hins vegar leiðnihindranir í leiðslukerfinu. Hraðsláttur skiptist í hraðslátt ofan slegla (supraventricular tachycardia SVT) og hraðslátt frá sleglum (ventricular tachycardia VT), Sjá töflu. RAFLÍFEÐLISFRÆÐILEG RANNSÓKN Á HJARTSLÆTTI N okkru fyrir 1970 var byrjað á því að þræða raf- leiðslur í gegnum bláæðakerfið og inn í hjartað til að Gizur Gottskálksson, hjartasérfrœðingur. Brennsla aukabrauta sem meðferð við h j a rtsl átta rtru flanir rita rafboð þaðan. Á þennan hátt reyndist unnt að fá mikilvægar upplýsingar um rafkerfi hjartans. Á 1. mynd, sést hvernig rafleiðslum er komið fyrir á mismunandi stöðum inni í hjartanu. Rafboð eru síðan rituð frá hverri leiðslu fyrir sig, eins og sýnt er. Segja má að venjulegt hjartarit sé á þennan hátt brotið upp. Síð- an er hægt að meta starfsemi sínus hnútsins og mæla leiðnina í leiðslukerfmu. Eins er hægt að rannsaka hjartsláttartruflanir með ýmsum aðferðum (t.d. fram- kalla með rafhlöðu). Með tilkomu þessarar rannsóknaraðferðar óx skiln- ingur manna á eðli rafkerfisins og á orsökum hjartslátt- artruflana. Fljótlega kom í ljós að sú skipting sem rak- in er hér að framan (Tafla 1), er hvergi fullnægjandi. 1 stað þess að flokka hjartsláttartruflanir eftir útliti þeir- ra á riti, varð mögulegt að flokka þær eftir þeim ferlum sem lágu á bak við. Nú eru hraðsláttartruflanir flokkaðar í eftirfarandi flokka: a) Aukin sjálfvirkni (enhanced automaticity) b) Snemmbær afskautun (early and delayed after- depolarization) c) Hringsól (reentry) Þessi nýja skipting varð síðan grundvöllur verulegra framfara í meðferð hjartsláttartruflana, bæði hvað varð- ar lyfjameðferð og eins aðrar meðferðir. Ekki verður farið nánar út í lyfjameðferð en í stað þess vikið að öðr- um meðferðarmöguleikum í meðferð hraðsláttar. BRENNSLA AUKALEIÐSLUBANDA I Ijós kom að stærsti hluti algengra hraðsláttartrufl- ana (tachycardia) eru vegna hringsóls (reentry). Hring- sól er einnig auðveldast að vinna með inni á rannsókn- arstofu, það er að segja, vekja upp og brjóta eftir þörf- LÆKNANEMINN 17 1. tbl. 1997, 50. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.