Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1997, Side 5

Læknaneminn - 01.04.1997, Side 5
Ágætu lesendur Mikið vatn hefur runnið til sjávar, síðan fyrsta tölublað Lækna- nemans kom út fyrir fimmtíu árum. Þekking okkar á manns- líkamanum hefur margfaldast og stöðugar framfarir átt sér stað í meðhöndlun þeirra sjúkdóma sem hrjá okkur. Nú leika bifvéla- virkjar ekki lengur hlutverk svæfingalækna á landsbyggðarsjúkra- húsum, né heldur eru fæðingartangir smíðaðar eftir þörfum í fjós- um fandsmanna. Islendingar, sem og aðrar vestrænar þjóðir, hafa lagt hart að sér á síðastliðnum áratugum, til þess að byggja upp öffugt heilbrigðiskerfi, sem allir landsmenn eiga greiðan aðgang að, óháð efnahag eða þjóðfélagsstöðu. Afleiðing þess átaks hefur getið af sér stórbætta heilsu þjóðarinnar og lengi vel gátu íslend- ingar státað af því að búa við ein bestu lífsskilyrð í heiminum. Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með þeirri þróun sem hefur átt sér stað á síðastliðnum árum. Forráðamenn þjóðarinnar hafa, ein- hverra hluta vegna, talið að hag þjóðarinnar væri best komið, ef umfang heilbrigðiskerfisins væri minnkað. Það er ekki þar með sagt, að leiðin til bætts heilsufars þjóðarinnar felist í stanslausri þenslu sjúkrahúsa eða veitingu ótakmarkaðs fjármagns til heil- brigðismála, síður en svo. Ráðamenn þjóðarinnar verða að átta sig á því, fyrr en seinna, að íslendingar geta ekki búið við núverandi þróun til langs tíma. Viðhorf ráðamanna gagnvart heilbrigðiskerf- inu verður að breytast: það er hagur þjóðarinnar að búa við góða heilbrigðisþjónustu. Það er erfitt að sannfærast um nauðsyn sparn- aðaraðgerða síðastliðinna ára og horfa samtímis á stórfellda upp- byggingu í öðrum geirum þjóðarbúsins. Heilsa er fjárfesting, en hvorki byrði né söluvarningur. Við þökkum læknanemum fortíðarinnar fyrir framlög síðastlið- inna ára og áratuga, og óskum læknanemum framtíðarinnar góðs gengis með ókomin verkefni. Ritstjórar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.