Læknaneminn - 01.04.1997, Síða 43
Nárakviöslit, síðari hluti - meðferð og horfur -
Taflal
Algengustu fylgikvillar nárakviðslitsaðgerða.
I aðgerð:
• Blæðing
• Averkar á sáðstreng (aa.lvv. testicularis, vas deferens)
• Averkar á taugum, görnum, þvagblöðru
Eftir aðgerð:
• Bráð þvagtregða
• Margúll (hematoma) í pung/nára
• Sárasýking
• Eistnabólga (orchitis)
• Rýrnun (atrophy) á eista
• Taugahvot / dofi
• Endurtekið kviðslit
• Garnastífla (kvið sjáraðgerðir)
aðgerðina, sérstakiega þeir sem hafa fyrri sögu um treg
þvaglát. Settur er þvagleggur og hann jafnvel hafður í
nokkra daga. Mar sést oft í kringum skurðinn og get-
ur það á nokkrum dögum teygt sig niður í pung, getn-
aðarlim eða skapabarm. Þetta er saklaust fyrirbæri og
hverfur án sérstakrar meðferðar á nokkrum vikum.
Stundum opnast æðar í skurðsárinu nokkrum tímum
frá aðgerð og mynda margúl (hematoma). Ef mikið
blæðir getur þurft að opna skurðinn og stöðva blæðing-
una. I slíkum tilvikum getur verið rétt að gefa sýklalyf
til þess að fyrirbyggja sýkingu. Skurðsýkingar koma
annars fyrir í um það bil 1-4% tilfella [1,26,27,28,29].
Þær geta verið lúmskar og gera oftast vart við sig 3-5
dögum frá aðgerð. Yfirleitt hafa sjúklingarnir óeðlilega
mikla verki og jafnvel hita, skurðsvæðið er spennt og
oft roði í kring (mynd 10). Oft þarf að opna hluta
skurðarins og tæma út sýktan vökva og/eða gröft, sárið
er síðan skolað og skilið eftir opið með votri grisju.
Sjúklingurinn er síðan settur á sýklalyf sem drepa
penisillínasa-myndandi klasasýkla en þeir eru algeng-
asti sýkingarvaldurinn. Sérstaklega verður að vera á
varðbergi ef sjúklingurinn hefur net og á það bæði við
um opnar aðgerðir og aðgerðir með kviðsjá. I slíkum
tilvikum getur sýking haft alvarlegar afleiðingar í för
með sér og getur þurft að fjarlægja netið. Flestir skurð-
læknar hafa fyrir reglu að gefa sjúklingum sem fá net,
sýklalyf í æð við upphaf aðgerðar og sumir baða einnig
netið með sýklalyfi til að minnka líkur á sýkingu.
Rýrnun á eista er alvarlegur fylgikvilli og sést í allt að
0,5% tilfella við hefðbundna nárahaulsaðgerð en allt að
Mynd 10. Sýking í skurðsári [45]
Myndin er af sjúklingi sem hefur fengið sýkingu í skurðsár
eftir kviðslitsaðgerð í báðum nárum samtímis. Sýkingin
einkennist af roða og bólgu í skurðsárinu.
5% tilfella ef um stóra hliðlæga haula er að ræða eða
endurtekið kviðslit [1,26]. Undanfari rýrnunar er oft-
ast blóðþurrðar-eistnabólga sem eins og nafnið gefur til
kynna stafar af skertri blóðrás til eistans, til dæmis þeg-
ar a./v. testicularis eru klipptar í sundur. Einnig er talið
að stíflur í bláæðum frá eistanu geti valdið þessu
[26,30]. Einkenni eistnabólgu sjást yfirleitt innan
nokkurra sólarhringa frá aðgerð. Oftast er um að ræða
mikla verki í eistanu sem er bólgið og aumt viðkomu
og margir hafa hita [26]. Bólgan gengur oftast niður á
nokkrum vikum en verkirnir geta haldist í mánuði.
Með tímanum rýrnar eistað en framleiðsla testósteróns
helst svo til óbreytt [29]. Reynt er að útskýra fyrir sjúk-
lingnum að verkirnir hverfi yfirleitt með tímanum og
þótt eistað minnki hafi það hvorki áhrif á kyngetu né
testósterónframleiðslu. Líkur á ófrjósemi eru taldar
óverulegar ef hitt eistað er eðlilegt [29]. Þar sem um al-
varlegan fylgikvilla er að ræða er rétt að undirstrika
mikilvægi þess að skrá fyrir aðgerð hvort bæði eistu séu
jafn stór.
Algengt er að sjúklingar finni fyrir dofa í kringum
skurðsár eftir opna aðgerð. Stundum er þessi dofi við-
varandi, til dæmis þegar n. ilioinguinalis er skorin í
sundur til þess að komast að haulnum. Sjúklingarnir
LÆKNANEMINN
41
1. tbl. 1997, 50. árg.