Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 10

Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 10
Fjendur í fitjum Sýklar í táfitjum Heilbrigðar táfitjar hýsa kóagúlasa neikvæða stafýlokokka og dipt- eroid bakteríur (Gram jákvæðir stafir), sem eru hluti af eðlilegri húðflóru. Meinvaldandi sýklar úr umhverfi (húðsveppir) eða úr eigin líkamsflóru (bakteríur) geta tekið sér bólfestu í táfitjum og valdið þar sýkingum með tilheyrandi einkennum. Afleiðingin eru svokallaðir „fótsveppir" (athlete’s foot), sem í raun eru ekki alltaf af völdum sveppa; bakteríur eru stundum orsakavaldurinn og eins getur soðin og löskuð húð sést án þess að sérstakir meinvaldar ræktist. Hiti, raki, þröngir skór... Stig 0 Stig 1 Stig 2 Stig 3 Heilbrigt táfit Hreistrun - Skoðun kláða - Bólga verkur Húðflóra Sveppir Sveppir hörfa fyrir bakteríum Leyden JJ et al. Arch. Derm 1978;114:1466 Mynd 2: Þróun sveppa- og bakteríusýkinga í táfitjum Húðbreytingar í táfitjum eru algengt vandamál og sýndi ofan- greind rannsókn að um 75 % sjúklinga og 50 % samanburðar- einstaklinga voru með einhverjar húðbreytingar í táfitjum, en helmingi færri einstaklingar höfðu staðfesta húðsveppasýkingu í táfitjum. Sveppasýking sem slík veldur ekki netjubólgu á fótum heldur getur hún myndað umhverfi sem auðveldar bólfestu og fjölgun meinvaldandi baktería. Einföld sveppasýking í táfit veldur einkum hreistrun og sprungum í húð. Við aukinn hita og raka, eins og gerist þegar fólk er í lokuðum skóm í langan tíma, þá geta meinvaldandi bakteríur eins og S. aureus eða (3-hem- ólýtiskir streptókokkar bæst í hópinn og verður þá til margþætt sýking (7) (mynd 2). Sveppirnir hafa þannig veikt húðina og myndað gott umhverfi fyrir meinvaldandi bakteriur, sem fjölga sér og eiga greiðari aðgang að dýpri lögum húðar gegnum laskaða sveppasýkta húð. Þekktur fylgikvilli er raunveruleg bakt- eríusýking í táfitinni, með roða, hita, bólgu og verk. Ofangreind rannsókn sýndi sterka fylgni netjubólgu við meinvaldandi bakt- eríur í táfitjum, sem bendir til að þær geti verið uppspretta sýkingarinnar. Af þessu má draga þá ályktun að líta beri á laskaða táfit sem hýsir meinvaldandi sýkla sömu augum og sár annars staðar á húð. Rof á húð auðveldar meinvaldandi bakter- íum inngöngu og því kemur ekki á óvart að bakteríusýklun í lösk- uðum táfitjum og sár eða fleiður á fótlegg reyndust sjálfstæðir áhættuþættir fyrir netjubólgu í rannsókninni (mynd 3). Má koma í veg fyrir netjubólgu? Netjubólga er alvarlegur sjúkdómur og rannsóknir sýna að fólk sem hefur einu sinni fengið netjubólgu er í aukinni hættu að fá hana aftur. Er því mikilsvert að greina áhættuþætti sem má ráða við í forvarnaskyni. Af almennum áhættuþáttum eins og fyrri sögu um netjubólgu og bláæðaaðgerð er lítið hægt að gera. Hins vegar er hægt að upplýsa fólk um mikilvægi þess að hugsa vel um laskaða húð, hvort sem hún er á fótlegg eða í táfitjum, og koma í veg fyrir sýkingar. Er því mikilvægt að gefa táfitjum aukið vægi í almennri læknisskoðun til að greina sýkingar, sem jafnvel sjúklingar vita oft ekki af sjálfir. Þá má spyrja hvort nauðsynlegt sé að meðhöndla allar húðsveppasýkingar til að hindra að einföld sýking í táfit verði að margþættri sýkingu með meinvaldandi bakteríum. Svarið er ekki einfalt þar sem sjúklingar hafa oft naglsýkingar af völdum húðsveppa, samhliða táfitjasýkingu og meðferð við þeim er löng, kostnaðarsöm og henní geta fylgt ýmsar aukaverkanir. Þar að auki geta táfitjasýkingar verið þrálátt vandamál hjá sumum einstaklingum, líklega vegna ónógrar ónæmissvörunar (8). Stað- bundin sveppalyf eru oft gagnleg til að lækna eða halda niðri sveppasýkingum í táfitjum, en notkun per os sveppalyfja þarf að meta í hverju tilfelli fyrir sig. í öllum tilvikum geta læknar þó, eftir klíníska skoðun á fótum, upplýst sjúklinga um mikilvægi góðrar fóthirðu. Mikilvægt er að koma í veg fyrir aðstæður sem sveppir og bakteríur þrífast best í, þ.e. hita og raka sem myndast í t.d. í þröngum eða lokaðum skóm, og hindra þannig soðnun á húð og bakteríufjölgun á ódýran og einfaldan hátt. Heimildir 1. Carratalá J, Rosón B, Fernández-Sabé N et al. Factors associated with complications and mortality in adult patients hospitalized for infectious cellulitis. Eur J Clin Microbiol Infect Dis. 2003;22:151-7. 2. Sigurdsson AF, Gudmundsson S. The etiology of bacterial cellulitis as determined by fine-needle aspiration. Scand J Infect Dis. 1989;21:537-42. 3. Carratalá J, Rosón B, Fernández-Sabé N et al. Factors associated with complications and mortality in adult patients hospitalized for infectious cellulitis. Eur J Clin Microbiol Infect Dis. 2003;22:151-7. 4. Dupuy A, Benchikhi Fl, Roujeau JC et al. Risk factors for erysipelas of the leg (cellulitis); case-control study. BMJ. 1999;318:1591-4. 5. Roujeau JC, Sigurgeirsson B, Korting HC, Kerl H, Paul C. Chronic derma- tomycoses of the foot as risk factors for acute bacterial cellulitis of the leg: a case-control study. Dermatology. 2004;209:301 -7. 6. Bjornsdottir S, Gottfredsson M, Thorisdottir A, Gunnarsson G, Kristjáns- son M, Rikardsdottir H, Hilmarsdottir I. Lower limb cellulitis and derma- tophytic infections of the foot: A prospective case-control study. 20th Annual meeting of the Scandinavian Antimicrobial and Chemotherapy Society, Denmark, 2003 7. Leyden JJ, Kligman AM. Interdigital athlete’s foot. The interaction of derma- tophytes and resident bacteria. Arch Dermatol. 1978;114:1466-72. 8. Dahl MV, Grando SA, Chronic dermatophytosis: what is special about Trichophyton rubrum ? Adv Dermatol. 1994;9:97-111. 8 LÆKNANEMINN 2005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.