Læknaneminn - 01.04.2005, Page 21

Læknaneminn - 01.04.2005, Page 21
Juvenile myoclonic epilepsy niðurstöður erfðarannsókna séu misvísandi.5'6 Rannsóknir hafa m.a. sýnt að um fjórðungur sjúklinga á fyrstu gráðu ættingja með alflog7. JME heilkennið hefur verið tengt ákveðnum svæðum á bæði litningi 6 og litningi 15, en margt er enn óljóst um erfðir JME og því miður hafa ekki komið fram erfðafræðilegar upplýsingar sem hægt er að nota við greiningu sjúkdómsins. Heilkennið - einkenni: Flog: JME einkennist af þremur tegundum floga A) Kippaflog (myoclonic seizure) sem eru einkennandi fyrir heilkennið og sjást hjá öllum með JME og í 4-10% tilfella eru kippaflog einu flogin sem vk. fær.1 Dæmigert er að kippaflogin koma þegar vk. er nývaknaður6 og lýsa sér sem samhverfir vöðvasamdrættir í öllum handleggnum, eitt eða fleiri og koma oftast fyrir í öxlum og handleggjum. Þetta er mun sjaldgæfara í ganglimum þó að það sé til. Kippirnir eru oftast vægir en geta þó orðið það kröftugir að viðkomandi missi hluti úr höndum sér eða jafnvel detti, en meðvitund skerðist ekki. Dæmigert er t.d. að missa tannburstann úr höndunum að morgninum. B) Krampar sjást hjá 80-95%7> 8 og dæmigert er að kramparnir komi í kjölfar kippafloganna. Algengast er að fólk byrji að fá krampa innan þríggja ára frá upphafi kippa- floganna.1 Kramparnir eru að sjálfsögðu meginvandamál vk. og oftast ástæða þess að vk. leitar læknis. C) Störuflog sjást hjá u.þ.b. þriðjungi.8 Þau einkennast af því að vk. stoppar skyndilega, starir og deplar gjarnan augunum. Flogið stendur oft yfir í 5-10 sekúndur og vk. dettur ekki. Dæmigert er að sjúklingur viti ekki sjálfur af störuflogunum. Greining: Greining byggir á einkennum og niðurstöðum heilarits. Grein- ingin getur verið erfið en algengast er að greiningin sé ekki gerð vegna þess að læknirinn þekkir ekki einkenni JME og sjúklingur- inn lýsir ekki óaðspurður kippunum í handleggjum. Hann er þá orðinn vanur þeim og telur jafnvel að um „eðlilegt" fyrirbrigði sé að ræða, og leitar því ekki læknis fyrr en hann fær krampa . Þannig hafa einstaklingarnir stundum gengið á milli lækna í mörg ár áður en heilkennið er greint.9'10 Þegar sjúklingur fær krampa án fyrirboða er rétt að hafa JME í huga og spyrja um kippi í handleggjum að morgninum. Langflestir með ómeðhöndlað JME (85-100%) hafa óeðlilegt heilarit milli floga (interictal heilarit) 7'8'11. í heilaritinu sjást sk. „polyspike-wave“ flogabreytingar (sjá mynd 1). Þó að breyting- arnar séu einkennandi fyrir JME eru þær ekki greinandi (pathog- nomonic), þar sem þetta útlit sést í öðrum tegundum alfloga1. Ef * Flestir þekkja það að fá kippi í líkamann rétt áður en þeir sofna. Þetta eru eðlilegir lífeðlisfræðilegir kippir sem ekki þurfa frekari rannsókna við. Öðru máli gegnir um kippi að morgni. Mikilvægur hluti af greiningu JME er að fá fram sögu um kippi þegar vk. er nývaknaður. LÆKNANEMINN 2005 19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.