Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2005, Qupperneq 26

Læknaneminn - 01.04.2005, Qupperneq 26
Heilablóðþurrð í hnykli - Sjúkratilfelli Albert Páll Sigurðsson Sérfræðingur í taugasjúkdómafræðum við LSH Jón Örn Friðriksson Læknanemi við H( Sjúkrasaga Fjörutíu og fimm ára gamall karlmaður kom á BMT-Fossvogi í sjúkrabíl utan af landi í lok árs 2004 vegna svima, ógleði og höfuðverks sem var fyrst og fremst staðsettur í enni og bak við vinstra auga, auk dofa umhverfís bæði augun. Flann hafði fyrir komu verið kvefaður í viku. Sjúklingi höfðu verið gefin 10mg metoclopramid (Primperan®) í æð og 5mg morfín í æð í tvígang í sjúkrabílnum. Heilsufar og ættarsaga Sjúklingur hafði verið heilsuhraustur fyrir utan ómeðhöndlaðan háþrýsting. Það var saga um reykingartil margra ára. Hann hafði auk þess ættarsögu um heilaáföll og móðir hans lést ung úr hjartasjúkdómi. Sjúklingur var ekki á neinum lyfjum við komu og hafði engin þekkt ofnæmi. Skoðun við komu Blóðþrýstingur var 142/90, púls 60, öndunartíðni var 18 og munnhitastig var 36°C. Skoðun á munni og koki var eðlileg og engin bankeymsli voru yfir skútum (sinuses) andlits. Hjarta og lungnahlustun var eðlileg. Hnakkastífni var ekki til staðar. Heila- taugaskoðun var eðlileg og ekki sást augntin (nystagmus), kraftar voru jafnir og eðlilegir, sinaviðbrögð voru jöfn og engin klaufska var í útlimum. Babinski próf (sem mælir truflun á pyramidal taugabrautum) var neikvætt báðum megin. Húðskyn var ekki prófað. Rhomberg próf (sem mælir jafnvægi og stöðu- skyn) var ekki framkvæmt og göngugeta var ekki prófuð. Rannsóknir við komu: Blóðprufa sýndi 13.400 hvít blóðkorn sem er væg hækkun, Na- og K-gildi voru eðlileg. CRP var eðlilegt, <6. EKG sýndi eðlilegan sínus takt. Tölvusneiðmynd (TS) af höfði var ekki talin sýna merki um blæðingu, drep eða fyrirferð. Hins vegar sáust talsverðar þétt- ingar í kinnholum og í ethmoidal cellum. Aðrir skútar voru hreinir (sjá mynd 1A) Afdrif: Sjúklingur var talinn hafa skútabólgu (sinusitis). Hann fékk lyfseðil fyrir oxymetazolinum (Nezeril®) nefdropum og lorata- dinum (Clarityn®) töflum. Sjúklingurinn var sendur heim og sagt að leita til heimilislæknis til eftirfylgdar. Sjúklingur kom aftur á Bráðamóttökuna tveimur dögum síðar með sjúkraflugi. Hann hafði verið með viðverandi slæman höfuðverk og svima, sem á síðasta sólarhring var farinn að lýsa sér sem snarsvimi (vertigo) auk þess sem það bar á vaxandi rugli og óáttun. Skoðun við komu: Sjúklingur var hitalaus, blóðþrýstingur var 179/98, púls 50/mín, öndunartíðni var 13/mín. Hann var ekki hnakkastífur. Hjarta- og lungnahlustun var eðlileg og kviður mjúkur og eymslalaus. Hann var mjög slappur og máttlaus, svaraði illa kalli og ruglaði og var áttaður á stað, en ekki stund. Fengíð var álit taugalæknis. Við skoðun var sjúklingur með augntin til vinstri, Rhomberg próf var jákvætt og Babinski-próf var jákvætt vinstra megin. Rannsóknir við komu: Almennar blóðprufur voru eðlilegar, nema hvít blóðkorn voru hækkuð eða 17.000. Lifrarpróf voru eðlileg og CRP <6. Hjarta- línurit sýndi eðlilegan sínus takt, 51 slag á mínútu. Bráðatölvusneiðmynd af höfði sýndi allstórt drep í hnykli (cerebellum) mest vinstra megin, auk víkkunar á heilahólfum sem er vísbending um brátt vatnshöfuð (acute hydrocephalus) (sjá mynd 1B). TS af höfði, frá fyrri komu, var endurskoðuð, en á henni sáust merki um byrjandi drep í hnykli, sem ekki hafði greinst við fyrri komu. Sjúkrahúslega: Sjúklingur var lagður inn með greininguna heilablóðþurrð í hnykli (cerebellum) og brátt vatnshöfuð vegna flæðishindrunar um Foramen of Luscha og -Magendie í heilastofni. Sjúklingur varð svefndrukkinn (somnolent) stuttu eftir komu 24 LÆKNANEMINN 2005
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.