Læknaneminn - 01.04.2005, Page 28

Læknaneminn - 01.04.2005, Page 28
Heilablóðþurrð í hnykli Einkenni sem koma fram við skemmdir í hnyklinum fara eftir umfangi og staðsetningu skemmdanna. Litlar skemmdir hlið- lægt í hnykilhvelum valda sjaldan klínískum einkennum. Væg einkenni geta þó komið fram en þá oftast sem brenglun á snöggum, flóknum hreyfingum. Tvö af mikilvægustu einkennum hnykilskemmda eru svokölluð dysmetria og ataxia. Skemmd á hnyklinum getur leitt til þess að ómeðvitað hreyfistjórnunarkerfið getur ekki fínstillt hreyfingar sem miðast að ákveðnu marki. Það leíðir tíl þess að hreyfing verður ónákvæm en þessi ónákvæmni verður meiri því nær sem hún er lokamarki en þá reynir meira á fínstillinguna. Þetta stjórnleysi nefnist dysmetria og end point dysmetria. Þetta getur lýst sér klínískt sem erfiðleikar við að benda á ákveðinn punkt, t.d. þegar sjúklingurinn er beðinn um að benda á nefið á sér en þá hittir hann ekki á það. Ef fingur sjúklingsins sveiflast til og frá þegar hann nálgast nefið kallast það starfsriða (intention tremor). Annað form er klaufska (ataxia). Hreyfingar sem ekki miða að ákveðnu marki eru óreglu- legar, ónákvæmar og rykkjóttar. Skemmd í vermis veldur bol- ataxiu. Þá riðar þúkurinn til þegar sjúklingurinn situr auk þess sem ber á riðu og gleiðu göngulagi. Hnykilskemmd veldur því gjarnan að hreyfistjórnunarkerfið á í erfiðleikum með að áætla stöðu tiltekinna líkamshluta á hverjum tíma í hreyfingu. Ákveðnir þættir hreyfingarinnar geta þá byrjað of snemma eða of seint. Snöggar, flóknar hreyfingar verða klauf- skar. Þetta er kallað víxlhreyfingatruflun (dysdiadochokinesia) og má prófa með víxlhreyfingum þar sem sjúklingurinn er látinn klappa hratt til skiptis með lófa og handarbaki annarrar handar á handarbak hinnar handarinnar. Nauðsynlegt getur verið að hvetja sjúklinginn til þess að gera hreyfingarnar hratt þar sem einkennin koma þá betur fram en við hægar hreyfingar. Tal krefst mikillar og flókinnar samhæfingar á vöðvahreyfingum barka, koks, munns og öndunarfæra. Hnykillinn kemur að hreyf- istjórnun þessarra vöðva. Hnykilskemmd veldur því oft svokall- aðri hnykilþvoglumælgi (cerebellar dysarthriu). Tal verður þá rykkjótt. Hljóðstyrkur, hraði tals og lengd hljóða verður sveiflu- kennt. Hnykillinn dempar fínhreyfingar augna. Skemmd á hnyk- linum, sérstaklega á flocculunodular lobe, getur því lýst sér sem augntin. Um þetta svæði hnykilsins fara einnig taugabrautir frá jafnvægiskerfi innra eyra (semicircular ducts). Augntininu fylgir því oftast jafnvægistruflun. Hnykilskemmd getur truflað samspil milli antagonista og agonista vöðvahópa. Klíniskt lýsir það sér sem rebound phenomenon og sveiflukennt viðbragð (pendular reflex). Ef sjúklingurinn er t.d. látinn draga að sér handlegginn gegn viðnámi, en viðnáminu síðan sleppt skyndi- lega, á hann á hættu að kýla sjálfan sig þar sem hann getur ekki dempað framhreyfinguna nægilega snöggt. Þetta stafar af ójafn- vægi milli vöðva agonista og antagonista. Af sömu ástæðu verða sinaviðbrögð, t.d. hnéviðbragð (patellar tendon reflex), sveiflukennd. Hnykilskemmdum fylgir oft minnkuð vöðvaspenna þar sem hnykillinn kemur að stjórnun hennar. Hnykillinn er nærður af aftari blóðrás heilans, þ. e. fær blóð frá aa. vertebralis og a. basilaris. Skerðing á blóðflæði í aftari blóð- rásinni veldur blóðþurrð í hnykli sem og öðrum svæðum heilans. Heilastofninn fær næringu sína einnig frá aftari blóðrásinni. Klín- ískum einkennum hnykilblóðþurrðar geta því fylgt einkenni frá heilastofni, s.s. tvísýni, svimi, ógleði, uppköst, heyrnartap, suð fyrir eyrum, dofi í andliti, helftarlömun og kyngingarerfiðleikar. Umfang og staðsetning blóðþurrðarinnar veltur á því hvar tregðan er á blóðflæði. Aukin fyrirferð í hnykli, t.d. vegna blæð- ingar eða bjúgs, getur hindrað flæði heila- og mænuvökva frá heilahólfum. Uppsöfnun á vökva í heilahólfum veldur því að þau víkka og innankúpuþrýstingur hækkar. Þetta ástand kallast vatnshöfuð og því getur fylgt haulun heilans niður að heilastofni. Það getur verið lífshættulegt ef ekki er brugðist rétt við í tæka tíð. Helstu áhættuþættir hnykilblóðþurrðar eru hár blóðþrýstingur og reykingar en háar blóðfitur, sykursýki, ofneysla áfengis og hreyfingarleysi eru einnig mikilvægir áhættuþættir. Ef sjúklingur kemur á bráðamóttöku með einhver af ofan- nefndum einkennum og/eða er í áhættuhópi fyrir blóðþurrð eru töluverðar líkur á að um blóðþurrð í hnykli sé að ræða. Hugleiðingar um tilfellið Þetta tilfelli sýnir hversu flókið getur verið að meta ósértæk einkenni svo sem svima, ógleði og höfuðverk. f þessu tilfelli voru einkennin útskýrð með skútabólgu, enda má segja að ýmislegt hafi bent í þá átt, s.s. höfuðverkur, hækkun á hvítum blóð- kornum og þéttingar í skútum. Af Bráðamóttökunótu er ekki að merkja að sjúklingur hafi verið skoðaður í sitjandi né í standandi stöðu. Ætla mætti að ataxia hefði komið fram ef „full tauga- skoðun" hefði verið gerð, en slíkt getur vart samræmst sýkingu í skútum höfuðs. Sjúkling með ósértæk einkenni eins og óstöð- ugleika, svima, ógleði og höfuðverk ber að rannsaka m.t.t. sjúk- dóms í heila. Þar sem grunur beindist að skútabólgu fyrir TS-rannsóknina en ekki miðtaugakerfiskvilla voru áherslur röntgenlæknis ekki endilega á hnykli eða almennt á miðtaugakerfinu og því var ekki tekið eftir drepi í hnykli. Tilfelli þetta sýnir hve lúmsk einkenni frá hnykilskemmdum geta verið og auðvelt að missa af þeim. Til þess að geta greint skemmd í hnykli snemma í sjúkdómsferlinu þarf að vera vakandi fyrir hvaða einkenni geta komið fram og vera þess meðvitaður að taugaskoðun er ekki lokið fyrr en búið er að kanna stöðug- leika sjúklings sitjandi, í uppréttri stöðu og göngugetu. Eðlí máls- ins samkvæmt finnur maður einungis það sem maður leitar að. Fengið var leyfi sjúklings og yfirlæknis Taugalækningadeildar fyrir að skrifa upp og birta tilfelli þetta. Heimildir 1. Guyton AC, Hall JE. Textbook of Medical Physiology. 10th ed. Philadelp- hia: W.B. Saunders Company, 2000: 56. 2. Kasner SE, Morgenstern LB. Cerebrovascular Disorders. Neurology IV. ACP Medicine, 2004. 3. Lindsay KW, Bone I. Neurology and Neurosurgery lllustrated. 4th ed. Churchill Livingstone, 2004. 4. Rordorf G, McDonald C. Hypertensive intracerebral hemorrhage. UpTo- Date 2004. Available from:URL:http://www.utdol.com/applic- ation/topic/print.asp?file=cva_dise/8626&type=A&select... 26 LÆKNANEMINN 2005
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.