Læknaneminn - 01.04.2005, Page 31

Læknaneminn - 01.04.2005, Page 31
Skiptinemi í Kaupmannahöfn Panum Institutet, Kaupmannahöfn sótti um að fá lengri próftíma þar sem ég væri skiptinemi og ekki fullvígur á dönsku en það vildu þeir ekki. Það voru engin fordæmi fyrir því að íslendingar fengju lengri próftíma. Ég fékk reyndar að hafa með mér orðabækur í prófið og þurfti að fletta í þeim tvisvar til þrisvar sinnum og var að sjálfsögðu á síðustu stundu að klára en þetta gekk vel þrátt fyrir það. Eitt var það sem ég tók sérstaklega eftir en það var danska stúdentastemmningin, nokkuð sem ég hafði ekki kynnst á íslandi. Félagslífið í læknadeildinni var mjög gott. Það voru reyndar engar vísindaferðir en það voru ýmsar uppákomur og svokallaður „fredagsbar" í kjallara Þanum Institutet þar sem læknadeildin hefur aðsetur. Það var mikill kostur að geta haft meirihluta nemenda í sömu byggingu, það efldi félagslífið greini- lega til muna. Danir eru upp til hópa skemmtilegt fólk og hresst. Ég myndi þó ekki lýsa þeim sem „ligeglad", eins og stundum hefur verið sagt. Þeir geta jú verið afslappaðir með suma hluti, t.d. eru þeir ekki svo uppteknir af lífsgæðakapphlaupinu. Þeir eru hins vegar frekar ferkantaðir þegar kemur að ýmsum reglum og eru lítið fyrir að beygja reglur og redda hlutunum eins og íslendingar. Kannski skýrist það af því að þjóðfélagið í Danmörku er stærra en á íslandi. Við erum e.t.v. enn svolítið sveitó. Það gekk ágætlega að kynnast Dönum og þegar komið var að heimferð í júnílok átti ég nokkra góða danska vini sem ég hef ennþá samband við. Svo kynntist ég að sjálfsögðu nokkrum íslendingum í Kaupmannahöfn. Þegar ég lít til baka er það ómetanleg reynsla að hafa farið út sem skiptinemi. Það að koma þessu í kring og stilla saman við námið hér heima er helsti höfuðverkurinn en það hefst á endanum, krefst bara góðs fyrirvara. Hvet ég alla sem áhuga hafa, til þess að reyna að komast til útlanda sem skiptinemar. Pétur Snæbjörnsson, kandídat. LÆKNANEMINN 2005 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.