Læknaneminn - 01.04.2005, Page 31
Skiptinemi í Kaupmannahöfn
Panum Institutet,
Kaupmannahöfn
sótti um að fá lengri próftíma þar sem ég væri skiptinemi og ekki
fullvígur á dönsku en það vildu þeir ekki. Það voru engin
fordæmi fyrir því að íslendingar fengju lengri próftíma. Ég fékk
reyndar að hafa með mér orðabækur í prófið og þurfti að fletta í
þeim tvisvar til þrisvar sinnum og var að sjálfsögðu á síðustu
stundu að klára en þetta gekk vel þrátt fyrir það.
Eitt var það sem ég tók sérstaklega eftir en það var danska
stúdentastemmningin, nokkuð sem ég hafði ekki kynnst á
íslandi. Félagslífið í læknadeildinni var mjög gott. Það voru
reyndar engar vísindaferðir en það voru ýmsar uppákomur og
svokallaður „fredagsbar" í kjallara Þanum Institutet þar sem
læknadeildin hefur aðsetur. Það var mikill kostur að geta haft
meirihluta nemenda í sömu byggingu, það efldi félagslífið greini-
lega til muna.
Danir eru upp til hópa skemmtilegt fólk og hresst. Ég myndi
þó ekki lýsa þeim sem „ligeglad", eins og stundum hefur verið
sagt. Þeir geta jú verið afslappaðir með suma hluti, t.d. eru þeir
ekki svo uppteknir af lífsgæðakapphlaupinu. Þeir eru hins vegar
frekar ferkantaðir þegar kemur að ýmsum reglum og eru lítið fyrir
að beygja reglur og redda hlutunum eins og íslendingar. Kannski
skýrist það af því að þjóðfélagið í Danmörku er stærra en á
íslandi. Við erum e.t.v. enn svolítið sveitó.
Það gekk ágætlega að kynnast Dönum og þegar komið var
að heimferð í júnílok átti ég nokkra góða danska vini sem ég hef
ennþá samband við. Svo kynntist ég að sjálfsögðu nokkrum
íslendingum í Kaupmannahöfn.
Þegar ég lít til baka er það ómetanleg reynsla að hafa farið út
sem skiptinemi. Það að koma þessu í kring og stilla saman við
námið hér heima er helsti höfuðverkurinn en það hefst á
endanum, krefst bara góðs fyrirvara. Hvet ég alla sem áhuga
hafa, til þess að reyna að komast til útlanda sem skiptinemar.
Pétur Snæbjörnsson, kandídat.
LÆKNANEMINN
2005
29