Læknaneminn - 01.04.2005, Page 33

Læknaneminn - 01.04.2005, Page 33
Sumarvinna í héraði lægð og Grímsey, en þangað er hálftíma flug. Upptökusvæði Heilsugæzlustöðvarinnar er Akureyri og öll Eyjafjarðarsýsla að undanskilinni Dalvíkurbyggð og Hrísey og auk þess vestasti hluti Þingeyjarsýslu alveg austur í Ljósavatnsskarð. íbúafjöldi er 18500 manns. 10 fastir heilsugæzlulæknar eru á Akureyri auk lækna í framhaldsnámi og á kandídatsári. Tveir læknar eru á vakt í einu; forvakt og bakvakt. Afleysingalæknar sjá sér sjálfir fyrir húsnæði en fá 35000 kr húsnæðisstyrk á mánuði. Vaktbíll er í umsjá þess læknis, sem er á forvakt hverju sinni, en öðrum læknum stendur hann til boða í vitjanir að degi til ef á þarf að halda. Búast má við um 75 grænum miðum í mánuði +/- 10. Forvakt er 3-4 daga í mánuði. Vaktlæknar fá aðstöðu til kvöld- og helgarmóttöku sjúklinga á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og er fjöldi sjúklinga á bilinu 5-15 á virkum dögum en 10-20 um helgar. Allir afleysarar taka vaktir og er þá reyndur heimilislæknir alltaf á bakvakt til ráðgjafar. Hjúkrunarfræðingar á slysadeild annast símavörslu fyrir vaktlækni um nætur. Bakvaktir eru jafn margar og forvaktir en það er afar sjaldgæft að kalla þurfi bakvakt út. Sérstök áherzla er lögð á að styðja við bakið á afleysurum og leiðbeina þeim í stað þess að líta á þá einvörð- ungu sem vinnudýr. í móttöku hafa þeir alltaf einhvern eldri og reyndari að ráðfæra sig við og á vöktum veitir bakvakt símaráð- gjöf. í upphafi starfstíma er sérstök kennsla á sjúkraskrárforritið Sögu. Reynt er að hafa vikulega kennslu fyrir stúdenta yfir sumarið. Afleysurum er látin í té handbók meðan þeir starfa á heilsugæzlustöðinni. Heilsugæzlustöðin á Akureyri er þekkt fyrir ýmsar nýjungar í heilsugæzlu s.s. óvenju mikið þverfaglegt samstarf á grundvelli hugmyndafræði heimilislækninga og fjöl- skylduverndar, rafræna lyfseðla og rafrænar læknabréfasend- ingar. Umsögn unglæknis: Unglæknir var á staðnum sumarið 2004. Vinnuálag var eðlilegt, nóg að gera í móttöku og talsvert á vaktinni. Þetta voru um átta vaktir á mánuði, þar af helmingurinn bakvaktir þar sem ekkert var að gera. Aðstaðan er mjög góð. Stofnunin útvegar ekki húsnæði, en greiddar eru „húsaleigubætur". Starfsfólkið var almennt jákvætt og vinalegt og sérfræðingar tóku vel í fyrir- spurnir. Þarna var minni fjölbreytileiki en víða annarsstaðar. Alls- konar heilsugæslustörf, en vegna slysadeildar á FSA var nær ekkert um slíkar lækningar og ekkert gifsað eða saumað. Launin voru í heild ágæt miðað við störf. Mjög góð staða að mínu mati, sanngjörn laun, mikið back-up. Heilsugæslan á Bolungarvík Upplýsingar frá írisi Sveinsdóttur, lækni. Svæðið tekur í raun yfir nyrsta hluta byggðar á Vestfjörðum. Næst tekur við Norður-íshaf og Grænland. Á Bolungarvík búa um 950 manns. Um er að ræða heilsugæslu með H1 stöðu og er læknir því á krónískri vakt. Þegar kemur að helgarfríi fær læknir afleysingu frá ísafirði. Annars er engin bakvakt á staðnum. Afleysingalæknir fær íbúð sem er niðurgreidd að stærstum hluta. Ferðir eru auk þess greiddar fyrir sumarafleys- ingafólk. Á staðnum er vaktbíll og sjúkrabíll. Grænir seðlar verða greiddir samkvæmt kjarasamningum. Læknir sinnir öllum vöktum út ráðningartímann en fær þó a.m.k. eina frívakt yfir mánuðinn. Læknir frá ísafirði sinnir þá vaktinni en afleysinga- læknir fær vaktina greidda samt sem áður. Heilsugæslan á Borgarnesi Upplýsingar frá Guðrúnu Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra. Starfssvæði Heilsugæslustöðvarinnar er frá Hafnarfjalli að sunnan, vestur að Vegamótum á Snæfellsnesi og upp á miðja Holtavörðuheiði að norðan og framfyrir Húsafell að austan. íbúa- fjöldi á svæðinu er rúmlega 3500 með lögheimili. Taka verður mið af því að á sumrin fjölgar íbúum allt að 20.000 þegar mest lætur. Þá er verið að tala um fjölda fólks í sumarhúsum á svæð- inu, hótelum, veiðihúsum, á tjaldstæðum og í íbúðum við háskólana í héraðinu. Flest sumarhús eru orðin heilsárshús og mikill fjöldi fólks er þar meira og minna allt árið. Á Heilsugæslu- stöðinni eru um 13,5 stöðugildi alls. 3 læknar, 3,5 stöðugildi hjúkrunarfræðinga, 0,5 stöðugildi Ijósmóður 2,5 stöðugildi læknaritara, 1 mótttökuritari, 1 sjúkrabílsstjóri og húsvörður, 1 stöðugildi í ræstingum og 0,75 stöðugildi framkvæmdastjóra. Heilsugæslustöðin var tekin í notkun 1976 og er í 1250m2 húsnæði á 3 hæðum. Umsögn unglæknis: Ég var í Borgarnesi sumarið 2004, strax eftir 5.ár, og var það mjög lærdómsrík og skemmtileg reynsla. Viðurkenni þó að það var vægast sagt stress í manni fyrstu vikuna eða svo! Ég bjó í lítilli íbúð sem búið er að innrétta á sjálfri heilsugæslustöðinni og hentar einstaklingum ágætlega í stuttan tíma í senn. Vinnuálagið var talsvert mikið og þá langmest í júní og júlí en datt talsvert niður eftir verslunarmannahelgina. Ég var stærsta hluta sumars á tvískiptum vöktum sem rúlluðu þannig að ég var tvo virka daga á vakt í hverri viku og svo aðra hverja helgi. Helgarvaktin stendur frá kl 16 á föstudegi til kl 9 á mánudegi. Á föstudögum fyrir fríhelgi fékk ég alveg frí frá dagvinnunni og einnig mánudaginn eftir hverja vaktahelgi. Talsvert mikið er að gera á hverri vakt og þá sérstaklega um helgar. Utan vaktanna er maður svo að sjálf- sögðu í móttöku frá 8-16 fyrir utan fyrrnefnd frí sem maður fær. Hvað fjölbreytileika varðar þá var ég ekki svikinn. Ég fór til Borg- arnes til að komast í sem mesta kírúrgíu/bráðalækningar og það var það sem maður fékk almennt. Mikill saumaskapur, beinbrot, bílveltur og bílslys, lítið um krónísk vandamál eða geðvandamál. Nokkur áhugaverð og akút útköll á sjúkrabílnum. Einnig talsvert af börnum en flest er það minniháttar vandamál. Vinnuaðstaða var ágæt fannst mér en ég hef þó engan samanburð við aðrar heilsugæslustöðvar. Starfsfólkið er bara mjög almennilegt, lækn- arnir eru mjög fínir og sérstaklega gott að hafa við höndina þegar hitnar í koiunum enda ávallt einhver á bakvið mann í síma. Fríðindi eru í raun engin sérstök utan litlu íbúðarinnar en maður hefur til umráða vaktbíl á vöktunum ef útköll eru innanbæjar en annars fer maður alltaf með sjúkrabílnum út fyrir bæinn. Sund- laugin er alkunna í Borgarnesi! Ég vil taka fram að í kaupfélaginu er framreiddur heitur matur í hádeginu handa fjöldanum en smakkast eins og fyrsta flokks mömmumatur! Varðandi laun þá LÆKNANEMINN 2005 31
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.