Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2005, Qupperneq 34

Læknaneminn - 01.04.2005, Qupperneq 34
Sumarvinna í héraði hef ég ekki samanburð frekar en fyrr en ég myndi telja þau sann- gjörn miðað við álag, þ.e. mikil vinna - mikill peningur - mikil reynsla. Að endingu vil ég hvetja alla sem lokið hafa 5.ári til að skella sér í hérað...smá hausverkur, niðurgangur og magasár svona fyrstu vikuna en svo er þetta bara skemmtilegt og krefj- andi! Hj \ v / ?/ ‘0 N; ^ Patreksfifirður i Hólmavík v. • p; \ — > ' '/ 4 I 4 ) Reyfthólar.- .. ■ í \, / StykkishólmurÁ Búðardalur. y Heilsugæslustöðin Búðardal Upplýsingar frá Þórði Ingólfssyni, yfirlækni: Upptökusvæði Heilsugæslustöðvarinnar er landfræðilega mjög stórt, Dalasýsla og Austur- Barðastrandarsýsla. Starfssvæðið nær því frá Álftafirði í suðvestri og Bröttubrekku í suðri og allt norður og vestur á Litlanes milli Kerlingarfjarðar og Kjálkafjarðar í norðri. Að norðaustan og austan afmarkast svæðið svo af fjall- lendi á milli okkar sýslna annars vegar og Strandasýslu hins vegar. Þjóðvegir eru í allar áttir út af og inn á svæðið og er afar fátítt að lokast hér inni vegna ófærðar. Aðal sjúkrahús okkar er á Akranesi og er þangað tæplega 1,5 klst. akstur frá Búðardal. Alvarlegustu tilfellin fara til Reykjavíkur og er þangað tæplega 2 klst. akstur. Á upptökusvæðinu búa um 1050 manns, þar af um 300 í Búðardal, um 100 á Reykhólum og hinir mjög dreift um upptökusvæðið. Ferðamennska hefur verið vaxandi undanfarin ár og því er mikil umferð hér á sumrin. Á stöðinni starfa 2 læknar og eru báðir á vakt, annar á framvakt og hinn á bakvakt. Báðir fastráðnir læknar stöðvarinnar eru sérfræðingar í heimilislækn- ingum. Þegar læknanemar hafa verið ráðnir í afleysingar, t.d. á sumrín er reynt að gæta þess að annar sérfræðinganna sé ávallt á svæðinu og til taks ef læknaneminn þarf aðstoð. Gisting er fyrir afleysingalækni í lítilli en þokkalegri 2 herbergja íbúð sem er í sama húsi og Heilsugæslustöðin. Vel er hægt að vera þarna með maka og t.d. 1 barn en þröngt yrði um fleiri. Afleysinga- læknar hafa ekki verið krafðir um leigu. Vaktbifreið er til staðar og fylgir þeim lækni sem hefur framvakt. Ekki tíðkast að greiða fyrir ferðir til og frá Búðardal. Grænir miðar eru greiddir skv. gildandi gjaldskrá og eru þessar greiðslur oftast á bilinu 50.000 - 100.000 krónur á mánuði. Vaktir fylgja ráðningunni. Þær eru að lágmarki önnur hver vika en yfirleitt er farið fram á mun meiri vaktavinnu þegar um afleysingamenn er að ræða. Hins vegar eru vaktirnar oftast rólegar og truflanir eru fáar, talsvert fleiri þó á sumrin en á veturna. Útköll eru hins vegar oft tímafrek ef einhver eru því flutningur á sjúkrahús getur tekið margar klukkustundir. Starfinu fylgir einnig starf við 3 aðrar stofnanir. Á Reykhólum er dvalar- og hjúkrunarheimili fyrir 14 vistmenn. í Búðardal er önnur slík stofnun fyrir 11 vistmenn. Á Fellsenda í Miðdölum er hjúkr- unarheimili fyrir aldraða og miðaldra geðfatlaða og eru vistmenn þar 17 talsins. Auk launa frá heilsugæslu koma greiðslur frá þessum stofnunum. Hugsanlegt er að maki með menntun á heilbrigðíssviði geti fengið starf hér einníg yfir sumartímann, óskir um slíkt yrðu skoðaðar með jákvæðum hug. Umsögn unglæknis: Unglæknir var á staðnum sumarið 2003. Vinnuálag var í meðal- lagi, oftast fullbókað frá 9-16. Að meðaltali 2-3 sjúklingar utan dagvinnutíma. Stöðin er H2. Þetta er mjög dæmigerð aðstaða, teikning hússins hefur verið notuð víðar s.s. á Þórshöfn og Hvolsvelli. Tvær læknastofur með tveimur aðskildum skoðunar- herbergjum (annað er skiptistofa/aðgerðarstofa). Það eru rann- sóknarstofa og röntgenstofa í húsinu sem læknar og afleysarar sinna alfarið sjálfir. Lyfsalan er rekin af stöðinni. Það er Nissan Ratrol jeppi til ráðstöfunar fyrir vaktlækni og 2 sjúkrabílar gerðir út frá stöðinni. Vistarverur afleysingarlæknis eru í viðbyggingu stöðvarinnar. Starfsfólk var vingjarnlegt og tilbúið að aðstoða eftir fremsta megni. Skorti þó hjúkrunarfræðing þetta sumarið vegna eldri innanhússátaka sem setti auknar byrðar á hendur lækna. Fjölbreytileiki vinnunnar var í meðallagi. Heildarlaun voru góð og greidd af ríkinu, lyfsölunni og 3 hjúkrunarheimilum sem læknar sinna í verktakastarfi. Grænir miðar gefa ca 50 þúsund á mánuði. Fátt er í boði á staðnum en þar er þó veitingasala, kjör- búð, pizzastaður og myndbandaleiga. í 10 mín fjarlægð er sund- laugin á Laugum í Sælingsdal sem gott er að sækja í góðu veðri. Helsti kostur þessarar stöðvar er að aðeins er unnið aðra hvora viku. Þetta þýðir að læknar skiptast á forvakt eða bakvakt með viku millibili. Gert er ráð fyrir tveggja klukkustunda útkallstíma bakvaktar, sem þá getur verið í Reykjavík aðra vikuna. Ekki kom til útkalls bakvaktar þetta sumarið. Þetta gefur því vel í aðra hönd sé miðað við útlagðar vinnustundir. Einnig er H0 stöð á Reykhólum rekin frá heilsugæslustöðinni á Búðardal sem bakvaktarlæknir sinnir á mánudegi í lok sinnar vinnuviku. Helsti ókostur stöðvarinnar er hversu landfræðilega stórt upptöku- svæðið er. Heilsugæslan á Dalvík Upplýsingar frá Guðmundi Pálssyni, yfirlækni. Dalvíkurlæknishérað tekur yfir Dalvíkurbyggð og Hrísey. Héraðið er fremur lítið landfræðilega borið saman við önnur héruð. Það eru ca 20 - 25 km milli fjarlægustu punkta eftir vegi. Það liggur milli Akureyrar og Ólafsfjarðar. Hálftíma akstur er til Akureyrar og 15 mínútur til Ólafsfjarðar. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri tekur við öllum tilfellum sem þurfa á sjúkrahúsmeðferð að halda. Þangað er greiður vegur sem nær aldrei lokast af snjó eða veðrum. íbúafjöldi er nú ca. 2.100, hefur farið fækkandi eins og víða á landsbyggðinni. Þar af búa 1.600 - 1.700 á Dalvík. Heilsugæslustöðin er H2 stöð. Stöðugildi lækna eru tvö. Einungis einn læknir er á vakt. Heilsugæslustöðin hefur yfir að ráða íbúð fyrir afleysara. Þetta er 2ja herbergja íbúð með sér eldhúsi og rúmum fyrir hjón með tvö börn. íbúðin er lánuð endurgjaldslaust en ætlast til að fólk þrífi eftir sig. Venjan hefur 32 LÆKNANEMINN 2005 l
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.