Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2005, Qupperneq 49

Læknaneminn - 01.04.2005, Qupperneq 49
Fregnir numdar af Forvarnastarfinu sé til af smokkum og spjöldum og er tengiliður okkar við birgj- ann. Ennfremur hefur 1 .árið nú eignast sinn meðstjórnanda, sem hefur það að hlutverki að vera milliliður milli bekkjarfélaga sinna og stjórnarinnar, geta svarað spurningum sem vakna um það sem bíður þeirra og kveikt áhuga meðal þeirra á því að taka þátt í starfi stjórnarinnar næsta árið. Stjórnin Jón Þorkell Einarsson, sem frá upphafi hafði sinnt svarþjón- ustu forvarnastarfsins og séð um heimasíðuna (...þar að auki greitt fyrir hana úr eigin vasa), útskrifaðist síðasta vor og fór þ.a.l. þess á leit að annar tæki við af honum. Það varð úr að 4.árs meðstjórnandi tók við starfi hans enda hefur það mikla kosti að umsjónaraðili heimasíðu sé stjórnarmeðlimur. Þar með berast upplýsingar og ábendingar hraðar á milli og ef upp koma áhuga- eða varhugaverð tilfelli á leyndo, má taka þau upp og ræða þau strax á næsta fundi. í kjölfarið var ákveðið að 4.árs meðstjórn- andinn yrði í framtíðinni e.k. almannatengill eða formanninum innan handar um þau mál. Sæi um að koma á tengslum við fjöl- miðla, fylgja ársskýrslunni úr hlaði og létta þar með á formann- inum. Meðstjórnandi 3.árs hefur nú í vetur séð nánast alfarið um samskipti stjórnarinnar við hönnuð nýja logosins og komandi nýjunga, og jafnframt haft alla umsjón með endurskoðun og uppfærslu glæranna okkar. Ákveðið verksvið hans til frambúðar hefur ekki verið fullkomlega mótað, svo þess má vænta að bornar verði upp tillögur til breytinga á lögum á aðalfundinum sem haldinn verður síðar í vor. Reyndar stendur hugur okkar til að taka til nánari skoðunar stefnu og markmið forvarnastarfsins, með hliðsjón af því sem er í farvatninu í nágrannalöndunum. Allt er þetta enn á undirbúnings- og hugmyndastigi en mun skýrast þegar á líður. Hvetjum við hér með alla til að mæta á aðalfund- inn og leggja þar með sitt af mörkum til að móta Ástráð til fram- tíðar, a.m.k. þeirrar nánustu. Útvarp Samfés og aðrir fjölmiðlar Stærsti ókosturinn við að miða við framhaldsskólana er sá að margir sem Ijúka 10-bekk hætta námi, og missum við því af þeim. Hvort þessi hópur er í meiri hættu á að smitast af kynsjúk- dómum eða stunda óvarðar samfarir skal ósagt látið, en burtséð frá því er þetta mikilvægur hópur sem þarf að nálgast á einhvern hátt. Til að ná til fleiri unglinga og á fjölbreyttari grundvelli hófum við því samstarf við Útvarp Samfés á Rás2, þar sem kynfræðslu- hornið Ástráður er í loftinu á mánudagskvöldum. Sem von er hefur þetta vakið athygli og höfum við hvatt unglinga, foreldra og aðra áhugasama til að leggja við hlustir. Ennfremur viljum við biðja ykkur, samnemendur okkar, um að gera slíkt hið sama. Má vera að það auðveldi foreldrum að ræða við börn sín um kynlíf og kynfræðslu; barfan hlut í uppeldinu sem því miður virðist oft detta upp fyrir. Þetta samstarf hefur þar að auki vakið athygli út fyrir land- steinana, innan læknanemasamfélagsins. Þykir ákaflega merki- legt að við skulum geta sinnt kynfræðslu í útvarpinu, hvað þá í sjálfu Ríkisútvarpinu. Eiga samstarfsmenn okkar hjá RÚV því bæði heiður og þökk skilið fyrir framsýni og áræðni. En ekki höfum við látið þar við sitja. Hafnar eru útsendingar á nýjum þætti á ÞoppTiVÍ sem ber nafnið Fríða&Dýrið, sem eins og við var að búast miðar helst að unglingum sem markhóp. Þar hefur formaður Ástráðs mætt reglulega og miðlað upplýsingum, fyrst og fremst um kynlíf og kynheilbrigði en einnig almennt um heilbrigðan lífstíl og aðra heilsuvitund. í þættinum er reglulega vísað á heimasíðuna okkar og erum við því að verða æ sýnilegri og á síbreiðari grundvelli. / útvarpinu Að öllum líkindum munum við sigla víðar á öldum Ijósvakans, því þegar þessi orð eru sett niður, standa yfir viðræður við Kast- Ijósið og ísland í dag, sem hafa vonandi borið ávöxt nú þegar þú, lesandi góður hefur fengið blaðið í hendur. Við höfum einnig sent okkar innlegg í bæði Morgunblaðið og sérstakt forvarnablað sem gefið var út af nemendum Verzlunar- skólans, og veru okkar hefur jafnframt verið óskað á fundum í menntaskólum, Háskóla íslands og hjá Félagi kvenna í lækna- stétt. Það má því vera Ijóst að aukinn áhugi og vitneskja er um starf okkar almennt í þjóðfélaginu og er það vel. Það kom okkur því á óvart þegar landlæknir minntist á kynfræðslu „félags unglækna", svona í forbífarten þegar skýrsla um fóstureyðingar á íslandi kom út fyrir skemmstu, og lét okkar alls ógetið þegar því var haldið fram að engin fræðsla væri um eðlilegt kynlíf í menntaskólum landsins. Við höfum kannski ekki verið að einbeita okkur að rétta fólkinu þegar kynnum starfsemi okkar. Lítið félag í stóru samhengi Ástráður - forvarnastarf læknanema er ungt félag og lítið, en þó angi af stærra starfi því alþjóðasamtök læknanema, IFMSA, eru stærstu stúdentasamtök í heimi. Starfsemin er þó misjöfn eftir löndum en sem fyrr hafa Norðurlöndin átt einkar gott samstarf sín á milli. Hafa hugmyndir og aðferðir því borist hratt og auðveldlega milli landa. Þar hafa að sjálfsögðu spilað sína rullu árlegir samráðsfundir, FINO, þar sem Norðurlöndin hafa skipst á LÆKNANEMINN 2005 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.