Læknaneminn - 01.04.2005, Side 52

Læknaneminn - 01.04.2005, Side 52
Raðgreiningu erfðamengis mannsins er lokið Hvað svo? Jón Torfi Gylfason stud.med., 6.ár “It is essentially immoral not to get it [the human genome sequence] done as fast as possible" (1) Inngangur Um þessar mundir er liðin hálf öld frá því að þeir félagar Watson og Crick vörpuðu Ijósi á þrívíddaruppbyggingu DNA sameindarinnar (mynd 1) (2). Mikið hefur verið rætt og ritað um raðgreiningu erfðaefnis mannsins á undanförnum árum, þ.e.a.s hina svokölluðu Genamengisáætlun (Human Genome Project; HGP). Það vekur óneitanlega athygli hve lítið hefur heyrst um málið nýverið, en um það leyti sem fyrsta áfang- anum var að Ijúka var um fátt meira rætt í fjölmiðlum. Sagan Árið 1980 var rætt um að ganga skyldi í verkið mikla. Ekkert róttækt gerðist fyrr en tæpum áratug síðar þegar Alþjóðarann- sóknarráðið (National Research Council) óskaði eftir að þjóðir þessa heims leiddu saman hesta sína með „hið yfirgripsmikla verkefni” fyrir augum: að kortleggja allt erfðamengi mannsins (3). James Watson, yfirmaður Cold Spring Harbor Laboratory og betur þekktur sem Nóbelsverðlaunahafi árið 1962, stjórnaði verkefninu fyrstu árin og mótaði stefnuna. Leyndardómurinn lá að hans mati í nýtingu upplýsinganna, en vinnuna við kortlagn- inguna sjálfa áleit hann vera seinlega þrælavinnu. Frumgerð að korti genamengis mannsins lauk í júní árið 2000. Þessu viða- mikla verki lauk síðan nánast að öllu leyti, þann 14. apríl 2003. Þá hafði fjöldi vísindamanna um allan heim unnið að verkinu í tæp 13 ár. Þess má geta að í grein sinni í Nature frá 2004 tekur Lincoln D. Stein fram að enn eigi eftir að raðgreina hluta úr erfðamengi mannsins; því er nemur endurtekningaröðum ákveðinna þéttlitnisvæða (Heterochromatin) (4). Genamengisáætlunin var fjölþjóðlegt samstarfsverkefni sem unnið var að á árunum 1990-2003; USA, Bretland, Frakkland, Þýskaland, Japan og Kína. í broddi fylkingar voru fimm rann- sóknarsetur (G5). Það voru Wellcome Trust Sanger Institute, Washington University School of Medicine-Genome Sequ- encing Center, Whitehead/MIT Center for Genome Research, Halldór Bjarki Einarsson, stud.med., 3.ár Mynd t. Myndin er tekin úr garði Watson í Cold Spring Harbor, New York. Hús hans stendur fyrir miðjum garði rannsóknarsetursins, en þar vinna um 2500 vísindamenn. Þar má sjá þennan einstaka skúlptúr sem minnir á uppgötvun Watson og Crick. Ljósmynd: HBE 2004. U.S. Department of Energy-Joint Genome Institute og Baylor College of Medicine-Human Genome Sequencing Center (5). Verkefnið er viðamesta vísindaverkefni allra tíma og var heildar- kostnaður þess áætlaður u.þ.b. 3000 milljónir dollara (6). Hvaða þýðingu hefur kortlagningin fyrir mannkynið? í framtíðinni mun sjónum manna í stöðugt auknu mæli verða beint að orsökum sjúkdóma og fyrirbyggjandi aðgerðum. Nú þegar kortlagning erfðamengisins liggur nánast að öllu leyti fyrir, höfum við sérstakt tækifæri til að nýta upplýsingarnar í stríðinu gegn sjúkdómum er á okkur herja. Segja má að þýðing raðgreiningarinnar fyrir okkur jarðarbúa sé af þrennum toga: 1) Aukin þekking á sjúkdómum frá sjónarhóli sameindalíffræð- innar og nákvæmari greining sjúkdóma. Með hjálp greiningarað- ferða byggðum á örflögum (t.d. GeneChip) getum við séð mismunandi tjáningarmynstur hinna raðgreindu gena við mismunandi skilyrði (mynd 2). í tilfellum þar sem um meinafræði- leg álitamál er að ræða, getur þessi tækni stutt greininguna. Okkur verður kleyft að skilja betur flóknari genasjúkdóma sem rekja má til mismunandi stökkbreytinga. Við þekkjum nú þegar LÆKNANEMINN 2005
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.