Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 53

Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 53
Raðgreiningu erfðamengis mannsins er lokið Hvað svo? uppruna u.þ.b. 4000 arfgengra sjúkdóma (7) með stökkbreyt- ingu í einungis einu geni er valda ákveðinni svipgerð (phenot- ype). Cystic fibrosis, Huntington sjúkdómur og Sickle cell anemia eru þeirra á meðal. Því verður stóra áskorunin í náinni framtíð m.a. sú að finna orsök og meðferð fjölþátta genasjúk- óma. Mynd 2. Myndræn framsetning niðurstaðna úr örflögu greiningartæki. Rauðu punktarnir á myndinni gefa vísbendingu um genatjáningu við ákveðin skilyrði (.A) á ákveðnum tímapunkti. Grænu punktarnir sýna minna tjáð gen á sama tíma við sömu skilyrði. Hins vegar gefa gulu punktarnir til kynna virkni gena við skilyrði B (rauður + grænn = gulur). Með þessari aðferð er leitast við að fá heildarmynd af tjáningarmynstri gena (transcript- ional profile). Þegar búið er að einangra nægilegt magn RNA úr vefj- asýnum (t.d. með Trizol kit sem er ein aðferð af mörgum mögulegum) er því breytt yfir í cDNA með víxiritun (reverse transcription) með víxiríta og núkleótíðin eru merkt með flúrljómandi efnum eins og Cy3 (grænn) og Cy5 (rauður). Merktar sameindir nýtast sem þreifarar (probes). Blending (hybri- dization) þreifaranna (grænn og rauður) verða við tugþúsundir DNA-raða (gen mannins) á litlu kísilundirlagi og Argon-leysigeislar (fyrir grænan og rauðan lit) lesa merkið sem kemur frá hverjum erfðaefnisbút er bundist hefur DNA örflögunni. Niðurstöður lesturs geislanna eru síðan settar saman, og i tilfellum þar sem rauður litur mætir grænum myndast nýr litur (gulur). Þetta gefur vísbendingu um þau gen sem eru virk við skilyrði A annars vegar og skilyrði B hins vegar sem könnuð eru (t.d. loftháð (aerobic) og loftfirrð (anaerobic) skilyrði). Þannig er einnig unnt að finna gen sem sýna breytilega tjáningu ísjúkum vef samanborið við þann heilbrígða (8). 2) Stórauknir möguleikar á nákvæmari lyfjameðferð, en þekking á amínósýrusamsetningu próteina sem og núkleótíðsamsetn- ingu stýrisvæða umritunar (promoter) veitir möguleika á fram- leiðslu og þróun betri lyfja. 3) Stofnfrumu- og genalækningar. Meðferðin byggir á meðhöndlun með frumum (stofnfrumum vefja) sem gæddar eru þeim hæfileikum að endurnýjast og þróast í mismunandi vefja- gerðir. Eins og vel er kunnugt myndast frumurnar eftir frumuskipt- ingu okfrumna (Zygote), og mynda kímlögin þrjú. Þær geta m.ö.o. þróast í allar þær frumutegundir sem í líkama okkar finnast. Nú eru vísindamenn farnir að skilja megin atriði í stjórnun stýri- svæða erfðefnis stofnfrumna, er hvetur myndun ákveðinna vefjagerða. Menn hafa bent á hve gríðarmikla þýðingu þessi þekking getur haft fyrir sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma eins og Huntington og Alzheimer sjúkdóm. f framtíðinni kann að verða mögulegt að skipta út skemmdum vef fyrir nýjan. Genalækningar hafa mikið verið rannsakaðar meðal lang- veikra sjúklinga. Hér er hægt með ákveðnum aðferðum að koma geninu sem skráir fyrir hinu rétta próteinformi (þ.e. próteini sem ekki veldur sjúklegu ástandi eða annarri svipgerð (phenot- ype)) inn í frumur hins sjúka, með hjálp genaferju (vector). Rann- sóknarteymi frá NIH-stofnuninni (Culver et al.) sýndi fyrst fram á gagn meðferðarinnar í meðhöndlun sjúkdóma. Þeir meðhöndl- uðu tvenn stúlkubörn með retróvírus sem bar genið er skráir fyrir ensíminu adenósín deamínasa, en stúlkurnar þjáðust af vöntun þessa ensíms. Sjúkdómurinn veldur tíðum tækifærissýkingum vegna bælingar ónæmiskerfisins (9). Hópurinn einangraði fjölda ónæmisfrumna (T-frumna) sem síðar voru sýktar in vitro með veirugenaferjunni. Þegar frumurnar höfðu tekið upp vírusinn, og þegar veirugenaferjan gat nýtt sér umritunarkerfi þeirra, var frumunum komið fyrir í blóðrásarkerfi stúlknanna á ný. Meðferðin skilaði góðum árangri. Það gerðist svo hins vegartæpum áratug síðar, að svipuð meðferð kostaði líf hins 18 ára Gelsingar frá Arizona. Hann hafði greinst með ornithín transcarbómýlasa skort. Þremur dögum eftir meðferð lést Gelsinger, sem var afar sorglegt í Ijósi þess hve einkennalítill hann var af sínum sjúkdómi. Vísindamenn könnuðu næst möguleika á notkun stofnfrumna í stað sómatískra frumna. Aðferðin veitti byr undir báða vængi fyrst um sinn, en síðar komu fylgikvillarnir í Ijós; hvítblæði (6). Þessi inngrip læknavísindanna hafa vafalítið verið mikið bakslag fyrir genalækningar, en það er vert að hafa að leiðarljósi að aukinn skilningur á erfðafræði með tilkomu raðgreiningarinnar getur leitt okkur á réttar brautir m.t.t. vel hugsanlegra og nákvæmari genalækninga í framtíðinni. Eftir Genamengisáætlunina hefur komið í Ijós að munur á erfðamengi tveggja einstaklinga er gríðarlega lítill (6). Fjöldi gena sem skrá fyrir próteinum var áætlaður á bilinu 20- 25 þúsund (4), en þessi genafjöldi er einungis um 3% af heildar- uppbyggingu erfðaefnisins. Hér er um að ræða þann hluta sem skráir fyrir mRNA; útraðir (exons) sem yfirleitt eru af stærðar- gráðunni 150 basapör. Þeir hlutar gena sem klipptir (spiicing) eru út í umritunarferlinu, svokallaðar innraðir (introns), saman- standa aftur á móti af fleiri þúsundum basapara og mynda þannig stærstan hluta gensins ásamt stýrisvæðum umritunar, efliraða (enhancers), raða er draga úr umritun (silencers) og þeim röðum innan gensins sem virkjast með hjálp umriturnar- þátta. Áður en haldið verður lengra skal þess getið að í Ijós hefur komið með hjálp tækni sem felur í sér víxlritun að um 60% allra gena eru líkleg til að vera klippt á tvo eða fleiri mismunandi vegu (10). Því er þýðing kortlagningarinnar ennfremur sú, að auðvelda okkur nánari athuganir á því hvar og hvernig gen eru virkjuð hverju sinni. Sú vitneskja á sviði raðgreiningartækni er okkur hlotnaðist fyrir og á tímabili HGR leiddi einnig rannsóknarfólk á brautir raðgrein- ingar fleiri lífvera. Áður en HGR lauk árið 2003, var þegar búið að Ijúka raðgreiningu margra frumstæðari lífvera (tafla 1). Raunin varð reyndar sú að skipulagt var að rannsaka fyrst genamengi annarra lífvera, i æfingarskyni fyrir HGP verkefnið (6). í kjölfarið fylgdi raðgreining erðamengis fleiri lífvera sem lifa við mjög frum- stæð skilyrði, eins og t.d. sveppagróður. Þessar lífverur höfðu allar á bilinu 6-26 þúsund gen. Mörgum kann að finnast það mikill genafjöldi fyrir svo frumstæðar lífverur, sérstaklega í samanburði við frumur mannsins (11,12,13,14) en þess má til LÆKNANEMINN 2005 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.