Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2005, Qupperneq 58

Læknaneminn - 01.04.2005, Qupperneq 58
Læknishjálp, mannúð og mannréttindi í hertekinni Palestínu Sveinn Rúnar Hauksson heimilislæknir og formaður félagsins ísland Palestína Inngangur í þessari grein verður greint frá starfi Sambands palestínskra læknishjálparnefnda (UPMRC) og fjallað um heilsugæslu, mannúðar- og mannréttindamál í hertekinni Palestínu. Sagt verður frá starfi íslenskra sjálfboðaliða á herteknu svæð- unum. Fyrst verður þó vikið að því sem efst er á baugi og stuttlega fjallað um sögulegan bakgrunn hernámsins. Friðarvon - eða hvað? Um þessar mundir mætti ætla að örlítið friðvænlegar horfði í samskiptum ísraela við Palestínumenn. Sharon forsætisráðherra ísraels hefur fengist til að ræða við forseta hertekinnar Palestínu en það er nýjung hjá Sharon að hafa yfirleitt eitthvað við Palest- ínumenn að tala. Á fundi hans og Abbas, nýkjörins forseta palestínsku svæðanna, komu fram loforð um bót og betrun. Það sem úr hefur orðið er lausn 500 pólitískra fanga (af 8000), en þeir munu flestir hvort sem er hafa verið búnir að sitja inni þann tíma sem hernámsyfirvöldin ætluðu þeim að þessu sinni. Svo var látið heita að vopnahléi væri lýst yfir á Sharm-el-Sheik fundinum ífebrúar s.l. en engu að síður héldu aftökur, manndráp og kúgun áfram af hálfu ísraelshers. Þrettán Palestínumenn höfðu verið vegnir af ísraelsher eftir vopnahléð, þar af tveir ungl- ingar, þegar sjálfmorðsárás í Tel Aviv varð fjórum að bana og særði marga. Það var eins og sú árás hefði verið pöntuð af Sharon og ólíkt fyrri tilræðum af þessari gerð vildi enginn kann- ast við verknaðinn, það er hvorki Hamas, Jihad eða Al-Aqsa sveitirnar. Sharon notaði árásina sem tilefni til að hætta viðræðum um að láta lausa fleiri pólitíska fanga og hætta við að draga herinn til baka frá borgum Palestínumanna. Ekki var minnst á aðskilnaðarmúrinn á fundi leiðtoganna rétt einsog hann væri ekki til. Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur þó úrskurðan hann ólögmætan og að rífa beri múrinn og bæta fólki eignatjón af völdum hans. Með múrnum ætla ísraelar að sölsa undir sig rúman helming Vesturbakkans þannig að eftir verða um 10% upphaflegs lands Palestínumanna þeim til handa. Múrinn útilokar endanlega allar vonir um sjálfstætt, lífvænlegt ríki og palestínsku þjóðinni er ætlað að hírast á nokkrum einangr- uðum svæðum undir járnhæl ísraela. Aðskilnaðarmúrinn hjá Abu Dis „Hlustaðu ekki á hvað hann segir, horfðu á hvað hann gerir“ Það er vart við því að búast að maður eins og Sharon og hans her breytist á einni nóttu. „Hlustaðu ekki á hvað hann segir, horfðu á hvað hann gerir" var ráð sem ég fékk þegar Sharon tók við. Verk hans segja mikla sögu. Sú langa saga hryðjuverka og stríðsglæpa verður ekki rakin hér, en spyrja má hvað Sharon hyggst fyrir nú. Nánasti ráðgjafi hans, Dov Weisglass, og tengil- iður við Bandaríkjastjórn, greindi frá áætlun Sharons varðandi herteknu svæðin í ísraelska dagblaðinu Haaretz 6. október s.l. Morgunblaðið greindi frá viðtalinu við Weisglass daginn eftir: „Hið raunverulega markmið Ariels Sharons, forsætisráðherra ísraels, með því að flytja burt herinn og gyðingabyggðirnar frá Gaza, er að koma með samþykki Bandaríkjastjórnar endanlega í veg fyrir stofnun palestínsks ríkis." Það sem Sharon fékk hjá Bandaríkjastjórn fyrir áformin um að leggja niður landtökubyggðir á Gaza var stuðningur við fyrirætl- anir um að viðhalda öllum stærstu landtökubyggðunum á Vest- urbakkanum, jafnframt því sem mannréttindum palestínsks flóttafólks, réttinum til að snúa heim aftur, var ýtt til hliðar. í þessu felst grundvallarþreyting á afstöðu Bandaríkjastjórnar, sem í orði kveðnu hafði fram að þessu haldið sig við alþjóðalög og álykt- anir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna varðandi Palestínu og ísrael. í þessu Ijósi er vart að vænta mikillar bjartsýni hjá þeim sem í hlut eiga og okkur sem fylgst höfum með þróun mála fyrir botni Miðjarðarhafs. Saga hernámsins í stuttu máli Ófriðarsagan á slóðum Biblíunnar er bæði löng og stutt. Af síðum Gamla testamentisins rennur blóðið en á hinn bóginn hafa gyðingar búið öldum saman í sátt og samlyndi við nágranna sína. Zíonisminn varð til í lok 19. aldar en áhrifa hans 56 LÆKNANEMINN 2005
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.