Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 60

Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 60
Læknishjálp, mannúð og mannréttindi í hertekinni Palestínu aðstæður. Það var dr. Mustafa Barghouthi sem tók á móti viður- kenningunni sem forseti UPMRC frá upphafi, en hann átti eftir að koma til íslands ári síðar. Félagið Ísland-Palestína var stofnað 29. nóvember 1987, 10 dögum áður en Intifada braust út. En það var ekki fyrr en að loknum Oslóar-árunum svokölluðu, þegar Intifada hin síðari upphófst í lok september 2000, að félagið skilaði fyrsta framlag- inu til UPMRC en frá þeim tíma hafa Læknishjálparnefndirnar verið helsti samstarfsaðili félagsins. Þá var hafist handa um neyðarsöfnun til hjálparstarfs á herteknu svæðunum. f apríl 2002 fóru svo fyrstu sjálfboðaliðarnir til Palestínu en síðan hafa yfir 40 slíkar ferðir verið farnar er staðið hafa frá einni viku upp í þrjá mánuði. Fæstir sjálfþoðaliðanna hafa haft nokkurn bakgrunn sem heilbrigðisstarfsmenn en sumir hafa haft kunnáttu og einhverja reynslu í skyndihjálp. Um hefur verið að ræða fólk á aldinum 20 til 67 ára með ýmsa starfsreynslu og einn þátttak- andi í sjálfþoðaferð var nýfermdur sonur undirritaðs. Hlutverk sjálfboðaliða Hvert hefur þá verið hlutverk sjálfboðaliðanna? Koma okkar var svar við ákalli um að koma og vera til vitnis um hvað ísraelsher og hernámið væri að gera íbúunum. Það eitt, að koma á vett- vang og sýna þessu fólki, sem liðið hefur undan langvinnara og grimmara hernámi en sögur fara af á síðari tímum, sýna því með viðveru sinni að meðbræðrum úti í heimi stendur ekki á sama, þjónar tilgangi. Sjálfboðaliðarnir hafa starfað með bráðaþjónust- unni og þá einkum á sjúkrabílum innan borga og bæja og eins í ferðum hreyfanlegu heilsugæslustöðvanna (mobile clinics). Það hefur þótt veita sjúkrabílum vissa vernd að vera með útlendinga um borð þegar komið er að varðstöðvum og vegatálmum hers- ins. Aðrir hafa tekið þátt í starfi með börnum og ungmennum, enn aðrir með bændum við uppskerustörf, einkum í sambandi við ólífutínslu og þá ekki síst að freista þess að verja þá með viðveru sinni fyrir árásum hers og landtökufólks. Hlutverki sjálf- boðaliðanna lýkur ekki við heimkomu. Þá er komið að vitnis- burðinum, frásögnum af þessari sérstöku reynslu í skólum og klúbbum, greinum og viðtölum í fjölmiðlum sem sýna áhuga á málinu og stundum þátttöku í starfi Félagsins Ísland-Palestína. Hlúð að gamalli konu sem orðið hefur fyrir táragasi hersins Margir sjálfboðaliðanna hefðu óskað sér að ráða yfir meiri kunnáttu á sviði skyndihjálpar, bráðalækninga, heilsugæslu, almennra lækninga og hjúkrunar. Ekki vegna þess að þess hafi verið krafist en aðstæður kalla oft á slíkt. Á hinn bóginn hefur mér oft verið hugsað til þess hversu mikið gagn íslenskur læknir geti haft af því að dvelja um hríð og taka þátt í heilsugæslu og starfi sjúkrahúsa við þessar aðstæður. Þarna er óhemju mikla og dýrmæta reynslu að hafa. Gúmmíkúlur, sneiðmyndatæki og æðaskurðlækningar Þess ber að geta að bæði almenn menntun og háskólamenntun hafa verið á háu stigi meðal Palestínumanna og í sjálfu sér ekki verið vöntun á læknismenntuðu fólki svo dæmi sé nefnt. Hins vegar hef ég oft rekið mig á alvarlegar eyður þegar kemur að sérfræðimenntun. í fyrstu ferðum mínum árin 1990 og 1992 kom ég á sjúkrahús á Gaza þar sem tekið var á móti straumi af særðu fólki á öllum aldri. Fjölmargir höfðu orðið fyrir gúmmík- úlum hersins sem átti að sýna mildileg tök hernámsliðsins á frið- sömum mótmælum íbúanna. Gallinn var hins vegar sá að gúmmíkúlurnar eru ekki saklaus leikföng sem skoppa til og frá heldur gúmmíhúðaðar stálkúlur sem valda meiri mjúkvefja- skemmdum en venjulegar byssukúlur. í kviðarholi og heila valda þessar gúmmíkúlur skurðlæknum oft miklum vanda. Hvað varðar kviðarholið er eðlilega oft um lífs- hættulegar blæðingar að ræða og þá er umfram allt þörf á æðaskurðlækni. Á sjúkrahúsinu sem tók á móti flestum særðum var ekki einn einasti æðaskurðlæknir. Almennir skurðlæknar gerðu sitt besta. Ég minnist þess að þarna dvaldi um skeið bandarískur æðaskurðlæknir sem fylgt hafði konu sinni, banda- rískum gyðingi sem var við mannfræðirannsóknir á Gazaströnd. Á tiltölulega stuttum tíma tókst honum að bjarga mörgu manns- lífinu og um leið að kenna frá sér og 1992 varð ég vitni að tilviki þar sem tilsögn hans og leiðbeiningar til kollega gerðu kleift að bjarga mannslífi löngu eftir að hann var farinn. Ég minnist þess einnig frá sama tíma á Vesturbakkanum í Nablus, stærstu borginni norðan Jerúsalem, að þar var komið sneiðmyndatæki af ágætri gerð. Nablus þjónar sennilega allt að hálfrar milljónar manna svæði þegar kemur að ýmislegri sérhæfðri þjónustu. Tækið góða kom hins vegar að takmörk- uðum notum. Enginn sérfræðingur á staðnum hafði kunnáttu til að nýta það. Sá kom frá Ramallah eða Jerúsalem og þá einungis hluta dags einu sinni eða tvisvar í viku, þegar aðstæður leyfðu, það er þegar hernámsliðinu þóknaðist að hleypa honum í gegn. Frændur vorir að starfi í flóttamannabúðum Sjálfboðastarf íslendinga á þessum slóðum byrjaði miklu seinna en Norðmanna og Svía svo einhverjar þjóðir séu nefndar af þeim fjölmörgu sem látið hafa hjálparstörf til sín taka. Ég varð strax var við Norðmenn og Svía í minni fyrstu ferð og hef haldið áfram að rekast á lækna frá frændþjóðum okkar að ýmsum störfum á herteknu svæðunum. í nýlegri ferð til Gaza rakst ég á þrjá norska lækna, þar á meðal taugaskurðlækni en líka geðlækni sem var fyrst og fremst í eftirlitshlutverki og áfallahjálp gagnvart þeim Norðmönnum sem þarna voru við hjálparstörf. Systursam- LÆKNANEMINN 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.