Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 63
Stofnfrumur: Uppruni og meðferðarmöguleikar
kerfið í kjölfar beinmergsígræðslu. Algengast er að finna slíkar
stofnfrumur úr beinmerg en einnig í litlum mæli í blóði og nafla-
strengjum (3). Þekkt klínísk hagnýting frumnanna er þegar bein-
mergur er endurreistur eftir krabbameinsmeðferðir þar sem
notast er geisla- og/eða stranga lyfjameðferð. Blóðmyndandi
stofnfrumur eru sem stendur eina tegund stofnfrumna sem
hefur fest sig í sessi hvað varðar meðferð sjúklinga.
Hin mikla fjölgunarhæfni frumnanna gerir þær að hentugum
skotmörkum fyrir genameðferð. Með þeirri meðferð má laga
galla í genum sem geta leitt til skorts á nauðsynlegum prótínum.
Genamemeðferð með tilliti til blóðsjúkdóma snýst í grunn-
atriðum um að blóðmyndandi stofnfrumur eru teknar úr sjúk-
lingum og erfðabreytt með hjálp veiruferja (viral vectors). Oftast
eru notaðar svokallaðar víxlveirur (retrovirus), þ.e. oncoretrov-
eirur eða lentiveirur sem hafa mismunandi eiginleika. Erfða-
breyttu frumurnar mætti síðan græða aftur í sjúklinginn og þær
framleitt erfðafræðilega leiðréttar blóðfrumur allt að því ævilangt.
Genameðferð býr yfir miklum möguleikum og er verið að rann-
saka hana m.t.t. fjölda erfðasjúkdóma í blóðkerfinu, t.d. Thal-
assemiu, Gaucher sjúkdóm, Diamond Blackfan anemiu og jafn-
framt ýmsar tegundir af hvítblæði (4). Tekist hefur að lækna sjúk-
linga sem þjást af SCID-sjúkdómi (severe combined immuno
deficiency) með genameðferð (5). Einnig hafa nýjar klínískar
tilraunir gegn Chronic Granulomatous sjúkdómi, þar sem sjúk-
dómsmyndin er banvæn bilun í ónæmiskerfi, tekist vel og lofa
afar góðu (6).
Undanfarið hefur komið í Ijós að fjölhæfni blóðmyndandi
stofnfrumna er mun meiri en áður var talið. Vísindamenn hafa
birt niðurstöður um farsæla ræktun t.d. lifrarfruma, vöðvafruma,
taugafruma o.fl., út frá þeim. Þó eru margar niðurstöður
umdeildar eins og síðar verður vikið að.
Stofnfrumur úr einræktuðum fósturvísum
Vitað er að ósérhæfðar stofnfrumur úr fósturvísum tjá lítið af
sameindum sem geta vakið ónæmissvar ef græddar í óskylda
lífveru. Hins vegar hefur verið sýnt fram á að við sérhæfingu
frumnanna verður aukin tjáning á slíkum sameindum, t.d. MHC
1 (major histocompatibility complex 1) (7). Augljóst er að vegna
þessa gæti vefjaígræðsla með utanaðkomandi stofnfrumum eða
afleiðum þeirra verið afar hættuleg fyrir sjúklinga nema beitt sér
stífri ónæmisbælandi meðferð.
Athyglisverð leið til að sneiða hjá þessari hættu er einræktun í
Mynd 2. Helstu skref kjarnaflutnings. Modifed from: The living world
(3rd ed) by George B. Johnson.
lækningaskyni (therapeutic cloning). Markmið þeirrartækni erað
fá fram ósérhæfðar stofnfrumur með sama erfðamengi og sjúk-
lingurinn. Út frá slíkum frumum væri svo ef til vill hægt að rækta
vef sem gæti verið græddur í viðkomandi einstakling enda
ígræðslan ekki með fyrrnefndar framandi yfirborðssameindir (8).
í grófum dráttum snýst aðferðin um að flytja kjarna úr tvílitna
líkamsfrumu sjúklings yfir í kjarnalausa eggfrumu (9) (Sjá mynd
2. og 3.a).
Miklar vonir eru bundnar við þessa tækni og má sem dæmi
nefna að henni hefur verið beitt með góðum árangri í músum
með Parkinson sjúkdóm (10).
Árið 2004 tilkynntu kóreskir vísindamenn að í fyrsta skipti hafa
verið ræktaðar stofnfrumulínur úr einræktuðum mannafóstur-
vísum (11). Rannsóknir sem þessar hafa mætt mikilli mótspyrnu
og sem stendur er Bretland eina þjóðin í hinum Vestræna heimi
sem heimilar einræktun í lækningaskyní. Vandamálið er að með
þessari tækni er það fræðilega mögulegt að koma einræktuðum
fósturvísi á blastocyst stigi fyrir í legi konu og fá þannig barn sem
er með sama erfðamengi og kjarnagafinn, líkt og var gert með
kindina Dollý. Slíkt nefnist einræktun í æxlunarskyni (sjá mynd
3. b). Það kemur því ekki á óvart a rannsóknirnar veki upp hörð
viðbrögð enda snerta þær grundvallarspurningar um upphaf lífs-
ins og helgi þess.
Mynd 3. Tvenns konar tilgangur einræktunar. Leið 3.a) sýnir einræktun í
læknisfræðilegum tilgangi en leið 3. b) í æxlunarlegum tilgangi. Modifed
from: The living world (3rd ed) by George B. Johnson.
Dæmi um möguleg ný meðferðarúrræði
Fjöldi sjúkdóma sem hefur verið bendlaður við stofnfrumurann-
sóknir er allt að því ævintýralegur. Sem dæmi má nefna insúlín-
háða sykursýki, Parkinsonveiki, mænuskaða, Alzheimer sjúk-
dóm, króníska hjartakvilla vegna dreps í hjartavöðva o.fl. Allir
þessir sjúkdómar eiga það sameiginlegt að starfhæfan vef
skortir á einhvern hátt, ýmist vegna sjúkdóma eða slysa. Að auki
eru bundnar miklar vonir við framfarir í lyfjaprófunum með því að
láta stofnfrumur mynda æskilegan vef in vitro, t.d. lifrarfrumur
sem mætti nota til að mæla eitrunaráhrif lyfja (12). James
Thomson, sem fyrstur manna ræktaði mannastofnfrumur úr
fósturvísum, lagði sérstaka áherslu á lyfjaprófanamöguleika
stofnfrumna í fyrirlestri sínum sem haldinn var í hátíðarsal
Háskóla íslands sumarið 2003.
Algengur sjúkdómur sem hefur talsvert verið rannsakaður
með tilliti til stofnfrumna er insúlínháð sykursýki. í sjúkdómsferl-
inu skemmast insúlín seytandi beta-frumur sem finnast í Langer-
LÆKNANEMINN
2005
61