Læknaneminn - 01.04.2005, Side 64

Læknaneminn - 01.04.2005, Side 64
Stofnfrumur: Uppruni og meðferðarmöguleikar hanseyjum briskirtils. Vísindamenn vona að hægt verði að rækta slíkar frumur og græða þær í viðkomandi sjúkling. Tilraunir með sykursjúkar mýs hafa gefið góða raun þar sem ígræðsla frumna hefur náð að leiðrétta glúkósamagn í blóði í sumum tilfellum (13). Hvað varðar mannfólkið þá hafa bæði fullorðinsstofnfrumur og stofnfrumur úr fósturvísum verið rannsakaðar og ýmsar áhuga- verðar en umdeildar niðurstöður litið dagsins Ijós. Árið 2001 var tilkynnt að tekist hefði að rækta insúlínseytandi frumur út frá stofnfrumum úr mannafósturvísum in vitro (14). Síðan þá hafa margir efast um niðurstöðurnar af ýmsum ástæðum og tveimur árum síðar framkvæmdi annar hópur stóra tilraun þar sem ekki fengust sömu niðurstöður (15). Árið 2004 voru enn birtar niður- stöður úr umfangsmikilli tilraun þar sem insúlín framleiðandi frumur náðu að ræktast (16). Þekkt er hversu varanlegir taugaskaðar geta verið, hvort sem um er að ræða vegna hrörnunarsjúkdóma eða slysa. Parkinson sjúkdómur hefur tiltölulega afmarkaða meinafræði, þ.e. hrörnun dópamínframleiðandi taugunga í substantia nigra svæði heila og nigrostriatal boðleiðinni. í Svíþjóð eru rannsóknir vel á veg komnar þar sem klínískar vefjaígræðslu tilraunir eru hafnar á fólki eftir miklar rannsóknir með mýs. Tekist hefur að græða heilavef í Parkinson sjúklinga sem er ríkur af dópamínframleiðandi taug- ungum úr mannafóstrum sem hafði verið eytt. Sannað þykir að ígræddu taugungarnir lifa í allt að tíu ár þrátt fyrir að sjúkdóms- ferlið stöðvist í raun ekki og eigin taugungar sjúklinganna halda áfram að hrörna. ígræðslurnar hafa í vissum tilfellum náð að koma stjórn á dópamínlosun og sumir sjúklingar getað hætt inntöku lyfja eins og L-dopa í mörg ár og lifað eðlilegu lífi (17). Ofangreindar tilraunir sýna að mögulegt er að græða vef í heila sjúklinga og vonast vísindamenn til að í framtíðinni verði hægt að nýta stofnfrumur til að rækta nægilegt magn af vef. Vel hefur gengið að rækta æskilegar frumur út frá stofnfrumum úr fóstur- vísum apa og músa en verr úr fósturvísum manna hingað til. Að auki hefur verið reynt að einangra fullorðinsstofnfrumur úr heilum sjúklinga og hefur það gengið misjafnlega. Slíkt væri þó vita- skuld góður kostur m.t.t. títtnefndra ónæmisfræðilegra vanda- mála sem geta verið afar flókin. Svipaðar rannsóknir fara fram m.t.t. Huntington sjúkdóms, mænuskaða og Alzheimer sjúk- dóms svo eitthvað sé nefnt (18). Að auki hefur verið græddur taugavefur í heila sjúklinga sem hafa fengið heilaslag sem olli vefjaskemmdum á afmörkuðum svæðum í basal ganglia. í sumum tilfellum varð örlítill bati (19). Slíkar ígræðslur eru vita- skuld mun erfiðari enda margar frumugerðir sem verða fyrir skemmdum. Drep í hjartavöðva þykir augljós ábending fyrir mögulega framtíðarnýtingu stofnfrumna og eru tilraunir á því sviði lengra komnar en með flest önnur líffæri. Framkvæmdar hafa verið nokkrar klínískar tilraunir þar sem stofnfrumum, upphaflega úr beinmerg, hefur verið sprautað inn í kransæð sjúklinga sem hafa fengið brátt hjartaslag (acute myocardial infarct). Hjá mörgum sjúklingum varð aukning á samdráttarhæfni vinstra hvolfs hjart- ans og markverð minnkun á stærð dreps í vöðvanum (20). Bent hefur verið á ýmsar brotalamir í þessum rannsóknum eins og lítinn fjölda sjúklinga. Einnig hafa hafa gagnrýnendur bent á að lítið er vitað um nákvæma verkun stofnfrumnanna og gefið í skyn að hlutverk þeirra í batanum sé ekki eins veigamikið og haldið er fram. Þeir sem eru fylgjandi áframhaldandi klíniskum rannsóknum nefna hins vegar að slæmar aukaverkanir séu ekki tölfræðilega marktækar og að flest hjartalyf sem notuð eru í dag voru prófuð á mönnum án ítarlegrar vitneskju um verkun þeirra, aðra en bætta hjartastarfsemi (21). Ekki sér fyrir endann á þessum deilum enda hófust tilraunirnar á mönnum eftir miklar og endurteknar tilraunir þar sem hjarta- slag var framkallað í músum. Orlic og félagar þóttu til að mynda árið 2001 ugglaust sýna fram á að ígræddar ósérhæfðar stofn- frumur úr beinmerg umbreyttust (transdifferentiation) í hjarta- vöðvafrumur sem bættu starfsemi hjartans og voru niðurstöð- urnar birtar í hinu virta vísindatímariti Nature (22). Árið 2004 var þessi kenning hins vegar afsönnuð í ítarlegri tilraun af vísinda- mönnum við Stem Cell Center í Svíþjóð þar sem í Ijós kom að eiginleg umbreyting á sér ekki stað heldur samruni beinmergs- stofnfrumna og hjartavöðvafrumna (transfusion) og voru niður- stöðurnar birtar í Nature Medicine (23). Sem stendur er ómögulegt að segja hvort stofnfrumurann- sóknir nái að uppfylla þær læknisfræðilegu óskir sem til þeirra eru gerðar en athuga ber að þó einungis reynist fótur fyrir hluta væntinganna er engu að síður um talsverðan árangur að ræða. Hér er á ferðinni umdeilt rannóknarefni og má sem dæmi nefna að George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur lagt bann við opin- berum fjárstuðningi við rannsóknir á stofnfrumum úr fósturvísum þar í landi af trúarástæðum. Það er merkilegt í Ijósi þess að Bandaríkjastjórn styður slíkar rannsóknir annars staðar, t.d. í Svíþjóð. Á íslandi eru slíkar rannsóknir bannaðar samkvæmt lögum um fósturvísa frá árinu 1996. Samfylkingin hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um rannsóknir á stofnfrumum úr svokölluðum umframfósturvísum sem verða til við glasafrjóvg- anir og yrði ella eytt. Slík nálgun er algeng í nágrannaþjóðum íslands og var það til að mynda niðurstaða þjóðaratkvæða- greiðslu sem haldin var í Sviss í lok ársins 2004. Umræðan hefur verið lítil á íslandi en þó virðast íslendingar almennt vera frjáls- lyndir gagnvart stofnfrumurannsóknum eins og könnun Trausta Óskarssonar, læknanema o.fl., meðal íslenskra lækna, lögfræð- inga og presta leiddi í Ijós (24). Þakkir fá Johan Flygare, Maria Johanson og Jens Nygren fyrir upplýsandi umræður. Einnig ber að þakka Helgu Jóhönnu Odds- dóttur og Sverri Inga Gunnarssyni fyrir yfirlestur og góð ráð. Heimildir 1. Thomson J, et al. 1998. Embryonic stem cell lines derived from human blastocysts. Science. 282: 1145-1147. 2. Gudjonsson T, Villadsen R, Ronnov-Jessen L, Petersen OW. 2004. Immortalization protocols used in cell culture models of human breast morphogenesis. Cell Mol Life Sci. 19-20: 2523-34 3. Sorrentino BP. 2004. Clinical strategies for expansion of hematopoietic stem cells. Nat Rev Immunol. 11: 878-888. 4. Karlsson S, Ooka A, Woods NB. 2002. Development of gene therapy for blood disorders by gene transfer into haematopoietic stem cells. Haem- ophilia. 8: 255-260. 5. Hacein-Bey-Abina S, et al. 2002. Sustained correction of x-linked severe combined immunodeficiency by ex vivo gene therapy. N Engl J Med. 346: 1185-1193. LÆKNANEMINN 2005
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.