Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 72

Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 72
Verkefni 4. árs læknanema meðferðin. Viðbótarmeðferð er gefin með geislum og lyfjum. Geislameðferð lækkar tíðni staðbundinnar endurkomu sjúk- dómsins úr 30% niður undir 10% samkvæmt niðurstöðum úr sænskri rannsókn. Eftir 1995 varð breyting á meðferð við enda- þarmskrabbameini, farið varað beita geislameðferð reglubundið fyrir skurðaðgerðir og aðgerðir færðust á færri hendur. Einnig varð algengara að gera aðgerð með fullkomnu brottnámi á endaþarmshengju (Total Mesorectal Excision). Einangruð stað- bundin endurkoma er merki um misheppnaða skurðaðgerð. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna árangur skurðaðgerða m.t.t. staðbundinnar endurkomu sjúkdómsins og sjá hvort breytt meðferð hafi lækkað tíðni staðbundinnar endurkomu. Efniviður og Aðferð: Fenginn var listi yfir sjúklinga með grein- ingarnúmerin 154.X (ICD 9), C18, C19 og C20 (ICD 10) á tíma- bilinu 1995 til 2001. Fundnir voru þeir sjúklingar sem greinst höfðu með kirtilfrumukrabbamein í endaþarmi og farið í læknan- lega aðgerð á sjúkrahúsi í Reykjavík á þessu tímabili. Upplýs- ingar voru fengnar afturvirkt úr sjúkraskrám. Sjúklíngum var fylgt eftir til loka árs 2003. Niðurstöður: 110 sjúklingar gengust undir aðgerð í læknan- legum tilgangi á sjúkrahúsum í Reykjavík á tímabilinu 1995- 2001. Af þeim fengu 9 staðþundna endurkomu, eða 8.2%. Erlendis er tíðni staðbundinnar endurkomu misjöfn. Þar sem sérhæfð teymi sinna meðferðinni er tíðni endurkomu 5-10%, en þar sem ekki eru sérhæfð teymi að störfum og ekki fylgt ákveðnum reglum um meðferðina er tíðnin 20-30%. Ályktun: Staðbundin endurkoma á krabbameini í endaþarmi eftir læknanlega aðgerð var 23% á tímabilinu 1987-1997. Núverandi rannsókn sýnir 8,2% tíðni á staðbundinni endur- komu. Árangur meðferðar við endaþarmskrabbameini á sjúkra- húsum í Reykjavík á árunum 1995-2003 er sambærilegur við besta árangur sem náðst hefur erlendis þar sem sérhæfð teymi sinna meðferðinni. Samanburður á þremur rannsóknaaðferðum (æðaþræðingu, ómskoðun og tölvusneiðmynd) irið greiningu á þrengingum í hálsslagæðum Sigurður Benediktsson læknanemi1, Ásbjörn Jónsson sviðs- stjóri/dósent2, Halla Halldórsdóttir sérfræðingur2, Jón Guðmundsson yfirlæknir2, Kristbjörn Reynisson sérfræðingur2, Pétur H. Hannesson yfir- læknir2, Stefán E. Matthíasson yfiriæknir/dósent3. Læknadeild Háskóla fslands1, Myndgreiningarþjónusta LSH2, Æðaskurðdeild LSH3. Tilgangur: Að bera saman á framsýnan hátt tölvusneiðmyndar (TS) æðaskoðun (e. CT angiography), ómskoðun og æðaþræð- ingu til greiningar þrenginga í hálsslagæðum. Æðaþræðing er hin gullna viðmiðun til greiningar hálsæðaþrengsla en er töluvert ífarandi rannsókn. Hinar tvær rannsóknirnar eru mun minna ífar- andi og ómskoðunin í raun hættulaus. Ef ásættanleg greiningar- vissa fæst með TS æðaskoðun og/eða ómskoðun verður hugs- anlega unnt að fækka verulega æðaþræðingum á hálsslag- æðum í greiningarskyni. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópinn skipuðu tíu einstakl- ingar sem allir gengust undir æðaþræðingu á báðum hálsslag- æðum, samtals tuttugu æðum. Átta þessara einstaklinga geng- ust undirTS æðaskoðun og sjö ómskoðun. Rannsóknirnar voru framkvæmdar blint á þann hátt að niðurstöður sérhvers rann- sakanda voru ekki aðgengilegar hinum fyrr en allir höfðu skilað sínum niðurstöðum. Rannsakendur voru beðnir um að leggja mat á þrengingargráðu í innri og ytri hálsslagæð (aðferð sem kennd er við North American Symptomatic Carotid Endarterec- tomy Trial), kalkanir í skellum og sár á æðaþeli. Einstaklingunum var raðað í flokka m.t.t. greindra þrengsla í innri hálsslagæð: I engin þrenging, II (0-29%) væg þrenging, III (30-49%) og IV (50- 69%) talsverð þrenging, V (70-99%) mikil þrenging og VI alger lokun. Niðurstöður: Æðaþræðing var notuð til grundvallar og hinar tvær rannsóknirnar bornar saman við hana. Alger lokun greind- ist í sex æðum af tuttugu og voru bæði ómskoðun og TS æðaskoðun samkvæmar þræðingunni í þeim tilfellum. Ómskoð- unin yfirgreindi tvær æðar sem hefði hugsanlega leitt til annarrar meðferðar en ella. Hins vegar var ómskoðunin samhljóða þræð- ingu í þremur tilfellum á því sviði þrengingar sem er afgerandi m.t.t. meðferðar (þ.e. Ill-V). TS æðaskoðun undirgreindi eina æð, yfirgreindi eina æð og var samhljóða þræðingu um fjórar æðar á því sviði þrengingar sem er afgerandi m.t.t. meðferðar. TS æðaskoðun hefði leitt til þess að tvær æðar af sex hefðu lent í öðrum meðferðarflokki en ella. Ályktanir: Vegna smæðar rannsóknarhópsins er ekki unnt að fullyrða um marktækni. Greinilegt er að niðurstöður ómskoðunar og TS æðaskoðunar eru að nokkru leyti frábrugðnar niður- stöðum þræðingar. Hins vegar er það mikilvægt að lokuðu æðarnar greindust réttilega lokaðar í ómun og TS. Við TS æðaskoðun er unnt að fá fram flatarmálsþrengsli sem trúlega er nákvæmari stærð en einvíddarmæling undir þremur til fjórum hornum í æðaþræðingu. Erlendis hefur fjórða rannsóknarað- ferðin, segulómunar æðaskoðun (e. MR angiography), gefið góða raun en slíkt tæki er væntanlegt á LSH. Heilablóðfall hjá einstaklingum 45 ára og yngri Sigríður Helgadóttir1, Einar M.Valdimarsson2, Finnbogi Jakobsson2 og Jón Hersir Elíasson2 'Læknadeild Háskóla Islands, 2Taugalækningadeild LSH Inngangur: Á íslandi má búast við a.m.k. 700 tilfellum af heila- blóðföllum á ári. Nýgengi sjúkdómsins eykst með hækkandi aldri en þó eru 5-10% þeirra sem greinast 45 ára eða yngri. Lítið er vitað um þennan hóp hérna á íslandi en erlendis hefur komið fram að orsakadreifing er önnur en hjá þeim sem eldri eru og að horfur eru betri. Tilgangur rannsóknarinnar er að lýsa orsaka- dreifingu heilablóðfalls hjá einstaklingum 45 ára eða yngri og einnig dreifingu áhættuþátta og afdrifum. 70 LÆKNANEMINN 2005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.