Læknaneminn - 01.04.2005, Side 73

Læknaneminn - 01.04.2005, Side 73
Verkefni 4. árs læknanema Aðferðir: Rannsóknin byggist á framvirkri skráningu sem fór fram á Sjúkrahúsi Reykjavíkur á tímabilinu 1996-2001. Þeir sem voru hafðir með í rannsókninni voru þeir sem fengu innanheila- blæðingu (ICH) eða heiladrep. Afdrif þeirra voru metin með modified Rankin Scale. Áhættuþættir og afdrif voru borin saman við heilablóðfallsjúklinga sem voru eldri en 45 ára. Niðurstöður: Á þessu tímabili voru 39 einstaklingar, af 848, sem voru 45 eða yngri þegar þeir fengu sitt fyrsta heilablóðfall. Þeir sem fengu ICH voru 15% og heiladrep 85%. Meðalaldurinn var 37,2 ár. Helstu áhættuþættir yngra fólks voru reykingar (64,1%), mígreni (35,9%) og háþrýstingur (17,9%). Orsakir fyrir heiladrepi hjá yngri einstaklingum voru smáæðasjúkdómur í 21,2% tilfella, hjartarek í 27,3%, óvenjulegar orsakir í 21,2% og stóræðasjúkdómur í 30,3% tilfella. 97,5% voru með mRS 0-2 og eins árs dánarhlutfall var 2,6%. Ályktun: Hjá ungum heilablóðfallsjúklingum er aðaláhættuþáttur- inn reykingar og mígreni er mjög algengt bæði sem áhættuþáttur og orsök. Lífslíkur og starfræn hæfni eftir áfall eru mjög góðar. Neðanrásaraðgerðir: breyting til batnaðar? Sonja Baldursdóttir1, Kristján Óskarsson2, Þráinn Rósmundsson2 ’Læknadeild Háskóla íslands, 2Barnasp(tali Hringsins Inngangur: Neðanrás er einn algengasti meðfæddi gallinn á þvag- og kynfærum drengja. Hann orsakast af ófullkomnum samruna kynfellinga á 8.-16. viku fósturþroska þannig að þvag- rásaropið opnast kviðlægt á typpinu eða spöng. Mathieuaðgerð var sú aðferð sem mest var notuð til að gera við gallann á íslandi til ársins 2001 en þá var skipt yfir í Snodgrassaðgerð. Markmið: Ánægja hefur verið með útlitslegan árangur Snod- grassaðgerðarinnar hér á landi en hins vegar hefur ekki verið Ijós hvernig árangurinn er miðað við Mathieuaðgerð að öðru leyti. Markmið þessarar rannsóknar var því að meta og bera saman árangur aðferðanna tveggja með tilliti til fylgikvilla og virkni eftir aðgerð. Einstaklingar og aðferðir: Við lok ársins 2003 hafði 21 drengur farið í sína fyrstu neðanrásaraðgerð að hætti Snod- grass. Til samanburðar voru jafnmargir drengir sem höfðu farið í Mathieuaðgerð. Úr sjúkraskrám þeirra voru skráðar upplýsingar um aldur við aðgerð, fylgikvilla, legutíma á spítala eftir aðgerð og niðurstöður þvagflæðimælinga. Þessir þættir voru síðan bornir saman fyrir hópana tvo með kí - kvaðrat og t - prófi. Niðurstöður: Ekki var marktækur munur milli aðgerðanna á neinum þáttanna sem skoðaðir voru. Meðalaldur þeirra sem fóru í Mathieuaðgerð var 3,8 ár (miðgildi 4 ár) og lágu þeir að meðal- tali 9,8 daga á spítala eftir aðgerð. Meðalaldur við Snodgrassað- gerð var 4,5 ár (miðgildi 4 ár) og meðallegutími 9,5 dagar. Alls komu upp 9 fylgikvillar hjá 8 sjúklingum eftir Mathieuaðgerð og 9 fylgikvillar hjá 7 sjúklingum eftir Snodgrassaðgerð. Ályktun: Árangur af fyrstu Snodgrassaðgerðunum hér á landi er sambærilegur við árangur Mathieuaðgerða sem framkvæmdar voru áður. Snodgrassaðferðin er ný hér á landi og má gera sér vonir um að árangurinn eigi eftir að batna með aukinni reynslu. Snodgrassaðferðin þykir einnig hafa útlitslegan ávinning fram yfir Mathieuaðferðina og má því draga þá ályktun að gerð hafi verið breyting til batnaðar þegar skipt var úr Mathieuaðferð í Snod- grassaðferð árið 2001. Lykilorð: Neðanrás, Snodgrassaðgerð, Mathieuaðgerð, fylgi- kvillar. Fósturfibronectin: ný aðferð við sýnatöku og forspárgildi um fyrirburafæðingar Ýr Frisbæk', Errol Norwitz2 'Læknadeild Háskóla islands, 2Yale University School of Medioine, USA Bakgrunnur: Fósturfibronectin (fFN) uppgötvaðist fyrst 1985 en nýlega sem mögulegur forspárþáttur um fyrirburafæðingar, þ.e. fyrir 37. viku. Hingað til hefur verið talið að einungis sé hægt að nota sýni frá leghálsinum, þ.e. aftari fornix, til að sækja fFN til mælingar. Sýnataka frá þessum stað krefst þess að notað sé speculum til að komast að leghálsinum. Notkun speculum getur verið vandasöm og óþægileg fyrir sjúklinginn. Þess vegna hefur sú spurning skotið upp kollinum hvort ekki sé hægt að ná sýninu á auðveldari og þægilegri hátt. Tilgáta: Er jafn áreiðanlegt að taka sýnið beint úr leggöngunum og þurfa því ekki að nota speculum heldur eingöngu sýnatökupinna? Einnig felur rannsóknin í sér að kanna enn betur starfsemi og notagildi fFN. Þátttakendur og aðferðir: Þungaðar konur >18 ára, gengnar 22-35 vikur, sem mættu ákveðnum skilyrðum. Tekin voru 4 sýni frá hverri konu, fyrst 2 frá leggöngum án speculum svo 2 frá aftari fornix með speculum. Sýnin voru sett í saltvatnsbuffer og proteasa inhibitor og fFN mælt með þar til gerðum aðferðum á rannsóknarstofu. Niðurstöður: Við hófum rannsóknina og mun hún standa yfir í ár. Að árinu liðnu liggja niðurstöðurnar fyrir. Ályktun: Við teljum að sýnataka beint frá leggöngunum muni vera jafn áreiðanleg og að taka sýnið frá aftari fornix. Ef svo er hefur það miklar og jákvæðar afleiðingar í för með sér, mikinn tíma- og fjárhagssparnað, minni óþægindi fyrir hina þunguðu konu og dregur úr því sálræna álagi sem fylgir óvissunni um hvort barnið muni fæðast sem fyrirburi. Lykilorð: Fósturfibronectin, fyrirburafæðingar. LÆKNANEMINN 2005 71
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.