Læknaneminn - 01.04.2005, Page 75

Læknaneminn - 01.04.2005, Page 75
Verkefni 4. árs læknanema TNF-a myndun í lægri styrkjum (10 og 25 mM) en minnkaði TNF-a myndun marktækt þegar hærri styrkur var notaður (50 mM). Þegar cýklóoxýgenasahindra, indómetacíni, var bætt í ræktirnar hafði það ekki áhrif á TNF-a myndun. Kviðarholsát- frumur sem ræktaðar voru með eikósapentaensýru (EPA 20:5 n- 3) eða línólsýru (LA 18:2 n-6) mynduðu svipað magn af TNF-a og frumur sem voru ræktaðar án fitusýra. Ályktanir: Áhrif fjölómettaðra fitusýra á TNF-a myndun kviðar- holsátfrumna in vitro tengjast ekki því hvort þær komi úr ómega- 3 eða ómega-6 fjölskyldu. Lengri og ómettaðri fitusýrurnar úr hvorri fjölskyldu (AA og DHA) minnkuðu TNF-a myndun kviðar- holsátfrumna en styttri fitusýrur með færri tvítengi (LA og EPA) höfðu engin áhrif. Áhrif AA á TNF-a myndun eru ekki vegna aukinnar PGE2 myndunar þar sem cýklóoxýgenasahindri jók ekki TNF-a myndun frumna sem ræktaðar voru með AA. Ómega-3 fitusýrur in vitro hafa ekki sömu áhrif á TNF-a myndun kviðarholsátfrumna úr músum og ómega-3 fitusýrur í fæði hafa á kviðarholsátfrumur örvaðar ex vivo. Þessar niðurstöður benda til að áhrif ómega-3 fitusýra í fæði á TNF-a myndun séu ekki eingöngu vegna þess að þær auka hlutfall þessarar fitusýra í frumuhimnum kviðarholsátfrumna. Hvað er rykmauraofnæmi í rykmaurafríu samféiagi? Berglind Aðalsteinsdóttir', Davíð Gíslason2, Þórarinn Gíslason2, Bjarne Kristensen3, Helgi Valdimarsson4, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir’. Læknadeild Hi', Göngudeild astma, ofnæmis og svefns LSHL Pharmacia Diag- nostics Kaupmannahöfn3, Rannsóknarstofnun LSH ónæmisfræðideild4. Bakgrunnur: í Evrópurannsókninni Lungu og heilsa (ECRHS) 1990-1991 höfðu 9,2% þátttakenda jákvæð RAST próf (70,35 kU/l) fyrir rykmaurum (D.pteronyssinus). Þegar farið var að kanna útbreiðslu rykmaura í heimahúsum 200 þátttakenda fannst ekki marktækt magn af rykmaurum eða ofnæmisvökum frá rykmaurum. Tilgáta: Er hægt að skýra jákvæð RAST próf fyrir rykmaurum með búsetu/dvöl erlendis þar sem viðkomandi hefur komist í snertingu við rykmaura? Eða er um krosssvörun að ræða vegna ofnæmis fyrir öðrum ofnæmisvökum. Aðferðir: Þátttakendur voru valdir úr Evrópurannsókninni 1990 og 2000. Annars vegar þeir sem höfðu jákv. RAST próf fyrir rykmaurum en hins vegar kontról hópur neikv. fyrir rykmaurum en jákv. fyrir grasi. Rykmaurhópnum var skipt upp í þrjá undir- hópa: 1. jákv. 1990 og jákv. 2000 (+/+), 2. jákv. 1990 en neikv. 2000 (+/-), 3. neikv. 1990 en jákv. 2000 (-/+). Spurningalisti var sendur til allra þátttakenda og spurt út í búsetu/dvöl erlendis, búsetu/dvöl í sveit, hestamennsku, fisk- /skelfisksóþol, viðbrögð við mýbitum/mosquito og snertingu við fiskabúr. Svör voru fengin símleiðis. Auk þess voru sóttar upplýsingar í gagnasafn ECRHS. Mæld voru sértæk IgE mótefni í blóði fyrir sjö ofnæmisvökum með þekkt krossnæmi við rykmaura (heymaurnum Lep. destructor, rækju, kakkalakka, mosquito, blóðormi, hrossaflugu og tropomyosini). Niðurstöður: Þátttakendur voru 84, 49 í rykmaurahópnum og 35 í kontrólhópnum. í +/+ hóp voru karlar 75% en 31 % í kontról (p<0,01). Afgerandi munur kom út úr RAST prófum hjá +/+ hóp m.v. kontról. Öll prófin reyndust neikvæð í kontról hóp en í +/+ hóp voru 16/24 (67%) jákv. f. heymaur (p<0,0001), 14 (58%) f. rækju (p<0,0001), 8 (33%) f. kakkalakka (p<0,01), 4 (17%) f. mosquito og tropomyosini (p<0,05). Ekki reyndist marktækur munur á búsetu/dvöl erlendis milli hópa en marktækt fleiri höfðu verið í sveit á sumrin í +/+ m.v. kontról (p<0,05). Ályktun: Ekki er hægt að tengja jákvæð RAST próf fyrir rykmaurum við búsetu/dvöl erlendis. Jákvætt RAST fyrir rykmaurum virðist oft tilkomið vegna krosssvörunar við aðra ofnæmisvaka, sérstaklega heymaura. Lykilorð: Rykmaurar, ofnæmi, krossnæmi, ECRHS Aldursbundin hrörnun í augnbotnum hjá sjúk- lingum með vota hrörnun í öðru auganu og byrjunarbreytingar í hinu Erla Þorleifsdóttir’, Flaraldur Sigurðsson2, Guðleif Helgadóttir2' Læknadeild Háskóla íslands', Augndeild Landspítala Háskólasjúkrahús2 Inngangur: Aldursbundin hrörnun í augnbotnum er algengasta orsök lögblindu á Vesturlöndum. Vot hrörnun er lokastig sjúk- dómsins og veldur nýæðamyndun, blæðingu og örmyndun í miðhluta sjónhimnu. Ákveðnar byrjunarbreytingar, drusen og litabreytingar í litþekju þróast yfir í vota hrörnun. Markmið rann- sóknarinnar var að kanna sjúklinga sem hafa vota hrörnun í öðrum augnbotni og byrjunarbreytingar í hinum. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um 136 einstaklinga voru fengnar úr stærri rannsókn sem var samstarfsverkefni íslenskrar Erfðagreiningar og augnlækna. Eldri gögn voru fengin úr gagna- banka augnlækna. Útiloka þurfti 61 einstakling vegna vöntunar gagna eða rangrar greiningar og varð endanlegur fjöldi 75 manns. Augnbotnamyndir úr rannsókninni voru metnar af tveimur aðilum eftir alþjóðlegum staðli og bornar saman við eldri myndir og gögn. Niðurstöður: Sjúklingarnir 75 voru á aldrinum 62 til 95 ára og var meðalaldur 80 ár. Af þessum 75 einstaklingum voru 17 skyldir innan 6 meiósa. Kynjaskiptingin var 40% karlar og 60% konur. f augum með byrjunarbreytingar voru 79% sjúklinganna með sjón 6/9 eða betri og í augum með vota hrörnun voru 73% með sjón verri en 6/36. Stærð örmyndunar frá greiningardegi og þar til mynd var tekin í rannsókninni var óbreytt hjá 72% sjúkling- anna, hjá 23% hafði örið stækkað og hjá 5% minnkað. Fjöldi og gerð drusena var mjög svipaður í augum með byrjunarbreyt- ingar. Vöntun og upphleðsla á litarefni í litþekju var algengari í þeim hóp sem lengur hafði byrjunarbreytingar heldur en hjá þeim sem höfðu sjúkdóminn í skemri tíma. Ályktanir: Sjónskerpa er mun verri á því auga sem hefur vota LÆKNANEMINN 2005 73
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.