Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 78

Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 78
Verkefni 4. árs læknanema aðgengilegar til skoðunar að svo stöddu. Níu af 68 sjúklingum létust ínnan 30 daga frá því einkenni sýkingar voru yfirstaðin (13,2%), þar af voru 2 sjúklingar þar sem noroveirusýking var sérstaklega tiltekin sem meðvirkandi dánarorsök á dánarvott- orði. Sjúklingar voru á aldrinum 0-98 ára, miðgildi 76,5 ár. Einkenni vöruðu í 1-148 daga, miðgildi 4 dagar. Fyrstu einkenni sýkingar voru niðurgangur í 61 af 68 tilfellum, uppköst 6/68 og ógleði 1/68. APACHE II stig var unnt að reikna út fyrir 47 af 68 sjúklingum. Stigin dreifðust frá 2-18, miðgildi 10. Ályktanir: Niðurstöðurnar gefa til kynna að tíðni norov- eirusýkingar innan LSH sé margfalt hærri en menn hafa áður gert sér í hugarlund. Sérstaklega þykir 30 daga dánartíðnin sláandi og allt bendir þetta til þess að sýkingavörnum og hrein- læti sé verulega áfátt innan sjúkrahússins. Athyglin beinist nú að því hvers vegna þróunin hefur orðið á þennan veg og hvað hægt sé að gera til að sporna við henni. Fyrir liggur áframhaldandi eftirlit með og skráning á tilfellum, auk hugsanlegrar raðgrein- ingar á geni polymerasa veirunnar til að kanna hvort um sömu nýju stökkbreytinguna sé að ræða hér á landi og þá, sem hefur verið að orsaka hina gríðarlegu aukningu í fjölda noroveirufar- aldra víðsvegar um Evrópu. Höfuðáverkar hjá börnum, 7 ára uppgjör Magnús Sveinsson', Sævar Halldórsson2, Jónas Halldórsson3, Ásbjörn Jónsson’ 4, María Heimisdóttir1-5, ÓlafurThorarensen' 2 'Læknadeild HÍ, 2Barnaspítali Hringsins, "Endurhæfingardeild LSH við Grensás, “Röntgendeild LSH í Fossvogi, "Skrifstofa fjárreiðna og upplýsinga, Eiríksstöðum. Inngangur: Höfuðáverkar eru ein algengasta tegund alvarlegra áverka hjá börnum og eru ástæða 72 innlagna á spítala á ári að meðaltali, og tæplega 3500 koma á slysa- og bráðadeild LSH. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga helstu áhættuþætti höfuð-áverka barna, kanna forspárgildi ýmissa þátta í greiningu höfuðáverka og meta niðurstöður taugasálfræðilegra rannsókna. Þátttakendur og aðferðir: Rannsóknin var aftursæ hóprann- sókn. Að fengnum leyfum voru skoðaðar sjúkraskrár barna yngri en 18 ára sem lögðust inn á Barnadeild Landspítalans í Foss- vogi á árunum 1997 til 2003. Skoðuð var faraldsfræði ýmissa þátta við kringumstæður slyss og eðli áverka. Allir sjúklingar voru flokkaðir eftir Head Injury Severity Scale (HISS) eftir ástandi við komu á slysadeild og útkoma þeirra eftir Glasgow Outcome Scale (GOS). Skoðaðar voru tölvusneiðmynda-rannsóknir og þær flokkaðar eftir Marshall skala, og skoðað taugasálfræðilegt mat þeirra þátttakenda sem undir það gengust. Niðurstöður: Af 504 sjúklingum voru 58,4 % drengir (294) og 41,6 % stúlkur (209). Meðalaldur var 6,6 ár, miðgildi 6. 30% voru yngri en 5 ára. Fall var algengasta ástæða áverka og heimili var algengasti slysstaður. Algengasta greiningin var heila-hristingur. 84 % greindust með smávægilegan eða vægan höfuðáverka og 97 - 98 % voru með góða útkomu á GOS eftir V2 og 3 mánuði. 49 % sneiðmyndarannsókna sýndu engan heilaskaða. Fylgni var á milli slæmrar útkomu í taugasálfræðilegu mati og slæmrar útkomu á HISS. 33 % barna sem slösuðust á hjóli, hjólabretti eða hjólaskautum voru með hjálm. Ályktanir: Tíðni höfuðáverka fer lækkandi með aldri og eru algengari hjá drengjum. Fall er algengasta ástæða, flest slysin verða í heimahúsi og í flestum tilvikum er um að ræða smávægi- legan eða vægan áverka. HISS reynist áreiðanlegur við upphafs- mat höfuðáverka barna. Gæta þarf betur að öryggi barna heimavið og hjálmanotkun er ábótavant. Hefur mannan-bindilektín meiri sækni í low- density lípóprótein úr sykursjúkum en úr viðmiðum? Katrín Þórarinsdóttir', Sædís Sævarsdóttir'-2' Þóra Víkingsdóttir2, Helgi Valdimarsson1'2 'Læknadeild Háskóla Islands, 2Ónæmisfræðideild LSH. Bakgrunnur: Niðurstöður úr Reykjavíkurrannsókn Hjarta- verndar benda til að sermispróteinið mannan-bindilektín (MBL) verndi sjúklinga með sykursýki eða hátt kólesteról fyrir krans- æðastíflu. Low-density lípóprótein (LDL) þessara sjúklinga er gjarnan umbreytt, þannig að sykrur sem MBL bindur vel verða aðgengilegri. MBL er sermisprótein og stuðlar að útrýmingu sumra sýkla og óeðlilegra sjálfsagna. Tilgátan er sú, að MBL hjálpi við hreinsun umbreytts LDL úr blóði og við höfum þegar sýnt að MBL getur bundið LDL in vitro. Rannsóknin var gerð til að athuga hvort MBL bindi LDL úr sykursjúkum betur en LDL úr kransæðasjúklingum án sykursýki. Efniviður og aðferðir: Sautján sjúklingar með slæma sykursýki (HbA1c>8,5) eldri en 35 ára voru paraðir fyrir kólesterólmagni, aldri og kyni við 18 einstaklinga af hjartaþræðingadeild. Upplýs- ingar um sykursýki og fylgikvilla hennar, hjartasjúkdóma og áhættuþætti þeirra, þyngd og kólesteról voru fengnar með spurningalista og úr sjúkraskrám auk þess sem teknir voru 40 mL af bláæðablóði. ELISA plötur voru húðaðar með LDL einangruðu úr sermi. MBL var sett ofan á og binding þess við LDL athuguð. Einnig var binding MBL við oxað LDL athuguð með sértækum mótefnum gegn oxuðu LDL. Niðurstöður: MBL í fýsíólógískum styrk bindur LDL í öllum þátt- takendum við pH 7,4 og er bindingin í réttu hlutfalli við MBL styrk. Samanburði milli hópa er ólokið og verða þær niðurstöður kynntar í erindi. Frumniðurstöður með sértækum mótefnum benda til að MBL bindi oxað LDL. Ályktun: MBL bindur LDL og gæti því hjálpað til við hreinsun þess úr blóði. Lykilorð: Mannan-bindilektín (MBL), low-density lípóprótein (LDL) 76 LÆKNANEMINN 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.