Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 79

Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 79
Verkefni 4. árs læknanema Blóðflæði um fylgju til fósturs Samanburður á tveimur aldurshópum mæðra Sigrún Perla Böðvarsdóttir', Þóra Steingrímsdóttir’2, Hulda Hjartardóttir2 'Læknadeild Háskóla (slands, "Kvennadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss Inngangur: Á síðastliðnum áratugum hefur fæðingum hjá konum á síðustu árum frjósemisskeiðs farið fjölgandi. Hár aldur móður hefur jafnan verið talinn áhættuþáttur fyrir slæmri útkomu meðgöngu, m.a. vegna vaxtarseinkunar fósturs. Þekktir áhættu- þættir fyrir vaxtarseinkun eins og háþrýstingur og meðgöngu- eitrun eru algengari hjá eldri konum. Einnig er vel þekkt að þessir þættir hafa neikvæð áhrif á blóðflæði til fóstursins. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman blóðflæði í naflastreng, a. umbilicalis, milli tveggja aldurshópa heilbrigðra kvenna í eðlilegri meðgöngu til þess að aðgreina aldur einan og sér sem hugsan- legan áhættuþátt fyrir skertu blóðflæði. Þátttakendur og aðferðir: Rannsóknin var framvirk hóprann- sókn. Rannsakaðar voru konur gengnar a.m.k 35 vikur með einbura sem sóttu mæðraeftirlit á heilsugæslustöðvum á höfuð- borgarsvæðinu. í rannsóknarhóp voru konur 39 ára og eldri og í samanburðarhóp voru konur 24-29 ára. Viðmið voru pöruð við tilfelli eftir meðgöngulengd við mælingu. Þekktir áhættuþættir fyrir brengluðum fósturvexti útilokuðu konur frá rannsókninni. Rannsóknin var framkvæmd með flæðismælingu í naflasteng á a. umbilicalis. Reiknað var S/D hlutfall og Pl gildi og þessi gildi borin saman á milli hópanna. Við úrvinnslu niðurstaðnanna í SPSS forriti var notuð lýsandi og samanburðartölfræði (t-próf). Niðurstöður: í rannsóknarhóp voru 10 konur og í samanburð- arhóp voru 16 konur. Meðalaldur kvennanna í rannsóknar- hópnum var 40,3 (± 1,64) ár og 26,6 (± 1,63) ár í samanburðar- hópnum. Meðaltal S/D hlutfalls í rannsóknarhópnum var 2,06 (± 0,36) og 2,06 (± 0,40) í samanburðarhópnum, p=0,9 (em). Meðaltal Pl gildisins í rannsóknarhópnum var 0,77 (± 0,19) og 0,79 (± 0,22) í samanburðarhópnum, p=0,8 (em). Ályktun: Hár aldur hefur ekki áhrif á blóðflæði í naflastreng hjá konum sem ekki hafa þekkta áhættuþætti fyrir vaxtarseinkun. Lykilorð: Blóðflæði, a. umbilicalis, vaxtarseinkun fósturs, hár aldur móður Orsakir afleidds kalkvakaóhófs í fullorðnum íslendingum Snorri Laxdal Karlsson', Gunnar Sigurðsson1’2, Ólafur Skúli Indriðason12 'Læknadeiid Háskóla Islands, "Lyflæknadeild, Landspítali-háskólasjúkrahús Inngangur: Afleitt kalkvakaóhóf (secondary hyperparathyroi- dism, SHPT) má rekja til lækkunar á styrk jónaðs kalsíums í blóði. Sú lækkun getur stafað af ýmsum orsökum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna orsakaþætti afleidds kalkva- kaóhófs og tengsl parathyroid hormóns (PTH) við aðrar breytur. Efniviður og aðferðir: Gögn fengin úr þversniðsrannsókn á kalk- og beinabúskap íslendinga, sem framkvæmd var frá febrúar 2001 til janúar 2003. PTH var mælt með ECLIA aðferð (Roche, elecsys, viðmiðunarmörk 10-65 ng/l). Líkamssamsetn- ing var mæld með DEXA. Greiningar-skilmerki fyrir SHPT voru PTH >65 ng/l og jónað kalsíum <1,25 mmól/l. Ónógt D-vítamín skilgreint sem S-25(OH)D <45 nmól/l, ónóg kalkinntaka <800 mg/dag og skert nýrnastarfsemi sem S-cystatín-C >1,55 mg/l. Við athugun á fylgni PTH við aðrar breytur voru útilokaðir þeir sem höfðu sjúkdóma eða tóku lyf sem höfðu áhrif á beinabú- skap. Notuð var lýsandi tölfræði, fylgnistuðull Spearmans og aðhvarfsgreining. Niðurstöður: 2310 manns á aldrinum 30-85 ára var boðin þátt- taka, 1630 (70%) komu til rannsókna en af þeim voru 21 útilok- aðir vegna frumkalkvakaóhófs (primary hyper-parathyroidism). Alls fundust 106 (6,6%) einstaklingar með SHPT, 79 (7,7%) konur og 27 (4,6%) karlar. Algengasta orsök SHPT var ónógt D- vítamín hjá 77 einstaklingum (73%). Aðrar mikilvægar orsakir voru hár líkmasþyngdarstuðull (BMI, 25%), ónóg kalkinntaka (21%), skert nýrnastarfsemi (16%) og fúrósemíð taka (14%). Meðalgildi PTH var hærra hjá konum en körlum (37,3±1,0 vs. 34,1 ±1,0 ng/l; p<0,001) og einnig hærra hjá þeim sem ekki reykja miðað við reykingamenn (37,2±1,0 vs. 30,4±1,7 ng/l; p<0,001). PTH hafði jákvæða fylgni við aldur (r=0,20; p<0,001), cystatín-C (r=0,19; p<0,001) og BMI (r=0,21; p<0,001), neikvæða fylgni við 25(OH)D (r=-0,21; p<0,001) en ekki mark- tæk tengsl við kalkinntöku. Við fundum marktæk tengsl PTH við fitumassa (r=0,25; p<0,001) en ekki fitulausan massa. Fjölþátta línuleg aðhvarfsgreining sýndi að fitumassi, cystatín-C, reyk- ingar, 25(OH)D og aldur höfðu sjálfstæð tengsl við PTH (R2=0,20; p<0,001). Ályktun: Hægt var að útskýra meirihluta tilfella afleidds kalkva- kaóhófs út frá þekktum orsökum. Ónógt D-vítamín var algeng- asta orsökin og því mikilvægt að herða áróður fyrir aukinni D-vít- amínneyslu. Tengsl PTH við líkamssamsetningu og reykingar, sem ekki hefur verið lýst áður, þarf að kanna nánar. Árangur hátíðni öndunarvélameðferðar á nýburum Sólrún Björk Rúnarsdóttir1, Þórður Þórkelsson'LHörður Bergsteinsson12' Gestur Pálsson12’ Sveinn Kjartansson1'2 og Atli Dagbjartsson12. 'Læknadeild Háskóla íslands, "Barnaspítali Hringsins Inngangur: Fjölmargir sjúkdómar geta orðið þess valdandi að meðhöndla þarf nýbura með öndunarvél. í flestum tilvikum er notuð hefðbundin öndunarvél, en þegar um erfiðan lungnasjúk- dóm er að ræða er oft notuð hátíðni öndunarvél (HTÖ). Farið var að meðhöndla nýbura með HTÖ hér á landi fyrir tæpum 10 árum síðan. Markmið rannsóknarinnar var að meta skammtíma- árangur HTÖ meðferðar hér á landi frá því að sú meðferð hófst. Tilfelli og aðferðir: Tilskilin leyfi voru fengin fyrir rannsókninni. LÆKNANEMINN 2005 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.