Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 79
Verkefni 4. árs læknanema
Blóðflæði um fylgju til fósturs
Samanburður á tveimur aldurshópum mæðra
Sigrún Perla Böðvarsdóttir', Þóra Steingrímsdóttir’2, Hulda Hjartardóttir2
'Læknadeild Háskóla (slands, "Kvennadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss
Inngangur: Á síðastliðnum áratugum hefur fæðingum hjá
konum á síðustu árum frjósemisskeiðs farið fjölgandi. Hár aldur
móður hefur jafnan verið talinn áhættuþáttur fyrir slæmri útkomu
meðgöngu, m.a. vegna vaxtarseinkunar fósturs. Þekktir áhættu-
þættir fyrir vaxtarseinkun eins og háþrýstingur og meðgöngu-
eitrun eru algengari hjá eldri konum. Einnig er vel þekkt að þessir
þættir hafa neikvæð áhrif á blóðflæði til fóstursins. Tilgangur
rannsóknarinnar var að bera saman blóðflæði í naflastreng, a.
umbilicalis, milli tveggja aldurshópa heilbrigðra kvenna í eðlilegri
meðgöngu til þess að aðgreina aldur einan og sér sem hugsan-
legan áhættuþátt fyrir skertu blóðflæði.
Þátttakendur og aðferðir: Rannsóknin var framvirk hóprann-
sókn. Rannsakaðar voru konur gengnar a.m.k 35 vikur með
einbura sem sóttu mæðraeftirlit á heilsugæslustöðvum á höfuð-
borgarsvæðinu. í rannsóknarhóp voru konur 39 ára og eldri og
í samanburðarhóp voru konur 24-29 ára. Viðmið voru pöruð við
tilfelli eftir meðgöngulengd við mælingu. Þekktir áhættuþættir
fyrir brengluðum fósturvexti útilokuðu konur frá rannsókninni.
Rannsóknin var framkvæmd með flæðismælingu í naflasteng á
a. umbilicalis. Reiknað var S/D hlutfall og Pl gildi og þessi gildi
borin saman á milli hópanna. Við úrvinnslu niðurstaðnanna í
SPSS forriti var notuð lýsandi og samanburðartölfræði (t-próf).
Niðurstöður: í rannsóknarhóp voru 10 konur og í samanburð-
arhóp voru 16 konur. Meðalaldur kvennanna í rannsóknar-
hópnum var 40,3 (± 1,64) ár og 26,6 (± 1,63) ár í samanburðar-
hópnum. Meðaltal S/D hlutfalls í rannsóknarhópnum var 2,06 (±
0,36) og 2,06 (± 0,40) í samanburðarhópnum, p=0,9 (em).
Meðaltal Pl gildisins í rannsóknarhópnum var 0,77 (± 0,19) og
0,79 (± 0,22) í samanburðarhópnum, p=0,8 (em).
Ályktun: Hár aldur hefur ekki áhrif á blóðflæði í naflastreng hjá
konum sem ekki hafa þekkta áhættuþætti fyrir vaxtarseinkun.
Lykilorð: Blóðflæði, a. umbilicalis, vaxtarseinkun fósturs, hár
aldur móður
Orsakir afleidds kalkvakaóhófs í
fullorðnum íslendingum
Snorri Laxdal Karlsson', Gunnar Sigurðsson1’2, Ólafur Skúli Indriðason12
'Læknadeiid Háskóla Islands, "Lyflæknadeild, Landspítali-háskólasjúkrahús
Inngangur: Afleitt kalkvakaóhóf (secondary hyperparathyroi-
dism, SHPT) má rekja til lækkunar á styrk jónaðs kalsíums í
blóði. Sú lækkun getur stafað af ýmsum orsökum. Tilgangur
þessarar rannsóknar var að kanna orsakaþætti afleidds kalkva-
kaóhófs og tengsl parathyroid hormóns (PTH) við aðrar breytur.
Efniviður og aðferðir: Gögn fengin úr þversniðsrannsókn á
kalk- og beinabúskap íslendinga, sem framkvæmd var frá
febrúar 2001 til janúar 2003. PTH var mælt með ECLIA aðferð
(Roche, elecsys, viðmiðunarmörk 10-65 ng/l). Líkamssamsetn-
ing var mæld með DEXA. Greiningar-skilmerki fyrir SHPT voru
PTH >65 ng/l og jónað kalsíum <1,25 mmól/l. Ónógt D-vítamín
skilgreint sem S-25(OH)D <45 nmól/l, ónóg kalkinntaka <800
mg/dag og skert nýrnastarfsemi sem S-cystatín-C >1,55 mg/l.
Við athugun á fylgni PTH við aðrar breytur voru útilokaðir þeir
sem höfðu sjúkdóma eða tóku lyf sem höfðu áhrif á beinabú-
skap. Notuð var lýsandi tölfræði, fylgnistuðull Spearmans og
aðhvarfsgreining.
Niðurstöður: 2310 manns á aldrinum 30-85 ára var boðin þátt-
taka, 1630 (70%) komu til rannsókna en af þeim voru 21 útilok-
aðir vegna frumkalkvakaóhófs (primary hyper-parathyroidism).
Alls fundust 106 (6,6%) einstaklingar með SHPT, 79 (7,7%)
konur og 27 (4,6%) karlar. Algengasta orsök SHPT var ónógt D-
vítamín hjá 77 einstaklingum (73%). Aðrar mikilvægar orsakir
voru hár líkmasþyngdarstuðull (BMI, 25%), ónóg kalkinntaka
(21%), skert nýrnastarfsemi (16%) og fúrósemíð taka (14%).
Meðalgildi PTH var hærra hjá konum en körlum (37,3±1,0 vs.
34,1 ±1,0 ng/l; p<0,001) og einnig hærra hjá þeim sem ekki
reykja miðað við reykingamenn (37,2±1,0 vs. 30,4±1,7 ng/l;
p<0,001). PTH hafði jákvæða fylgni við aldur (r=0,20; p<0,001),
cystatín-C (r=0,19; p<0,001) og BMI (r=0,21; p<0,001),
neikvæða fylgni við 25(OH)D (r=-0,21; p<0,001) en ekki mark-
tæk tengsl við kalkinntöku. Við fundum marktæk tengsl PTH við
fitumassa (r=0,25; p<0,001) en ekki fitulausan massa. Fjölþátta
línuleg aðhvarfsgreining sýndi að fitumassi, cystatín-C, reyk-
ingar, 25(OH)D og aldur höfðu sjálfstæð tengsl við PTH
(R2=0,20; p<0,001).
Ályktun: Hægt var að útskýra meirihluta tilfella afleidds kalkva-
kaóhófs út frá þekktum orsökum. Ónógt D-vítamín var algeng-
asta orsökin og því mikilvægt að herða áróður fyrir aukinni D-vít-
amínneyslu. Tengsl PTH við líkamssamsetningu og reykingar,
sem ekki hefur verið lýst áður, þarf að kanna nánar.
Árangur hátíðni öndunarvélameðferðar
á nýburum
Sólrún Björk Rúnarsdóttir1, Þórður Þórkelsson'LHörður Bergsteinsson12'
Gestur Pálsson12’ Sveinn Kjartansson1'2 og Atli Dagbjartsson12.
'Læknadeild Háskóla íslands, "Barnaspítali Hringsins
Inngangur: Fjölmargir sjúkdómar geta orðið þess valdandi að
meðhöndla þarf nýbura með öndunarvél. í flestum tilvikum er
notuð hefðbundin öndunarvél, en þegar um erfiðan lungnasjúk-
dóm er að ræða er oft notuð hátíðni öndunarvél (HTÖ). Farið var
að meðhöndla nýbura með HTÖ hér á landi fyrir tæpum 10
árum síðan. Markmið rannsóknarinnar var að meta skammtíma-
árangur HTÖ meðferðar hér á landi frá því að sú meðferð hófst.
Tilfelli og aðferðir: Tilskilin leyfi voru fengin fyrir rannsókninni.
LÆKNANEMINN
2005
77