Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 85

Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 85
Verkefni 4. árs læknanema Verkefni 3. árs læknanema B-frumur í slímhúð miðeyra eftir pneumó- kokkaeyrnabólgu í bólusettum og óbólu- settum rottum Alda Birgisdóttir1, Ingileif Jónsdóttir12, Maren Henneken2 'Læknadeild Háskóla Islands, 2Ónæmisfræðideild LSH Inngangur: Streptococcus pneumoniae eða pneumókokkar eru algengasta orsök eyrnabólgu í börnum. Pneumókokk- asýkingar eru meðhöndlaðar með sýklalyfjum en sýklalyfjaó- næmi fer ört vaxandi. Bólusetníngar eru ákjósanleg forvörn. Erfiðara hefur reynst að vekja vernd gegn sýkingum í slím- húðum, eins og eyrnabólgu, en ífarandi sýkingum með þeim bóluefnum og bólusetningaraðferðum sem notaðar eru í dag. Markrmið rannsóknarinnar var að skoða lgA+ og lgG+ plasma- frumur í slímhúð miðeyra, hálseitlum og milta úr rottum, 10 dögum eftir að þær voru sýktar í miðeyra með pneumókokkum og kanna hvort aukning á fjölda þeirra væri mismunandi eftir bólusetningarleiðum. Rotturnar voru bólusettar með Pnc-6B- CRM um slímhúð nefs með ónæmisglæði, með stungu undir húð með eða án ónæmisglæðis. Óbólusettar rottur voru notaðar sem viðmið. Einnig stóð til að bera saman þéttni lgA+ og lgG+ plasmafruma í slímhúð miðeyra og hálseitlum við magn fjöl- sykrusértækra IgG og IgA mótefna í semri og munnvatni og klín- ískan framgang eyrnabólgu (niðurstöður úr fyrri rannsókn). Tilgátan var sú að með bólusetningu um slímhúð nefs fengist öflugra slímhúðarónæmissvar og mest aukning á lgA+ plasma- frumum sem líklegt væri til þess að auka vernd gegn eyrna- bólgu. Efniviður og aðferðir: Vefjasýni úr slímhúð miðeyra, hálseitlar og milta úr bólusettum Sprague Dewley karlrottuum voru skorðuð í OCT, snöggfryst og varðveitt við -70°C. Skornar voru 7mm þykkar sneiðar og litað var fyrir IgA og IgG mótefnum og CD45RA, sem er einkennissameind fyrir B-frumur. Tvö prófefni voru notuð til framköllunar, Envision og APAAP. Kjarnar voru litaðir með hematoxillíni. Litaðar vefjasneiðar voru skoðaðar undir Ijóssmásjá og ákvarða átti fjölda lgG+ og lgA+ fruma á flat- armálseiningu og bera saman á milli hópanna. Niðurstöður: Litunaraðferðirnar virkuðu ekki. Hvarfefni voru látin standa á sneiðum við mismunandi hitastig, +4°C og herbergishita. Prófað var að lengja tíma fyrir hvarfefni og/eða framköllun. Prófaðar voru mismunandi aðferðir við blokkun á peroxidasa í vef. Ýmist fékkst ekki næg litun eða þegar litun fékkst var bakgrunnur of mikill til þess að hægt hafi verið að ákvaraða hvar um væri að ræða sértæka litun á lgA+, lgG+ og CD45RA+ frumum. Einnig var mikið ósamræmi milli daga fyrir sömu litunaraðstæður. Engar ályktanir er hægt að draga af litun- unum. Niðurstöður úr fyrri hluta rannsóknarinnar verða kynntar, þ. e. mótefnamyndun við bólusetningu og vernd gegn eyrna- bólgu. Lykilorð: pneumókokkar, eyrnabólga, slímhúðarbólusetning, plasmafrumur Aldursbundin hrörnun I augnbotnum hjá íslendingum 75 ára og eldri Ásbjörg Geirsdóttir1, Guðleíf Helgadóttir1-2, Haraldur Sigurðsson12 'Læknadeild Háskóla íslands, 2Augndeild LSH Inngangur: Aldursbundin hrörnun í augnbotnum (age-related macular degeneration; AMD) er alvarlegur sjúkdómur sem leggst á miðsvæði augnbotnsins, þ.e. á makúluna, og truflar þar með skörpu sjónina. Sjúkdómurinn getur valdið mikilli sjón- skerðingu og er ein algengasta orsök blindu í Vestrænum ríkjum. Algengi AMD eykst með hækkandi aldri enda er það aðal- áhættuþáttur sjúkdómsins. Þar sem meðallíftími fólks verður stöðugt lengri eru sífellt fleiri sem greinast með sjúkdóminn. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að skoða hlutfallslega dreifingu AMD sjúklinga sem eru 75 ára og eldri milli hinna mismunandi birtingarforma sjúkdómsins. Efniviður og aðferðir: Efniviðurinn var sóttur í gagnagrunn samvinnu-verkefnis íslenskrar Erfðagreiningar og íslenskra augnlækna sem fram fór á árunum 1999 til 2002. Þar voru kall- aðir til allir AMD sjúklingar sem áttu eitt eða fleiri skyldmenni innan sex meiósa eða minna sem einnig höfðu sjúkdóminn. Auk þess var reynt að fá a.m.k. tvo einkennalausa ættingja með í rannsóknina en þetta fyrirkomulag kallast fjölskyldunálgun. Alls voru 1199 einstaklingar sem bæði uppfylltu skilgreiningarmörk þessarar rannsóknar um að vera 75 ára og eldri og áttu full- nægjandi gögn. Af þeim voru 897 með AMD í a.m.k. öðru auga. Niðurstöður: Meðalaldur AMD sjúklinga var 85 ár og konur voru um tvöfalt fleiri en karlar. AMD sjúklingum fjölgaði jafnt og þétt í elstu aldurshópunum en allir sem voru 100 ára eða eldri reyndust vera með sjúkdóminn. Á byrjunarstigunum var öfugt línulegt samband milli drusena og litþekjubreytinga í augnbotni. Með hækkandi aldri voru hlutfallslega færri með drusen á meðan sífellt fleiri fengu litþekjubreytingar. Enn fremur færðust stöðugt fleiri frá byrjunarstiginu yfir á lokastigið með aldrinum en þar af fengu hlutfallslega fleiri þurra formið en það vota. LÆKNANEMINN 2005 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.