Læknaneminn - 01.04.2005, Qupperneq 92
Verkefni 3. árs læknanema
voru fjarlægðir kalkkirtilsgræðlingar úr framhandlegg. Góðkynja
æxlisvöxtur í einum kirtli fannst hjá 90 sjúklingum, hjá einum var
góðkynja æxlisvöxtur í tveimur kirtlum en ofvöxtur hjá 9. Fyrir
115 aðgerðir var gerð staðsetningarrannsókn með ómun
og/eða ísótópaskanni. í 84 % tilfella var a.m.k. önnur þeirra rétt.
Ómun reyndist sannspá í 70 % tilfella og skann í 80 % tilfella.
Aðgerðartími þar sem engin staðsetningarrannsókn var gerð var
117 mínútur, en eftir rétta staðsetningarrannsókn var hann 84
mínútur (28 % styttri). Þegar staðsetningarrannsókn var röng var
aðgerðartíminn 145 mínútur (24 % lengri). Næmi, sértæki og
áreiðanleiki ómunar var 69 %, 85 % og 71 %. Næmi, sértæki og
áreiðanleiki skanns var 79 %, 77 % og 78 %. Báðar myngrein-
ingarannsóknir greindu fjölkirtlasjúkdóma mun lakar. Þegar um
var að ræða góðkynja æxli í einum kirtli voru 77 % ómana og 87
% skanna rétt en við ofvöxt voru einungis 41 % ómana og 43 %
skanna rétt. Einhliða aðgerðir voru 75 og lá rétt staðsetningar-
rannsókn fyrir í 71 þeirra. Á rannsóknartímabilinu jókst notkun
staðsetningarrannsókna og aðgerðartími styttist töluvert.
Ályktun: Vegna áreiðanleika staðsetningarrannsókna þegar eitt
góðkynja æxli er til staðar, sem er sýnu algengasta ástæða kalk-
vakaóhófs, er lang oftast hægt að gera einhliða skurðaðgerð ef
staðsetningarrannókn bendir til þess að sjúkdóm sé aðeins að
finna í einum kirtli.
Lykilorð: Hyperparathyroidism, minimally invasive surgery,
localization study.
Tímaferill nýæðamyndunar í sjónhimnu
sykursjúkra
Edda Vésteinsdóttir', Einar Stefánsson12
’Læknadeild Háskóla islands, !Augndeild LSH viö Hringbraut.
Bakgrunnur: Sjónhimnusjúkdómur (retinopathy) er einn
fylgi—kvilla sykur-sýki. Hann stafar af æðaskemmdum og blóð-
flæðistruflunum í sjónhimnu, sem leiðir meðal annars til mynd-
unar nýrra æða í henni (proliferative diabetic retinopathy). Þessar
nýju æðar eru viðkvæmar og geta valdið blindu með blæðingum
eða sjónhimnulosi. Flestir sykursjúkir fá einhver merki sjúkdóms-
ins með tím-anum, en hægt er að koma í veg fyrir sjóntap með
leisimeðferð. Nýæðamyndun kemur gjarnan fram í báðum
augum. í þessari rannsókn var athugað hvort svo er alltaf og
hversu langur tími líður á milli þess að augun tvö greinast.
Efniviður og aðferðir: í gagnagrunni augndeildar um sykursýki
eru upplýsingar úr sjónskoðunum 1513 sykursjúkra. Fundnir
voru þeir einstakl-ingar sem höfðu fengið nýæðamyndun í
annað auga eða bæði. Dagsetningar greininga voru skráðar,
flokkun sjónhimnusjúkdóms, sjónskerpa, sem og upplýsingar
um týpu af sykursýki og árafjölda með sykursýki.
Niðurstöður: í gagnagrunninum fundust 76 manns með
nýæðamyndun. 28 af 76 (37%) greinast með nýæðamyndun í
báðum augum samtímis. Fimm árum eftir greiningu fyrra auga
eru 74% komin með nýæðamyndun í seinna auga líka og nær
allir fá nýæðamyndun í hitt augað að lokum.
Ályktun: Sykursjúkir sem greinast með nýæðamyndun í öðru
auga eru í mikilli áhættu að fá hana í hitt augað líka og þurfa því
gott eftirlit næstu misseri.
Lykilorð: Sykursýki, sjónhimnusjúkdómur, nýæðamyndun.
Heilsa íslenskra barna: Verndandi og áhættu-
þættir, stefnumótun og þjónusta
Eyjólfur Þorkelsson', Geir Gunnlaugsson2
'Læknadeild Háskóla íslands, zMiðstöð heilsuverndar barna
Inngangur: Lýðheilsa er hinn pólitíski armur læknisfræðinnar;
pólitísk í þeim skilningi að hún leggur mat á almenna heilsu og
hag og hefur ákveðna, samfélagslega framtíðarsýn. Árið 2003
kom út skýrsla sérfræðinefndar ESB, Child Health Indicators of
Life and Development - CHILD. Skýrslunni var ætlað að leggja
til mæligildi fyrir lýðheilsu barna og er verkefnið unnið á grund-
velli hennar. Markmið rannsóknarinnar var að meta heilsu
íslenskra barna og hversu góð skráning hennar er hérlendis,
með áherslu á verndandi og áhættuþætti, sem og stefnu-
mörkun og þjónustu.
Efni og aðferðir: Haft var samband við fagaðila og stofnanir á
hverju sviði og leitað eftir upplýsingum, tölfræði og ráðgjöf. Aðal-
lega var unnið upp úr birtum greinum, opinberu efni og ópers-
ónugreinanlegum gögnum. Hvorki þurfti leyfi Persónuverndar né
Vísindasiðanefndar fyrir þessarri rannsókn.
Niðurstöður: Hvað áhrif foreldra snertir þá er brjóstagjöf mjög
almenn og meirihluti barna á brjósti við 6 mán. aldur, töluvert
hefur verið um að börn séu útsett fyrir tóbaksreyk, en þau
upplifa góðan stuðning af foreldrum sínum. Lífstíll barna er
almennt bæði góður og slæmur. Þó svo íþróttaiðkun hafi aukist
hefur dregið úr almennri hreyfingu barna og heildarneysla
áfengis er með því hæsta sem gerist. íslenskir unglingar reykja
hinsvegar einna minnst unglinga í Evrópu og eiturlyfja-notkun er
almennt sjaldgæfari en víðast í nágrannalöndunum. Mengun er
hér lítil, leikskólaþátttaka almenn og lítið brottfall úr grunnskóla;
fá börn eru í fóstri og þó svo ofþyngd barna sé áhyggjuefni
benda gögn til að dregið hafi úr henni. Þjónusta velferðarkerfis-
ins er mjög góð; öll börn fá ódýra læknisþjónustu og foreldrar
geta í öllum tilfellum fylgt börnum sínum sem leggjast þurfa inn
á spítala. Þekjun bólu-setninga virðist í fremstu röð og lifun
barna með hvítblæði er ákaflega góð. Líkamlegar refsingar eru
undir öllum kringumstæðum bannaðar með lögum og a.m.k.
70% grunnskólabarna sækja skóla með skýra og virka eineltis-
áætlun. Stefnu kerfisins og framfylgd hennar er sumstaðar áfátt.
Hún er framúrskarandi í tóbaksvörnum, en síðri í umferðaröryggi
og vörnum gegn blý- og hávaðamengun.
Ályktanir: Heilsa íslenskra barna er gegnumsneitt góð, þó víða
90
LÆKNANEMINN
2005