Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2005, Qupperneq 98

Læknaneminn - 01.04.2005, Qupperneq 98
Verkefni 3. árs læknanema omiur á mjaðmagrind (42). Fjöldi þeirra sem gengust undir aðgerð vegna Perthes sjúkdómsins var 55, 22 vegna vanþroska á mjaðmagrind og vegna liðhlaups af völdum tauga- og vöðva- sjúkdómum 17. Umræða: Fjöldi mjaðmaaðgerða stendur í stað á tímabilinu en breyting er á tegund þeirra. Áberandi kynjamismunur er milli aðgerða á Perthes og meðferða á vanþrosaka á mjaðmagrind. Niðurstöðurnar eru í takt við erlendar rannsóknir þar sem meðferðarúrræðum er að fjölga. Sjá má ákveðnar tímabilsbreyt- ingar sem eru raktar til tilfærslu ákveðinna sérfræðinga. milli vinnustaða. Meðferð irið sykursýki tegund 2 á Heilbrigðis- stofnuninni Selfossi Margrét D. Óskarsdóttir’, Ragnar Gunnarsson' 2 ’Læknadeild Háskóla íslands, 2Heilbrigðisstofnunin á Selfossi. Inngangur: Sykursýki er algengur og alvarlegur sjúkdómur. Langvinnir fylgikvillar sjúkdómsins skerða lífsgæði og lífslíkur sjúklinganna og valda heilbrigðiskerfinu talsverðum kostnaði. Hér er um stóræðabreytingar (t.d. kransæðasjúkdómur, heila- blóðfall) og smáæðasjúkdóma (breytingar í augum, nýrum og taugum) að ræða. Með góðri stjórn á blóðsykri, blóðþrýstingi og fleiri þáttum má seinka eða jafnvel koma í veg fyrir fylgikvillana. Þekkíng á sjúkdómnum hefur aukist undanfarin ár, ný lyf hafa komið fram og vekur sú staðreynd forvitni um hvort þetta skili sér í bættri meðferð sykursjúkra. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturvirk og tók til áranna 1999-2003. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám 60 einstaklinga, völdum handahófskennt úr þýði 130 einstaklinga, sem höfðu greininguna sykursýki teg. 2 á sama tímabili á heilsu- gæslustöðinni (2,0 % af íbúum svæðisins). Skráð var í töflur hvort og þá hvaða ár eftirfarandi mælingar/rannsóknir lágu fyrir: hjartalínurit, augnskoðanir, fótapúlsar, taugaskoðanir, blóðþrýst- ingur, þyngdarstuðull. Öll mæld blóðrannsóknargildi, sem mælt er með í klínískum leiðbeiningum, voru einnig skráð. Niðurstöður: Meðalaldur úrtaks var 69 ± 11,5 ár, meirihluti var karlkyns (59%) og meðalþyngd var 96 ± 21 kg. hjá þeim 76% sem höfðu verið vigtaðir á tímaþilinu. Meðaltal langtímablóðsyk- ursmælinga, HbA1 C, lækkaði úr 7,46 ± 1,2 % í upphafi tímabils- ins, niður í 6,53 ± 0,7 % í lok þess (p < 0,01). Blóðþrýstingur lækkaði frá því að vera 154 ± 17,5 og 83 ± 10,8 mm Hg árið 1999 niður í það að vera 138 ± 18,1 og 80 ± 8,4 mmHg árið 2003(p < 0,01). Árið 1999 var heildarkólesteról 5,7 ± 0,7 en árið 2003 var það komið niður í 4,7 ± 0,9 (p < 0,01). Hlutfall sjúklinga sem náði settum markmiðum leiðbeininganna, jókst verulega á tímabilinu. Ekki voru marktækar breytingar í tíðni mælinga. Ályktanir: Á þessu tímaþili urðu mæld gildi betri og náðu nærri öll markmíðum klínískra leiðbeininga árið 2003. Enn vantar reyndar upp á fjölda mælinga og sérstaklega þarf að auka eftir- farandi rannsóknir: hjartalínurit, tauga- og æðaskoðanir, líkams- þyngdarmælingar sem og skoðanir augnlækna. Lykilorð: Sykursýki tegund 2, klínískar leiðbeiningar, heilsu- gæslustöð. Heilsa íslenskra barna Félags- og efnahagslegir áhrifaþættir, heil- brigði og velliðan. Margrét Ólafía Tómasdóttir1, Geir Gunnlaugsson2 ’Læknadeild Háskóla Islands, 2Miðstöð heilsuverndar barna. Inngangur: Árið 2003 kom út skýrsla sérfræðinefndar ESB, Child Health Indicators of Life and Development (CHILD) þar sem lagðar eru fram 38 breytur til að meta heilsu barna í Evrópu á víðari grundvelli en áður hefur tíðkast. Breytunum er skipt í fjóra flokka, félags-og efnahgaslegar aðstæður, heilbrigði og vellíðan, áhættu og verndandi þætti og stefnumótun og þjón- ustu. Markmið þessarar rannsóknar var að meta á grundvelli skýrslunnar heilsu íslenskra barna, meta gæði skráningar hennar hér á landi og safna upplýsingum um áhrif hvers þáttar á heilsu barna með áherslu á félags-og efnahagslega þætti, heil- brigði og vellíðan. Efni og aðferðir: Haft var samband við fagfólk á hverju sviði og leitað eftir tölfræðilegum upplýsingum, rannsóknum og ráðgjöf. Að mestu var unnið upp úr birtum gögnum. Hvorki þurfti leyfi Vísindasiðanefndar né Persónuverndar fyrir rannsókninni. Niðurstöður: Engin almenn skráning er á félags-og efnahags- stöðu barna. Því reyndist ógjörningur að meta stöðu barna út frá atvinnu foreldra eða menntun móður. Reiknaður var út fjöldi barna í fátækt miðað við 60% miðtekna. Alls flokkuðust 9,3% íslenskra barna undir fátæktarmörkum 2002, alls 5.698 börn. í Ijós kom að 34,4% barna einstæðra foreldra bjuggu við fátækt en 22% íslenskra barna búa hjá einstæðu foreldri. Hælisleit- endum hefur farið fjölgandi hér á allra síðustu árum. Alls sóttu 57 börn um hæli 1998-2003 en 10 þeirra eru enn hér. Fjöldi erlendra ríkisborgara 0-18 ára árið 2003 voru 1.651. Dánartíðni íslenskra barna er mjög lág. Að meðaltali látast á ári 10/100.000 pop. frá fyrstu viku eftir fæðingu til tvítugs. Algengasta orsök andláta eru slys. Alls greindist 41 barn á aldrinum 0-14 ára með krabbamein 1998-2002 og aldursbundið nýgengi var 13,8/100.000/ár fyrir drengi en 12,0/100.000 stúlkur. Nýgengi sykursýki fyrir árið 1990-1999 var 13,9/100.000/ár og hefur nýgengið vaxið um 2,6% á ári. Tíðni astma hefur reynst um 28% hjá 4 ára, 13% hjá 8 ára, 9% hjá 10-11 ára og 13% hjá 15 ára. Aldursbundið nýgengi heilahimnubólgu var 12/100.000 yngri en 16 ára 1989-2000. Almenn tannheilsa íslenskra barna hefur ekki verið mæld síðan 1996 og var hlutfall skemmdra, tapaðra og fylltra tanna á einstakling 1,5 hjá 12 ára börnum en 47,5% þeirra höfðu allar tennur heilar. Misvísandi upplýsingar fengust um tíðni slysa og sjálfsvígstilrauna hjá börnum. Um 60 börn voru lögð inn á barnadeild Landspítala vegna bruna 2000-2003. 1 .apríl 2001 - 96 LÆKNANEMINN 2005
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.