Læknaneminn - 01.04.2005, Side 100

Læknaneminn - 01.04.2005, Side 100
Verkefni 3. árs læknanema og há tíðni á ofnæmisasthma. Niðurstöður fyrir Eistland styðja einnig hreinlætiskenninguna en þar er há tíðni á Hp og ekkert samband við ofnæmisasthma. Insúlínháð sykursýki barna á íslandi Árangur meðferðar i göngudeild Rannveig Linda Þórisdóttir1 Háskóli íslands, Læknadeild' Inngangur: Insúlínháð sykursýki er langvinnur, ólæknandi sjúk- dómur sem haldið er í skefjum með insúlíngjöf, mataræði og aðgát í hreyfingum. Lýst er árangri meðferðar hjá íslenskum ungmennum með insúlínháða sykursýki á göngudeild sykur- sjúkra barna og unglinga, sem hefur verið starfrækt síðastliðin 10 ár. Efniviður og aðferðir: Að fengnum tilskildum leyfum voru sjúkraskýrslur allra sjúklinga deildarinnar sem greindust á íslandi á tímabilinu 1.1.1994-1.8.2004 kannaðar. Samtals 111 sjúk- lingar, 51 stúlka og 60 drengir. Mælingar HbA1c voru skráðar, vöxtur barnanna metinn. Tekin var þverskurðarathugun á tíma- bilinu 15.3-14.7.2004 og niðurstöður mælinga við síðustu komu barnanna sem til deildarinnar komu voru skráðar. Samtals 83 sjúklingar, 43 drengir og 40 stúlkur. HbA1c var athugað með tilliti til fjölda sjúklinga, kyns, aldurs, tímalengdar frá greiningu, insúl- ínskammta og fjölda stunga á dag. Niðurstöður: Meðalgildi HbA1c hjá börnum og unglingum í þverskurði 15.mars til 14.júlí 2004 var 8,18 ± 1,31%. Stúlkur voru hærri en drengir, 8,30 ± 1,33% á móti 8,08 ± 1,29 %, en þó ekki marktækt (p=0,46). Meðalaldur var 13,26 ± 3,78 ár. Marktæk hækkun var á HbA1 c eftir aldri (p=0,003) og tímalengd frá greiningu (p=0,006). Fylgni var milli HbA1c og hækkandi insúlínskammta (p=0,015). Marktæk hækkun var á insúlíns- kömmtum samanborið við aldur (p<0,05). Tíu börn (12%) upplifðu blóðsykurföll átímabilinu 15.mars-14.júlí 2004. Meðalgildi HbA1c við greiningu var 11,1 ± 2,2 %. Meðalgildi SDS (Standard Deviation Score) fyrir hæð drengja við greiningu var 0,46 ± 1,07 og stúlkna -0,06 ± 1,38 (p=0,047). Ekki var hlut- fallslega marktækur munur á hæð SDS fjórum árum eftir grein- ingu (p>0,05). Marktæk þyngdaraukning var hjá báðum kynjum fjórum árum eftir greiningu og mun meiri hjá stúlkum en drengjum (p<0,05). Fimm börn (4,5%) greindust með vanvirkni á skjaldkirtli á tímabilinu 1994-2004. Ályktanir: í samantekt sýna niðurstöður rannsóknarinnar að stjórnun blóðsykurs hjá sykursjúkum börnum og unglingum á íslandi gengur vel miðað við niðurstöður sem birtar hafa verið frá mörgum öðrum löndum. Rannsóknin staðfesti það sem komið hefur fram í flestum erlendum rannsóknum að unglingsstúlkur eiga erfiðara með sykurstjórn en piltar. Hæðarvöxtur var eðli- legur hjá báðum kynjum við greiningu og fjórum árum síðar. Marktækt meiri þyngdaraukning kom fram hjá stúlkum miðað við drengi þegar liðin voru fjögur ár frá greiningu sykursýki. Sýrustigs- og blóðgasamælingar úr naflastreng Róbert Pálmason', Dr. Þóra Steingrímsdóttir1'2. 'Læknadeild Háskóla íslands, "Kvennadeild Landspítala háskólasjúkrahúss Inngangur: Mæling á sýrustigi og blóðgösum í naflastrengs- blóði (aa. umbilicales) er hlutlæg aðferð til þess að meta ástand nýþura við fæðingu. Með henni er blóðsýring greind eða útilokuð og aðgreindir metabólískir og respíratorískir þættir hennar. Tilgangur þessarar rannsóknar er að meta áreiðanleika mæling- anna, þ.e. hversu vel þær lýsa ástandi við fæðingu ef sýnataka tefst í allt að klukkustund eftir fæðingu barns. Efniviður og aðferðir: Þrjú pöruð sýni (úr blá- og slagæð) voru tekin á fyrstu klukkustund eftir fæðingu (eftir <5 mín, 30 mín og 60 mín) úr 37 naflastrengjum. Mælt var pH, pC02, [HC03-] og SBE. Student's t-test og ANOVA var beitt til að meta breytingar á gildum með tíma. Niðurstöður: pH gildi breyttist ekki, en pC02, [HC03-] og SBE úr slagæðinni lækkuðu öll marktækt (p < 0,001) á fyrstu hálfu og heilu klukkustund eftirfæðingu. Lækkun pC02 var því meiri sem upphafsgildið var hærra. Ályktun: (1) Áreiðanleiki sýrustigsmælingar í blóði úr afklemmdum nafla- strengsbút er góður þótt blóðsýnistaka tefjist í allt að klukku- stund frá fæðingu barns og gefur því áreiðanlega mynd af upprunalegu gildi við fæðingu barns. (2) Niðurstöður mælinga á pC02, [HC03-] og SBE breytast svo mikið í naflastrengsbútnum, á fyrstu klukkustund eftir fæðingu, að þær endurspegla ekki örugglega upprunalegu gildin við fæðingu. Lækkun sem verður á þessum gildum getur gefið falska vísþendingu um ríkan metabólískan þátt í blóðsýringu. Lykilorð: Fóstur (fetal), naflastrengsæðar (umbilical cord vess- els), sýru-basa jafnvægi (acid-base balance), fósturköfnun (asphyxia), blóðsýring (acidosis). Comparative Genomic Analysis for Biomedical Applications Sigrún Hallgrímsdóttir', Mariel Vazquez2 and Lior Pachter2. 'Læknadeild Háskóla Islands, 2Department of Mathematics, University of California, Berkeley Background: The ATP binding cassette (ABC) transporters are a big family of transporting proteins. Their substates are very diverse but they carry out their function in a similar manner. Because of the many different roles they have in different tissues they have been linked to many diseases e.g. cystic fibrosis, immune deficiency, Tangier disease and drug resistance. The nucleotide bindíng folds (NBF) are highly conserved through evolution which shows its importance to cellular function. Their 98 LÆKNANEMINN 2005
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.