Bændablaðið - 25.05.2023, Side 20

Bændablaðið - 25.05.2023, Side 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. maí 2023 Hugmyndir um vindmyllur á Íslandi og að nýta vindorku í auknum mæli eru mjög umdeildar. Tekist er á um hvort ávinningurinn af vindorkuverum vegi þyngra en umhverfisáhrifin sem af hljótast og um hver þau séu í raun. Vindurinn er óþrjótandi og þróun í vindmyllutækni fleygir fram. Áður en vindmylla á landi er reist þarf að gera plan fyrir undirstöðu hennar með tilheyrandi vegarlagningu. Vindmyllur eru í hæstu stöðu oft 150-200 metra háar og gefa frá sér hljóð og skuggaflökt þegar spaðarnir snúast. Vindmyllur verða að standa þar sem hægt er að koma að aðföngum og tengja rafmagnsframleiðslu þeirra við flutningskerfi raforku. Í vindmyllugarði geta verið tugir vindmylla. Meðal þess sem huga þarf að vegna áforma um vindmyllur eru áhrif þeirra á náttúru og umhverfi svo sem gróður, jarðminjar, menningarminjar, búsvæði dýra og farleiðir fugla, ásýnd landsins og áhrif á fólk. Stærstu breyturnar í umhverfismati vindorkuvera eru sagðar annars vegar landslags- og ásýndaráhrif og hins vegar áhrif á fuglalíf. Vindmyllur breyta ásýnd landsins en bent hefur verið á að tiltölulega auðvelt sé að fjarlægja þær aftur og endurvinna efni þeirra að hluta. Líftími vindmylla er sagður að jafnaði vera tveir til þrír áratugir og er þá jafnvel hægt að endurnýja þær eða fjarlægja og færa svæðið sem næst fyrra horfi. Á Íslandi hefur verið farin sú leið að nýta vatnsafl og jarðhita til raforkuframleiðslu en m.a. vegna knýjandi þarfar um viðbrögð við umhverfisvá loftslagsbreytinga er krafa um fleiri leiðir til raforkuframleiðslu og orkuskipti; úr jarðefnaeldsneyti í endurnýjanlega orkugjafa og mikil eftirspurn er eftir grænni orku. Framleiðsla vindorku er talin henta vel með framleiðslu orku úr vatnsafli, líkt og hér er ráðandi, þar sem hægt sé að geyma vatn í lónum þegar vindurinn blæs en nýta vatnsaflið þegar vindaskilyrði eru lakari. Hvað varðar vindmyllur á hafi er tæknin við þær skemur á veg komin en á landi. Kostnaðarsamara mun vera að tengja og keyra orkuver á sjó en á landi og áhrif á dýralíf og náttúru talin nokkuð sambærileg og hjá vindorkuverum á landi. Hugmyndir um tugi staðsetninga misstórra vindmyllugarða vítt og breitt um landið hafa komið á borð verkefnastjórnar í 3. eða 4. áfanga Rammaáætlunar á undanförnum misserum. Framkomnar hugmyndir eru á ýmsum stigum, flestar aðeins á frumstigi og alls óvíst um afdrif margra þeirra. Einkafyrirtæki standa að flestum hugmyndanna og ljóst er að margir einkaaðilar, bæði innlendir og erlendir, hafa mikinn áhuga á uppbyggingu vindorkugarða hér á landi. Íslenskt orkuumhverfi hefur á síðustu árum verið að færast yfir í meira markaðsumhverfi og vaxandi krafa er um að leyfisferli verði gerð gegnsærri og skilvirkari og að arður af auðlind vindorkunnar skili sér til þjóðarinnar burtséð frá eignarhaldi. Samkvæmt upplýsingum frá Skipulagsstofnun er nú í vinnslu umhverfismat fyrir 11 vindorkuver á landsvísu. Orkustofnun hefur fram að þessu gefið út þrjú virkjunar- leyfi vindorku: Fyrir Belgsholt í Hvalfjarðarsveit árið 2011 fyrir allt að 30 kW vindrafstöð, til Landsvirkjunar 2012 fyrir rannsóknavindmyllurnar nærri inntaksmannvirkjum Búrfells- virkjunar í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi, og 2014 til Biokraft ehf. fyrir tvær 600 kW vindrafstöðvar í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra. Vindorkuver séu í eigu þjóðarinnar Eins og áður segir er víða verið að skoða möguleika á vindorkuverum og deilt um hvort þau eigi rétt á sér. Rök hníga bæði með og á móti; meðan sumir telja vindmyllur hið mesta þarfaþing og gagnlega viðbót í raforkuframleiðslu eru aðrir algerlega á öndverðum meiði og segja fjölmargt sýna fram á skaðsemi þeirra og að þær séu í raun óumhverfisvænar þegar grannt sé skoðað. Enn aðrir segja vindmyllur ýmist eiga heima fjarri byggðu bóli og helst á öræfum eða aðeins á svæðum sem þegar er búið að raska með mannvirkjum og í grennd við þéttbýli. Landsvirkjun reisti árið 2012 tvær vindmyllur í rannsóknarskyni norðan við Búrfell og áformar svonefndan Búrfellslund, vindgarð austan við Sultartangastöð á Þjórsár- og Tungnársvæðinu. Þar rekur Landsvirkjun sjö vatnsaflsstöðvar, og háspennulínur, vegir og ýmis stoðvirki eru þegar til staðar. Vindorkuverið var endurhannað með FRÉTTASKÝRING Sími 570 9090 • frumherji.is Komdu með hestakerruna á næs skoðunarstöð og hafðu hana klára rir vorið og sumarið. Vindorka: Stjórnvöld verði að fara í heildarstefnumörkun – Varað við að loftslagsumræðu sé stillt upp á móti náttúruvernd Steinunn Ásmundsdóttir steinunn@bondi.is Í skýrslu sem verkfræðistofan Efla vann árið 2020 um tilhögun Hrútsmúlavirkjunar fyrir Gunnbjörn ehf. má finna þessa sýnileikamynd af vindmyllum ofan við Minni-Mástungu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Ef af þessu verður mun þetta rýra notagildi nærliggjandi jarða og hafa veruleg áhrif á umhverfið í kring,“ segir Jón Marteinn Finnbogason. Mynd / Efla verkfræðistofa Ég er hlynntur virkjun vindsins og vindmyllur um alla Evrópu virðast gefa þokkalega raun ... Við þurfum að bæta við raforkuframleiðslu, eða það er okkur allavega sagt. “

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.