Bændablaðið - 25.05.2023, Qupperneq 46

Bændablaðið - 25.05.2023, Qupperneq 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. maí 2023 „Ég fór á vettvang í Laugargilið og athugaði alla staðhætti og möguleika. Ég fór aðra ferð og fékk þá með mér jafnaldra minn og vin, Björn Guðmundsson frá Gíslakoti. Hann hafði ekki minni áhuga fyrir sundi en ég og höfðum við búið saman og æft sund veturinn áður í Reykjavík. Hann hvatti mig vel að hefjast handa og nú varð ég ákveðinn. Ég óttaðist að ekki yrði tekið mark á því sem ég segði um slíkar framkvæmdir og hélt ég því næsta dag á yfirreið um héraðið og réðst ekki fyrst á garðinn þar sem hann var lægstur, heldur hélt beint til stórbóndans Ólafs á Þorvaldseyri og sagði honum málavexti og bað hann að koma með mér og líta á aðstæður. Það var ekki að fara í geitarhús að leita ullar að koma til hans, hann lagði frá sér verkfæri í hasti og fylgdi mér á vettvang. Af meðfæddu verkfræðieðli sínu sá hann fljótt að hugmynd mín gat staðist. „Þið ljúkið þessu verki á einum degi ef þú færð nógu marga menn,“ sagði Ólafur. Nú var ég ekki lengur hikandi við að hefja þetta starf, ég ákvað að halda yfirreið minni um sveitina áfram,“ skýrði Björn J. Andrésson frá. Svo fór að Ólafur á Eyri fylgdi Birni á þrjá bæi til að heyra undirtektir. Björn kom á öll heimili sem á leið hans lágu og hafði tal af öllum æsku- og unglingsmönnum. Alls staðar fékk Björn góðar undirtektir með að hjálpa til við að útbúa sundlaug innan við Seljavelli. Launin voru endurgjaldslaus sundkennsla að verkinu loknu. Verkið vannst ekki nógu fljótt Björn minnist þess þegar hann beið liðsafnaðar á túninu við Selkot að menn nálguðust úr ýmsum áttum, alls 25 manns sem tóku þátt í verkinu. Minnist hann þess ekki að hafa verið jafn gagntekinn af tilhlökkun og spenningi í nokkurri ferð sem hann hafði farið. Síðasta spölinn að laugarstaðnum var gengið. Svo lýsir Björn þegar hafist var handa: „Um staðarval fyrir laugina var aðeins eitt að ræða, urðu því engar tafir vegna ræðuhalda um það og hófst því verkið umsvifalaust. Vel var haldið áfram svo lengi sem dagurinn entist og var þá greftri lokið en eftir var að hlaða innan með grassnyddum og leiða vatnið. Á yfirreið minni deginum áður hafði ég sagt að dagur mundi nægja til þessara framkvæmda en aurinn var harður, samanþjappaður og all stórgrýttur. Með handverkfærum einum vannst verkið ekki nógu fljótt. Ég fékk að heyra að ekki stæðist mín áætlun og til voru þeir sem ekki voru ákveðnir að koma aftur að morgni. Voru þeir með getgátur um að laugin mundi leka og svo framvegis. Þetta var á laugardagskvöldi. Ég man ég sagði við þá sem voru óákveðnir: „Í dag er virkur dagur og feður ykkar og húsbændur hafa gefið ykkur frí frá nauðsynlegum störfum heima, á morgun er sunnudagur sem þið eigið sjálfir, það væri því óverjandi skömm fyrir hvern sem ekki vildi leggja fram vinnu á sínum eigin frídegi til að ljúka þessu verki næsta dag.“ Að svo mæltu var einróma samþykkt að hver og einn kæmi aftur næsta morgun svo verkinu yrði þá haldið áfram. Sama blíðviðri hélst og var unnið af jafnmiklum áhuga sem fyrri daginn. Um kvöldið var lokið við að hlaða veggina að innan og þekja laugina grassverði. Þá var líka búið að klappa skorur í mjúka og sundursoðna bergfláa ofan við í brattanum og heita vatnið látið renna þar að lauginni.“ Laugin gædd dularmætti Eftir tveggja daga stranga vinnu tók volgt vatn að streyma ofan í laugina en að sögn Björns var magnþrungin stund í kvöldhúminu þegar allur hópurinn stillti sér upp á laugarvegginn og söng „Þú bláfjallageimur með heiðjöklahring.“ „Þessi laug var ekki stórbrotin, hún var aðeins 9 metra löng og 4-5 m víð en hún var frá upphafi gædd dularmætti sem réði úrslitum um að þarna má líta aðlaðandi steinsteypta sundlaug í fögru landslagi sem hvergi á sinn líka hér á landi,“ minntist Björn og bætti við: „Daginn áður en námskeið skildi hefjast í lauginni fórum við Björn Guðmundsson í Gíslakoti inn að henni. Þegar þangað kom var hún nærri tóm, aðeins botnhylur af vatni. Þetta voru mikil vonbrigði, við höfðum ætlað að vígja laugina með sundi. Hann hafði áður lært það í Reykjavík og var að mig minnir sá eini sem kunni sund í sveitinni annar en ég.” Vegna vonbrigðanna ákváðu þeir félagar að gera sitt besta til að þarna yrði gerð steinsteypt laug. Sprikluðu buslandi í allar áttir Þrátt fyrir að lítið vatn væri í lauginni stakk Björn upp á því við viðstadda að prófa að leggjast í hana til að finna þá vellíðan sem því fylgir að hvílast í volgu vatni. Flestir tóku hann á orðinu og þá gerðist merkilegur hlutur. „Nú skeður það sem enginn hafði búist við, vatnið fer allt í einu að stíga í lauginni og þó það væri með fullum moldarlit hafði það hrífandi áhrif á ærslafullan lýðinn, sem ofan í lauginni spriklaði buslandi í allar áttir. Það sem olli hækkun vatnsins var að þegar það var orðið gruggugt, þétti það veggina sjálfkrafa um leið og það síaðist út í sandinn á meðan laugin var að fyllast, sem gekk vel. Var nú stjórnlaust fjör og gleðskapur allsráðandi og segja mætti að glaumur og gleði svifi yfir vötnum. Menn voru bæði hrifnir og undrandi. Þeir höfðu aldei áður fundið hvernig var að koma í volgt vatn. Líklega hefur þó enginn í þessum hópi verið ánægðari og sælli en ég, minn langþráði draumur um að til yrði sundlaug á svæðinu var orðinn að veruleika og öllum mínum áhyggjum um aðstæður til sundkennslu aflétt.“ Vinna við steinsteypta laug hefst Nú var ekki eftir neinu að bíða og hóf Björn námskeið með kennslu í sundi og 25 menn tóku þátt. Þó að sund hafi verið aðalnámsgreinin sagði hann einnig til í fleiri íþróttagreinum. Búið var í tjöldum meðan á námskeiðinu stóð. Kaffi var lagað við heita uppsprettulind á staðnum. „Áhuginn að læra sund yfirgnæfði allt annað. Eftir sjö daga kennslu voru allir komnir á flot og skein óblandinn fagnaðarljómi af hverju andliti yfir þeim árangri sem hver og einn hafði náð. Í kjölfarið var ákveðið að mynda félag og daginn eftir fyrsta námskeiðið tók Sigurður Guðjónsson í Hlíð sig til og leitaði eftir samskotum til sundlaugarbyggingar og reið hann um sveitina í þessum tilgangi,“ minnist Björn. LÍF&STARF Einstök sundlaug – 100 ára afmæli Seljavallalaugar fagnað á árinu Í sumar verður 100 ára afmæli Seljavallalaugarinnar fagnað. Aðdragandi að byggingu Seljavallalaugar árið 1923 má segja að hafi hafist eftir að Björn J. Andrésson sótti sundnámskeið í rúman mánuð til Reykjavíkur sem fulltrúi sveitarinnar. Þegar Björn kom til baka var honum ofarlega í huga að útbúa bráðabirgðasundlaug, nýta heita uppsprettuna í Laugarárgili innan við bæinn Seljavelli í Austur-Eyjafjallasveit. Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Myndin er tekin um 1954 þegar unnið var að lagfæringum og nýtt klósett byggt sem stóð stutt. Ein af elstu myndum sem til eru af Seljavallalaug, hér hefur Andrés Pálsson stungið sér til sunds en hann var faðir Björns J. Andréssonar, sem þessi grein byggir á en Björn stóð á sínum tíma fyrir byggingu laugarinnar. Oft hefur verið torvelt að komast að lauginni en hugsjónafólk hefur í gegnum tíðina staðið að viðhaldi hennar. Þó hefur lítið verið gert viðhaldslega séð frá árinu 2005, sem er synd því um mjög merkilegt mannvirki er að ræða. Björn J. Andrésson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.