Bændablaðið - 25.05.2023, Side 47

Bændablaðið - 25.05.2023, Side 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 25. maí 2023 Landsliðið í dælum Eldsneytis- og efnadælur, tunnudælur, mælar, slöngur og fylgihlutir. LANDVÉLAR | SMIÐJUVEGI 66 | 580 5800 | LANDVELAR.IS LAUSNIR Á LAGER Samþykkt - búið að skila BÆJARHRAUNI 12 220 HAFNARFIRÐI S. 555 4800 Hafnargata 52 260 Reykjanesbæ S. 421 7510 Hrísmýri 7 800 Selfossi S. 482 4200 Furuvöllum 15 600 Akureyri S. 535 9085 Sólvangi 5 700 Egilsstöðum S. 471 1244 STÓRVERSLUN STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 12 110 REYKJAVÍK S. 535 9000 Skoðaðu vöruúrvalið á www.bilanaust.is BRENDERUP KERRUR Það var mikið verk eftir gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 að moka öskunni upp úr lauginni. Margir hjálpuðust að við þá erfiðu vinnu en Suðurverk sendi á sinn kostnað Caterpillar-gröfu af stærstu gerð á staðinn sem mokaði 1180 tonnum upp úr lauginni. Þann 23. desember árið 1922 var Íþróttafélag Eyfellinga stofnað og samþykkt að næsta vor yrði byggð steinsteypt sundlaug. Félagsmenn skyldu vinna endurgjaldslaust að byggingu laugarinnar. Á þessum fundi var upplýst að samskotafjárloforð næmi kr. 764,00, því var eingöngu safnað meðal yngri manna sveitarinnar og bændur allir friðhelgir við þá söfnun, en 85 einstaklingar, piltar og stúlkur, stóðu að þessari upphæð. Margir voru svo ungir að þeir höfðu aldrei á ævi sinni séð pening fyrir vinnu sína. Framlag hvers og eins var frá 1 kr. upp í 30 kr. Þetta samskotafé var það eina sem félagið hafði í fyrirhugaðar framkvæmdir. Nokkrum dögum eftir stofnfund var sýslunefnd Rangárvallasýslu sent bréf frá félaginu og sótt var um styrk til þessara framkvæmda. Því var synjað en eins og til að bæta fyrir það tók sýslumaður sig til og sótti um styrk til Alþingis, bæði til sundlaugarbyggingarinnar og til sundkennslu við væntanlega laug. Hálfu öðru ári síðar afhenti sýslumaður íþróttafélaginu 70 kr. frá ríkissjóði Íslands sem veittan styrk. Vinna við laugina tók níu mánuði og braust út mikil sigurgleði meðal manna þegar því lauk.“ Byggt á frásögn Björns J. Andréssonar Unnin dagsverk við að byggja steinsteypta Seljavallalaug voru rúmlega jafnmörg og dagar eins árs eru og var aldur þátttakenda á milli 11 og 46 ára. Virðingarvert var fyrir alla bændur sveitarinnar hvað takmarkalausan stuðnig þeir veittu félaginu með því að leyfa sínum heimamönnum að mæta til vinnu hvenær sem þeir voru boðaðir.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.