Bændablaðið - 25.05.2023, Qupperneq 49

Bændablaðið - 25.05.2023, Qupperneq 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 25. maí 2023 +354 4601706 sigti og auðvelt að tæma lítill rafmagnskostnaður stöðug hreyfing án notkunar í allt að 160 daga engin siturlögn og lyktarlaust UMHVERFISVÆN WWW.HAGVÍS.IS YFIR 20 ÁRA REYNSLA Á NORÐURLÖNDUM SKÓLPHREINSIBÚNAÐUR FYRIR SUMARBÚSTAÐINN HEIMILI OG FYRIRTÆKI Hreinsistöðin uppfyllir ströngustu kröfur sem gerðar eru á Evrópska efnahagssvæðinu Hreinsar fosfór og köfnunarefni hreinsun á frárennsli, böðum, salernum, vöskum og þvotta- og uppþvottavélum -ENGI N SITURLÖGN HEINSISTÖÐ FramtíðFortíð Midea Varmadæla Arctic Series - Loft í vatn - Nýtt útlit - tekur lítið gólfpláss Innbyggður neystluvatnstankur Wifi tenging - hægt að stjórna og fylgjast með úr snjalltæki Hafðu samband við okkur og við finnum réttu dæluna fyrir þig Frábær verð Umhverfisvænn kælimiðill Allt að 80% orkusparnaður www.kaelitaekni.is Smiðjuvellir 9 300 Akranes 430 6600 akur@akur.is AKURShús - timbureiningahús íslensk hönnun & framleiðsla Afhent uppsett á byggingarstað eða í einingum – Við allra hæfi – „ Kynntu þér húsabæklinginn okkar á akur.is og fáðu verðáætlun í húsið þitt Margar gerðir og stærðir Ágúst Sigurðsson, sem er nýráðinn fagstjóri á búfjárræktar- og þjónustusviði RML með starfsstöð á Selfossi. Mynd / Aðsend Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjóra í búfjárrækt og þjónustu hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML). Hann er með starfsaðstöðu hjá Búnaðarsambandi Suðurlands á Selfossi. Ágúst var áður sveitarstjóri Rangárþings ytra og þar áður rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. „Þessa dagana er ég glaðbeittur „starfsmaður í þjálfun“. Ég er að kynna mér verkefnin og finna út hverjar áherslurnar eru, hver gerir hvað og hvernig skipulagið er á vinnulagi og slíku. Ég þekki mörg verkefnin sem unnið er að og stóran hluta starfsfólksins þekki ég úr fyrri störfum mínum eða af öðrum vettvangi. Ég veit því að verkefnin eru áhugaverð og samstarfsfólkið öflugt og starfið leggst því vel í mig,“ segir hann. Ágúst er búvísindamenntaður með doktorspróf í búfjárerfðafræði frá SLU í Svíþjóð. „Ég þrífst á því að sinna krefjandi og fjölbreyttum störfum og láta til mín taka eftir bestu getu án þess að gerast mjög þaulsætinn í hverju verkefni fyrir sig. Margt af því sem ég hef gert um ævina tengist með einum eða öðrum hætti landbúnaði og því þekki ég það svið ágætlega.“ Áfram þarf fólk að borða Þegar Ágúst er spurður um stöðu landbúnaðarins heilt yfir stendur ekki á svari. „Tækifærin liggja víða og kannski nú sem sjaldan fyrr. Almennt er ekki skortur á áhuga fyrir verkefnum í landbúnaði og tækni og vísindum fleygir fram. Áfram þarf fólk að borða og spurn eftir þjónustu sem sprettur fram í landbúnaði er svo sannarlega til staðar. Þetta stendur með okkur. Jafnvægi hinna ýmsu þátta þarf hins vegar að vera til staðar svo framtíðin haldist björt í landbúnaði. Nýting auðlinda þarf að vera skynsamleg og afrakstur starfseminnar hjá hverjum og einum að vera nægur. Þar liggur stóra verkefnið,“ segir Ágúst. Gagnagrunnar stórkostleg auðlind Ágúst segir að það séu mjög spennandi tímar fram undan þegar búfjárræktin er annars vegar. „Aðferðir og tækni sem voru á hugmyndastigi fyrir tiltölulega fáum árum síðan eru nú komin á stig nýtingar og framkvæmda. Nýting erfðamengjaúrvals og greining arfgerða sem tengjast alls kyns verðmætum og áhugaverðum eiginleikum er nú staðreynd, líka hér við okkar aðstæður. Gagnagrunnar okkar um íslenskt búfé eru stórkostleg auðlind sem þarf að halda áfram þétt utan um og efla á alla lund. Áhugi á búfjárrækt er mjög almennur meðal íslenskra bænda, það er mikilvægt. Það sem þarf að hafa í huga hvað varðar árangur í flestum greinum búfjárræktar er að ræktunarstarfið er í rauninni samstarfsverkefni, ef einum gengur vel þá gagnast það öllum að verulegu marki,“ segir Ágúst. Hann bætir við að það skipti miklu að gagnasöfnun sé traust og almenn og að allir taki þátt í framkvæmd ræktunarstarfsins og leggi sitt af mörkum. Nauðsynleg tækifæri hvers og eins til að skara fram úr séu engu að síður til staðar. /mhh Glaðbeittur starfs- maður í þjálfun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.