Bændablaðið - 25.05.2023, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 25.05.2023, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 25. maí 2023 STEINHELLA 4, HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 837 7750 INFO@BILXTRA.IS kr425,000 KERRUR Á HAGSTÆÐUM VERÐUM! BILXTRA.IS kr950,000 kr,000 kr1,450,000 Hótel/gistihús til leigu til lengri tíma - Framtíðarráðstöfun - Tilbúið til rekstrar strax í sumar √ Allur búnaður til staðar, bókanir sumarsins og bókunarkerfi tengt við Booking.com og Expedia.com. √ Áður skóli og heimavist. Náttúruperla mitt í fuglafriðlandi Svarfdælinga. √ Tvö hús, samtals um 1300 fermetrar. √ Ný vönduð rúm og sængurfatnaður, þvottavélar og góð aðstaða. √ Möguleiki á heilsársrekstri og búsetu. √ Framtíðartækifæri fyrir fagaðila og áhugasama með metnað í hótel og gististarfsemi. Húsabakki Svarfaðardal Fasteignamarkaðurinn ehf. – Óðinsgötu 4 , 101 Reykjavík – www. fastmark.is -fastmark@fastmark.is Valhöll Fasteignasala ehf. - Síðumúla 27, 108 Reykjavík - www.valholl.is VARAHLUTIR Í KERRUR Vagnhöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 517 5000 | stalogstansar.is st’ al og Bílabúðin Stál og stansar í dag annaðhvort til urðunar sem viðurkennt er að sé slæmur kostur, eða til brennslu, sem er vafalítið dýrasti kosturinn. En í stað þess að hljóma eins og Bjartur í Sumarhúsum í verra horninu, þá eru samtökin reiðubúin, vel mönnuð af starfsfólki sem býr að menntun og þekkingu sem þarf til að takast á við verkefnin fram undan, hvort sem það er að hífa, slaka, eða gera eitthvað. Dýrahræ, aukaafurðir og annar lífrænn úrgangur Umhverfis- og loftslagsmálin verða í brennidepli á næstu árum, þrátt fyrir að stjórnarbreytingar í ýmsum löndum Evrópu síðustu misseri hafi gefið til kynna breyttar áherslur á sviði alþjóðavæðingar. Verkefnið fram undan er eftir sem áður risavaxið. Í mars sl. var birt minnisblað um ráðstöfun dýraleifa, þar með talið um ábyrgð sveitarstjórna og mögulegar úrvinnsluleiðir sem unnið var af Environice fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Skýrslan er í mörgu ágætt yfirlit yfir stöðu mála en þó telja Bændasamtökin að þær leiðir til úrlausna sem lagðar eru til í skýrslunni séu með öllu ótækar auk þess sem þær séu til þess fallnar að leggja óhóflegar álögur á landbúnað. Bændur geta með engu móti staðið undir þeim kostnaði sem hlýst af því að byggja dýrar brennslustöðvar í öllum landshlutum, en í skýrslunni var einmitt sú lausn boðuð. Og bændur borga brúsann. Það er þannig skýr afstaða Bændasamtakanna að í umhverfis- og loftslagsmálum verði að horfa til þess að aðgerðir verði ekki til þess að útvista vandanum til annarra landa með því til dæmis að landbúnaðarframleiðsla færist úr landi. Enda færi slíkt gegn öllum áformum og markmiðum stjórnvalda um fæðuöryggi og sjálfbærni. Bændasamtökin vilja því fara aðra leið og mun hagstæðari fyrir alla aðila, en sú leið byggir á samvinnu allra sveitarfélaga og þeirri einföldu aðferðafræði að hámarka þau verðmæti sem felast í lífrænum úrgangi, hvort sem um er að ræða dýrahræ, aukaafurðir eins og sláturúrgang eða annan lífrænan úrgang. Bændasamtökin telja farsælast að horfa til þeirra aðferða sem búa til verðmæti. Nú þegar er til að mynda rekin öflug kjötmjölsverksmiðja á Íslandi sem framleiðir áburðarefni úr lífrænum úrgangi og getur meðhöndlað úrgang með hærri áhættuflokkun eins og sláturúrgang. Þá eru miklar vonir bundnar við að innan tíðar verði komin upp verksmiðja á Íslandi sem framleiðir hefðbundinn áburð úr lífrænum úrgangi eins og fiskiseyru, búfjáráburði og ýmsum öðrum lífrænum úrgangi. Önnur aðferð sem horft er til samhliða framangreindum aðferðum er framleiðsla lífkola úr lífrænum úrgangi en með þeirri aðferð má meðhöndla úrgang með hæstu áhættuflokkun. Allar þessar aðferðir eiga það sameiginlegt að styðja hringrásar- hagkerfið og búa til verðmæti sem um leið lágmarkar kostnaðinn við það að losna við úrganginn. Hvað þarf til? Í raun er það eina sem þarf til vilji til samvinnu. Sveitarfélögin verða að hætta að haga sér eins og óreyndur skipstjóri, sem veltir ábyrgðinni yfir á hásetana, og koma þess í stað sameinuð að þessu stóra verkefni sem úrgangsmálin eru. Á þeirri vegferð verða sveitarfélögin að hafa í huga að bændur hvorki hafa hug á, né fjárhagslega getu til að greiða fyrir dýrar brennslustöðvar í öllum landshlutum eða jafnvel fjölmörgum sveitarfélögum eins og áætlanir virðast vera uppi um. Aðrir mun hagkvæmari valkostir eru í boði svo lengi sem sveitarfélögin vinna öll saman að einni skynsamlegri heildarlausn á landsvísu með hag allra að leiðarljósi. Þau eru nokkur ráðuneytin sem þurfa að styðja þessa vegferð og má þar helst nefna innviðaráðuneytið, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og matvælaráðuneytið. Öll þurfa þessi ráðuneyti að taka til í sínum ranni með því að aðlaga regluverk að nýjum lausnum og ekki hvað síst yfirfara það Evrópuregluverk sem hefur verið innleitt með tilliti til þess hvar sé hægt að aðlaga að íslenskum aðstæðum. Ljóst er að verði regluverkið ekki uppfært í samræmi við nýja tækni á sviði úrgangsmála þá eru allar lausnir sem styðja hringrásarhagkerfið í uppnámi. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið kemur næst út 8. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.