Bændablaðið - 25.05.2023, Page 57

Bændablaðið - 25.05.2023, Page 57
57Bændablaðið | Fimmtudagur 25. maí 2023 Streymishitarar 20% afsláttur Slepptu hitakútnum Fáðu strax heitt vatn Kristján G. Gíslason ehf Verslaðu á www.kgg.is LÁGAFELL VERSLUN OG BYGGINGAR EHF VÖLUTEIGUR 4, 270 MOSFELLSBÆR WWW.LAGAFELLVERSLUN.IS 846 7014 – 895 4152 Sérstyrkt fyrir íslenskar aðstæður - 24 ára reynsla á Íslandi SERRALUX Gróðurhús og yndisreitir í miklu úrvali Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta GLI ehf • gli.is • s:8994870 Tufftruck rafhjólbörur 4x4 8 vinnustundir á batterí , innbyggt hleðslutæki Fjölbreyttur aukabúnaður ,val um fínmunstruð dekk. Drífur 25° fullhlaðin, mótorbremsa. Verð frá 1.159.400 m/vsk OG VINNUM ÚR ÞEIM LAUSNIR TÖKUM AÐ OKKUR VERKEFNI VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður • Hraun 5 Reyðarfirði Sími 843 8804 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is Nýsköpun véla og eldsneytis – Fróðleikur um orkumál og orkuskipti – 8. hluti Flókin bylting í framleiðslu orkubera er hafin. Hvers konar hleðslutæki eru á markaði? Rafeldsneyti Rafeldsneyti er orkugjafi sem er framleiddur með endurnýjanlegri raforku, annaðhvort gas eða vökvi, og veldur ekki viðbótarlosun kolefnisgasa við notkun. Hugtakið eldsneyti er gamalt og getur verið misvísandi vegna þess að orkugjafar nútímans virka bæði við bruna og án bruna. Við notum hugtakið engu að síður. Grunnefni í gerð rafeldsneytis eru vetni, og koldíoxíð (koltvíildi, kolsýringur – efnasamband kolefnis og súrefnis). Nú til dags er mest horft til vetnis, metans, alkóhóls og líf- rænna efna sem líkjast olíuættuðu brennsluefni. Eitt af því sem er ólíkt með jarðefnaeldsneyti á vélar og rafeldsneyti er að sumt af því síðarnefnda er gas (eða þjappað gas sem vökvi) með mjög lágu geymsluhitastigi (í hörkufrosti). Orkuberi Hugtakið orkuberi nær yfir marga orkumiðla sem eru búnir til á framleiðslustað eða berast þaðan á viðkomustað til frekari vinnslu eða til notenda – t.d. olíuhreinsunarstöð eða vetnisölustöð eða iðjuveri þar sem rafeldsneyti er framleitt. Kol og dísilolía hafa lengi verið orkuberar t.d. í húshitun og á bíla og smám saman mun bera æ meira á vetni og ammoníaki eða lífdísli sem orkuberum. Hlutföll ólíkra orkubera við full orkuskipti koma senn í ljós. Vetnisknúnar vélar Brunavélar eða rafmótorar (algengast) sem knúnir eru vetni. Það er jafnan framleitt með því að kljúfa vatn með raforku. Vetni er hægt að geyma háþrýst sem gas eða fljótandi á geymum eða í eins konar afar fíngerðum málm„svömpum“ en líka sem hluta ammoníaks. Ammoníak helst sem eitruð loft- tegund (gas) við venjulegar útiaðstæður og er efnablanda vetnis og niturs (köfnunarefnis). Nitur er meginfrumefnið í loftinu og þaðan getur efnið fengist til framleiðslu ammoníaks ásamt framleiddu vetni. Ammoníak sem vetnisberi er haft til reiðu á sérstökum geymum. Unnt er að losa um vetnið og skila nitrinu til baka. Meirihluti vetnisbíla eru rafbílar með efnarafölum (fuel cells) þar sem vetni sameinast súrefni. Rafeindir losna og mynda rafstraum á rafmótora og vatsgufu að auki. Aðrir vetnisbílar nýta bruna vetnis. Lífeldsneyti Lífeldsneyti er úr lífrænum efnum, sem framleitt er með endurnýjanlegri orku úr föstum lífmassa (t.d. plönuleifum) eða lífrænum vökva, eða það er náttúrulegt gas (t.d. metan úr sífrera, gömlum jarðklaka). Unnt er að framleiða eldsneytisolíu svipaða dísilolíu en einnig þotu/ skrúfuþotueldsneyti í þessum flokki eldsneytis. Rafhleðslutæki Rafhleðslutæki eru afar algeng, allt frá hleðslutækjum fyrir síma til öflugra hleðslustöðva fyrir þung ökutæki, vinnuvélar og skiparafmagn, svo dæmi séu nefnd. Enn er mest um hleðslustöðvar (stundum nefndar orkustöðvar) við heimili og ýmiss konar atvinnubyggingar eða opin- berar byggingar, auk stöðva hjá orkusölufyrirtækjum. Heimahleðslustöð gæti verið með hleðslugetu (afli) frá 4 til 8 kW (eins fasa stöð) upp í 10 til 20 kW (þriggja fasa stöð). Hraðhleðslustöðvar fyrir íbúðar- hús eru af stærðargráðu 30 til 50 kW og hraðhleðslustöðvar orkusala t.d. 100 til 225 kW. Mikil eftirspurn er þegar til orðin eftir hleðslustöðvum um allt land. Þeir sem kaupa hleðslustöð fyrir íbúðarhúsnæði fá fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts af kaupverði og vegna vinnu við uppsetningu. /ATG Hleðslustöðvar rísa vítt og breitt um landð og nægja framfarirnar næstum til að halda í við rafbílavæðinguna en ljóst að fjölgun stöðva á almannafæri mætti vera hraðari. Mynd / Isavia

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.