Bændablaðið - 25.05.2023, Page 61

Bændablaðið - 25.05.2023, Page 61
61Bændablaðið | Fimmtudagur 25. maí 2023 Félag garðplöntuframleiðenda fékk styrk til að endurgera gagnagrunn um garðplöntur sem framleiddar eru og seldar á Íslandi. Þessi gagnagrunnur hefur verið hluti af heimasíðu félagsins og hefur komið öllum sem hyggja á ræktun að góðum notum. Í Samkomulagi um breytingar á samningi um starfsskilyrði garðyrkjuafurða er gert ráð fyrir fjármunum til loftslagsverkefna. Félag garðplöntuframleiðenda hefur verið með ýmis átaksverkefni í gangi til að vekja athygli á hlut garðræktar í kolefnisbindingu. Fólk verður sífellt meðvitaðra um jákvæð áhrif gróðurs og grænna svæða á líkamlega og andlega heilsu. Gróður gegnir lykilhlutverki við kolefnisbindingu, því er ræktun almennings eitt af því sem hver og einn getur lagt af mörkum við að hafa jákvæð áhrif í loftslagsmálum. Félagið sótti um og fékk styrk frá þessu verkefni til að vinna að því að koma upplýsingum um ræktun á framfæri við almenning. Á heimasíðu félagsins www.gardplontur.is er safn af fróðleiksgreinum sem hver og einn getur nýtt sér við sína ræktun. Hluti af heimasíðunni er gagnagrunnurinn Plöntuleit (www. leita.gardplontur.is). Þar er að finna kynningu á fjölbreyttum tegundum garðplantna sem ræktaðar eru á Íslandi, sjá af þeim myndir og fræðast um við hvaða skilyrði þær henta. Þarna á fólk að geta fundið hvaða tré og runnar eru í boði, sem og skrautplöntur í garða eða mat og kryddjurtir. Plöntuleitargrunnurinn er hugsaður til að nýtast jafnt kaupendum sem seljendum við að fræðast og fræða um hvað best er gera á hverjum stað. Vinna við nýja og uppfærða útgáfu af plöntuleitargrunninum hófst árið 2021. Gögnin voru sett upp í nýtt umhverfi til að gera þau aðgengilegri og að myndir af plöntunum nytu sín betur. Pétur Pétursson, starfsmaður TRS, sá um tæknivinnuna, Guðrún Þórðardóttir og Drífa Björk Jónsdóttir sáu um að yfirfæra gögnin og leiðrétta þau, flestar myndirnar eru úr söfnum Guðríðar Helgadóttur og Hólmfríðar A. Sigurðardóttur. Það hefur verið stórkostlegt að fá að nota myndir frá þessum heiðurskonum því góð mynd segir meira en 1000 orð. Yfirstjórn verkefnisins hefur verið á höndum stjórnarmanna í félaginu, þeirra Guðmundar Vernharðssonar og Helgu Rögnu Pálsdóttur. Aðstandendur verkefnisins eru mjög stoltir af afurðinni og vonast til að sem flestir nýti sér Plöntuleitina. Stjórn Félags garðplöntu- framleiðenda. Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Til sölu 68,5m2 iðnaðarbil til afhendingar strax í Breiðamýri 3, Selfossi. Allar nánari upplýsingar veitir Loftur Erlingsson, löggiltur fasteignasali S: 896 9565, loftur@husfasteign.is Varahlu�r í Bobcat Plöntuleit Félags garðplöntu- framleiðenda uppfærð Helleborus orientalis – Fösturós. Ligularia sibirica - Dísarskjöldur.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.