Bændablaðið - 25.05.2023, Qupperneq 65

Bændablaðið - 25.05.2023, Qupperneq 65
65 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. maí 2023 Ragnhildur er fædd og uppalin í Norðurhaga og hefur stundað búskap þar með foreldrum sínum síðan hún man eftir sér. Dagur kemur svo inn í búið 2019 en þau kaupa jörðina af foreldrum Ragnhildar í ársbyrjun 2023. Býli? Norðurhagi í Húnabyggð. Staðsett í sveit? Austur- Húnavatnssýsla. Ábúendur? Ragnhildur Ásta Ragnarsdóttir og Dagur Freyr Jónasson, ásamt foreldrum Ragnhildar, Ragnar Bjarnason og Þorbjörg Pálsdóttir Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Við parið, hundarnir Moli og Garpur og kötturinn Pétur. Stærð jarðar? 250 hektarar og um 70 hektarar af ræktuðu landi. Gerð bús? Sauðfjárbú. Fjöldi búfjár? Rúmlega 500 kindur og nokkur hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Morgun- og kvöldgjafir ásamt ýmsum verkum yfir daginn. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Flest allt skemmtilegt en það sem stendur upp úr er sauðburður, smalamennskur og réttir, en svo er alltaf gaman að fóðra gripina og heyja í góðu húnversku veðri. Leiðinlegast er þegar skepnurnar veikjast, gera við ónýtar girðingar og hreinsa skít af grindum. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Enn þá fleiri kindur og meiri kynbætur. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk og ostur. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt í hinum ýmsum formum er yfirleitt á boð- stólum og slatti af meðlæti með því. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegast er líklegast þegar við tókum við búinu núna í ársbyrjun en annars eru öll markmið sem hafa náðst og allir litlu sigrarnir eftirminnilegir líka. Prjónað ungbarnateppi úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað fram og til baka með áferðarmynstri sem minnir á mynsturpeysurnar sem hafa verið svo vinsælar upp á síðkastið. DROPS Design: Mynstur me-089-by Stærðir: ca 62-73 cm á breidd, ca 58-64 cm á lengd. Garn: DROPS Merino Extra Fine (fæst hjá Handverkskúnst) 300-400 g, litur á mynd 15, ljós grágrænn Prjónar: Hringprjónn nr 4, 60 cm. Kaðlaprjónn. Prjónfesta: 21 lykkjur á breidd og 28 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm. Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Ungbarnateppi: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 130-154 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Merino Extra Fine. Prjónið A.1 yfir allar lykkjur. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið A.1, 1 lykkja sléttprjón, A.2 þar til 5 lykkjur eru eftir, 1 lykkja sléttprjón, prjónið A.1. Haldið svona áfram þar til A.2 hefur verið prjónað alls 4-5 sinnum á hæðina og stykkið mælist ca 17-21 cm. Prjónið síðan mynstur yfir miðju 120-144 lykkjur eins og útskýrt er að neðan – ystu 5 lykkjurnar í hvorri hlið halda áfram í A.1 og 1 lykkja í sléttprjóni eins og áður. Prjónið A.3, endurtakið á hæðina þar til stykkið mælist ca 29-33 cm. Prjónið A.1 yfir allar lykkjur. Prjónið A.4 alls 2 sinnum á hæðina og stykkið mælist ca 42-46 cm. Prjónið A.1 yfir allar lykkjur. Prjónið A.5 – JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út um 12 lykkjur jafnt yfir = 142-166 lykkjur (þetta er gert vegna þess að mynstrið dregur stykkið saman). Endurtakið A.5 yfir miðju 132-156 lykkjurnar og prjónið ystu 5 lykkjur eins og áður þar til stykkið mælist ca 57-63 cm – JAFNFRAMT í síðustu umferð í A.5 er fækkað um 12 lykkjur jafnt yfir = 130-154 lykkjur. Nú er prjónað A.1 yfir allar lykkjur. Fellið síðan af með sléttum lykkjum. Teppið mælist ca 58-64 cm frá uppfitjunarkanti. Prjónakveðja, Stelpurnar í Handverkskúnst Norðurhagi í Húnabyggð BÆRINN OKKAR HANNYRÐAHORNIÐ Punktur punktur komma strik – Ungbarnateppi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.