Stuðlaberg - 01.12.2016, Síða 6
6 STUÐLABERG 2/2016
Nýjar bækur
Margar áhugaverðar bækur
komnar á markað
Á valdi regns og vinda
Bókin Núna eftir Þorstein frá Hamri er
tæpar sextíu blaðsíður að stærð og hefur að
geyma þrjátíu og níu ljóð. Þetta er ekki um
fangsmikill texti enda er Þorsteinn ekki vanur
að slá um sig með miklu orðskrúði. Ljóðin
eru afar öguð og sterk, hvert einasta þeirra
hefur sitt hlutverk, ber boð til lesandans, er
farvegur hugsunar. Boðskapurinn er dálítið
óræður á köflum en kemst til skila, hægur en
ýtinn, váleg boð að vísu, en þó glittir í von, sé
lesið milli lína.
Fagnaðarefni fyrir unnendur hins hefð
bundna ljóðs er formið sem Þorsteinn velur.
Í Stuðlabergi hefur stundum verið minnst
á það hvernig ljóðstafir geta borið ljóðið
áfram án þess að um sé að ræða hefðbundna
bragarhætti. Í bók Þorsteins er stuðlunin
borin uppi af skáldi sem þekkir allar hliðar
hefðarinnar og veit nákvæmlega hvað má
ganga langt út fyrir mörkin án þess að særa
brageyrað. Þetta sést vel í ljóðinu Barnið í
vöggunni:
Sumarið steig
á stofuþiljum
dans við skugga
af gluggatjöldum og trjám.
Og barnið í vöggunni
elti með augunum;
var það að lesa
letraðan sólstöfum
inngang að verðandi
ævitíð
með sínu af hverju:
sætleik, bölmóði, þrám?
Hér leika ljóðstafir stórt hlutverk í upp
byggingu ljóðsins, ávallt tveir saman, spurn
ing hvort ber að tala um stuðul og höfuðstaf
eða aðeins tvo stuðla, það fer eftir því hvernig
lesandinn vill horfa á braglínurnar, en skiptir
að öðru leyti engu máli. Þeir eru þarna, allir
á réttum stöðum, áferðarfallegir og hæfilega
sterkir, eins og vörðurnar á Möðrudalsör
æfunum. Í þessu ljóði er líka endarím sem
virðist yfirlætislaust og ekki veigamikið við
fyrstu sýn en lokar ljóðinu mjög smekklega
og grípur lesandann æ meir eftir því sem
ljóðið er lesið oftar.
Svipað má segja um ljóð sem nefnist Sól
heimar:
Gæði veraldar:
sýn, ómur og orð,
stikur sem vísa veginn til móðurdyra,
hönd sem styður
það sem veilt er og valt ...
Og utan um þetta
allt: