Stuðlaberg - 01.12.2016, Page 18
18 STUÐLABERG 2/2016
Það gefur sér enginn brageyrað
Rætt við systurnar Ástu, Fanneyju og Heiðu Guðnýju
Þær systur, Ásta Sverrisdóttir og Fanney
og Heiða Guðný Ásgeirsdætur fæddust og
ólust upp á Ljótarstöðum í Skaftártungu
þar sem sú síðastnefnda er bóndi. Fanney er
kennaramenntuð og var skólastjóri um árabil
en kennir nú við Sunnulækjarskóla á Selfossi.
Ásta var til skamms tíma bóndi á YtriÁsum
í Skaftártungu en flutti fyrir nokkrum árum á
Selfoss og vinnur þar í Mjólkurbúinu.
Þessar systur hafa vakið athygli fyrir
hnyttnar og vel gerðar vísur sem sumar hverjar
hafa meðal annars ratað á síður Stuðlabergs.
Því var ákveðið að hafa samband við þær
og biðja þær að svara nokkrum spurningum
um hagmælskuna, ljóðformið og annað sem
tengist vísnagerðinni. Þær tóku því vel og fara
svör þeirra hér á eftir.
Hvar lærðuð þið að yrkja?
Ásta: Ég hlýt bara að hafa lært það heima
hjá mér á Ljótarstöðum. Þó orti ég ekki neitt
fyrr en ég var kannski tólf eða fjórtán ára,
og þá með erfiðismunum. Ég ákvað að búa
til vísu og smíðaði svo eitthvað þangað til ég
var ánægð með það. Ég varð ekkert hagmælt
þannig að ég gæti kastað fram vísu fyrr en
eftir tvítugt.
Fanney: Ég lærði aldrei beinlínis að yrkja,
en heima hjá mér var alltaf verið að fara með
vísur og ljóð, eins lengi og ég man eftir mér.
Mamma og stóru systur mínar eru allar hag
mæltar og það voru settar saman vísur við alls
konar tækifæri. Þar fyrir utan ól mamma okkur
upp á ljóðum Davíðs Stefánssonar og margra
annarra, pabbi kenndi okkur ótal vísur – og það
var alltaf einhver raulandi eða syngjandi.
Heiða Guðný: Það var alltaf verið að yrkja
í kringum mig, endalaust verið að fara með
vísur og þylja kvæði á heimilinu, ég man ekki
eftir mér öðruvísi en eitthvað að reyna að
klambra saman vísum.
Hvernig voru fyrstu vísurnar?
Ásta: Fyrstu vísurnar voru mest svona stríðni
sem við Arndís systir vorum að skiptast á um
að búa til. Við snerum stundum útúr dægur-
lagatextum svo þeir pössuðu tilefninu.
Fanney: Fyrstu vísurnar voru líklega á ein
hverjum heimatilbúnum afmæliskortum, en
bæði þau og vísurnar eru löngu týnd. Það
elsta sem ég fann eru hádramatískar vísur
sem mamma hafði bjargað frá að týnast og
eru líklega síðan ég var 11 ára. Tilefnið var
að í girðingarvinnu dagsins fann ég fyrrum
heimagang sem ég átti. Hún hafði ákveðið að
reyna að troða sér í gegnum girðingu og setið
þar föst þar til hún drapst. Þetta var auðvitað
ákaflega leiðinlegt – en kannski ekki alveg
eins hræðilegt og vísurnar gefa til kynna.
Með hlátur í augum að heiman ég fer
því himinninn brosir, svo lyftist brún
og blærinn sín sumarljóð syngjandi er
og sól stráir geislum um engi og tún.
En allt þetta er fokið í veður og vind
öll veraldargleði er horfin í bláinn.
Því sólgeislum böðuð, við suðandi lind,
í svolitlri lautu er Ófeig mín dáin!
Heiða Guðný: Fyrstu vísurnar eru nú
hvergi til enda hafa þær sjálfsagt ekki verið
merkilegar.
Hvað er minnisstæðast úr vísnagerðinni í æsku?
Ásta: Við vorum stundum það grófar í að
dróttunum og lýsingum, að það kom aldrei
til greina að bera afraksturinn undir neinn
fullorðinn. Stundum voru blaðsíðurnar rifnar
úr vasabókinni og brenndar með flissi og
hlátrasköllum þegar við höfðum lagt efnið á
minnið. Það voru dýrðardagar.
Fanney: Vísnagerðinni fylgdi yfirleitt grín
og gaman. Mamma og pabbi hvöttu okkur