Úrval - 01.12.1962, Qupperneq 64
72
lírabba í dýrum með vindlinga-
reyk misheppnazt.
En það hefur verið mögulegt
að framkalla lungnakrabba í
hundi með því að bera tóbaks-
tjöru á slímhúð lungnapípanna.
Nokkrir þeir, er að slikum til-
raunum vinna, hafa einnig getað
framkallað húðkrabba í músum
eftir að hafa stöðugt borið
tóbakstjöru á húð þeirra í lang-
an tíma. Að vísu er hæg't að ef-
ast um gildi almennra reglna,
sem grundvallaðar væru á þess-
ari niðurstöðu, sem miðast við
húð músa, sem er mjög ólík
mannslunga, en þó er niðurstað-
an mjög athyglisverð að því leyti,
að hún bendir til þess, að i
tóbakstjöru sé efni, sem veldur
krabbameini (carcinogeniskt
efni).
Skyldar þessari aðferð erurann-
sóknir, sem sýnt hafa, að í barka
og lungnapípum fólks, er vindl-
inga reykir, eru töluvert tíðari
breytingar á frumum en hjá
þeim, sem ekki reykja. Og þess
konar breytingar, sem þar verð-
ur vart við, eru yfirleitt álitnar
vera undanfari krabbameins-
myndunar. Augsýnilega styrkir
niðurstaða þessara rannsókna
tilgátuna, sem um ræðir.
Þriðja aðferðin til rannsókna
vandamálsins er athugun á út-
breiðslu lifnaðarvenja og lífs-
hátta fólks og þjóðfélagsstöðu
ÚR VAL
þess. Slíkar rannsóknir geta
veitt upplýsingar, sem snerta
hinar tvær kenningar um mynd-
un krabbameins. Hér skal fjallað
um þrenns konar slíkar rann-
sóknir.
Venjur eða móttækileiki.
Strax í upphafi fyrstu til-
raunarinnar yrði rannsökuð út-
breiðsla lungnakrabba meðal
fólks miðað við aldur, kyn og
kynþátt. Síðan yrði ákvörðuð
tíðni hans meðal þess hluta sama
hóps, sem vindlinga reykir. Að
lokum yrði síðan borið saman í
hvorum hópnum, þeim stóra eða
litla, lungnakrabbi væri hlut-
fallslega tíðari.
Með þessari aðferð er reynt
að ákveða, hvort mismunandi
útbreiðslu lungnakrabba meðal
fólks má rekja til mismunandi
reykingavenja.
Onnur skyld rannsóknaraðferð
er sú, að bornir eru saman reyk-
ingamenn og þeir, sem ekki
reykja, með tilliti til eins margra
þjóðfélagslegra og líffræðilegra
sérkenna sem mögulegt er. Sam-
kvæmt þessari aðferð er reynt
að ákvarða það, hvort til kann
að vera einhver sameiginleg or-
sök, þar eð slík orsök eða slíkur
þáttur ætti ekki að vera eins hjá
reykingamönnum og þeim, sem
ekki reykja, ef sambandið milli