Úrval - 01.12.1962, Side 73
A AÐ AFNEMA BERNSKUNA?
81
hann sér rangan leikstíl, sem
yrði að vana hjá honum.“
í stað eðlilegs vaxtar í skóla-
starfi, félagslegum samskiptum
og hvers kyns viðfangsefnum
harnanna, er nú greinileg við-
leitni til þess að knýja fram
vöxt og þroska, og þetta furðu-
lega fyrirbæri er ekki aðeins
bundið við miðstéttafjölskyldur
í úthverfum bæjanna. Börn úr
öllum þjóðfélagsstéttum eru tek-
n aið finna fyrir þessum þving'-
unum i mismunandi mæli. Alferd
D. Buchmueller, formaður Barna-
rannsóknastofnunarinnar (Child
Study Association), segir svo:
„Viðleitni þessi, sem einkennist
af metnaðargirni, er nú e-igi
lengur tengd miðstéttunum ein-
um, heldur flestum bandarískum'
fjölskyldum.“
Eigi er það undrunarefni, að
börn, sem lifa lífi hinna full-
orðnu, þótt í smækkaðri mynd
sé, finni einnig fyrir álagi og
byrðum þeim, sem hinir full-
órðnu mega bera. Leiðbeininga-
stofnanir og sálfræðingar skýra
frá vaxandi fjölda taugaveikl-
aðra barna. Einnig skýra sömu
aðilar frá því, að líkamlegir
sjúkdómar af völdum mikils
álags, svo sem magasár, séu
einnig í vexti meðal barna. —
Asthmasérfræðingar hafa lengi
vitað, að veikin er að öðrum
þræði sálræns eðlis hjá flestum
þeim börnum, sem af henni þjást,
þ. e. a. s. afleiðing þess, að til-
finningar barnsins eru i sifelldu
uppnámi. Dr. Robert P. Morris
hefur lýst þvi yfir í grein i „The
annals of allergy" (Annálum of-
næmissjúkdóma), að móðir
asthmaveiks barns þjáist venju-
lega af „of mikilli metnaðargirni
viðvíkjandi frama barnsins. Hún
vill, að það verði snemma lítil
fullorðin vera, svo að því megi
takast að fullnægja hennar eigin
þörfum.“
Sérfræðingar halda því fram,
að það sé að nokkru leyti rétt,
að börn verði að læra að lifa
lífinu eins og það raunverulega
er, þ. e. venjast þvingunum þess
og hvatningu umhverfisins.
En það er mikilsvert að gera
greinarmun á því, hvað af sliku
er nauðsynlegt og hvað ekki.
Sanford Sherman, varaformað-
ur Hinnar gyðinglegu fjölskyldu-
þjónustu í New York (New
York’s Jewish Family Service)
segir svo: „Um er að ræða vissa
tegund eðlilegra, þjóðfélagslega
meðskapaðra þvingana og tak-
markana, sem hvert barn verð-
ur að tileinka sér og fara eftir.
Barnið verður að læra að kom-
ast í skólann á vissum tíma, að
tileinka sér sæmilega borðsiði,
að læra að umgangast aðra og
láta sér lynda við þá. Þetta er
allt á meðfæri barnsins á einu