Úrval - 01.12.1962, Síða 87
HUGSAÐU ÁÐUR EN ÞÚ DRUKKNAR
95
hvern og viss halli er á brettinu,
geta þeir höggvið eins og öxi).
Aðrir, sem létu sig berast upp
að ströndinni á brimbrettum,
gerðu sína fyrstu tilraun til þess
að synda, þegar þeir skullu í sjó-
inn á 10—20 feta dýpi. Yfirmað-
ur björgunarsveitanna á Los Ang-
eles svæðinu mælir með því, að
foreldrar krefjist þess af börnum
sínum, að þau geti synt upp undir
300 metra hvíldarlaust, áður en
þau fái leyfi til þess að nota brim-
bretti.
Brimdýnur og vindsængur. —
Margs konar uppblásnar dýnur
og vindsængur eru dregnar með
öðru hafurtaski niður að strönd-
inni, en í brimgarðinum leyfum
við aðeins notkun þeirra tegunda,
sem uppfylla kröfur okkar um
öryggi. Brimdýna verður að vera
búin til úr sterku gúmmíefni,
sem húðað er með segldúk eða
strigaefni; henni má ekki vera
hætt við að leggjast saman eða
að leka skyndilega, og á henni
verður að vera öryggiskaðall.
Þetta efni er ekki hált og verð-
ur það ekki, þótt það blotni, og
því er ekki eins mikill hætta á,
að fólk renni útbyrðis af slíkri
dýnu, en þannig hafa margir
drukknað, sem hafa hætt sér á
óöruggum dýnum og vindsængum
út á mikið dýpi. Einnig hafa
margir hálsbrotnað og farið úr
liði, er þeár hafa skollið á grynn-
ingar, þegar þeir duttu útbyrðis.
Hættulegustu dýnurnar í brim-
inu eru þær, sem kosta aðeins
einn dollar og eru ekki ætlaðar
til slíkra hluta, heldur sem svefn-
dýnur í útilegum. Þótt það sé að-
eins lítil alda, sem skellur á slík-
um léttum dýnum úr vinylefni
eða á hinum hræódýru eins-
manns-flekum, þá er það næst-
um óumflýjanlegt, að dýnunni
eða flekanum hvolfir. Slikur út-
búnaður er ekki öruggari í sund-
laugum. Sá, sem liggur í sólbaði
úti í sundlaug á slikri dýnu, á það
á hættu, að henni hvolfi og hann
meiðist, þegar sundmaður kemur
skyndilega úr kafi beint niður
undan dýnunni. Einn sundlaug-
arstjóri við gistihús nokkurt
sagði við mig; „Dýnur með
krökkum á rak sí og æ undir
dýfingarbrettið einmitt á því
augnabliki, þegar einhver var að
dýfa sér. Ég var alltaf á sifelld-
um þönum með krakka í sjúkra-
hús, svo að ég bannaði notkun
dýnanna i sundlauginni.“
Hjólbarðaslöngur geta verið
lífshættulegar og einnig hin
óteijandi skrautlegu afbrigði
þeirra úr vinylefni, svo sem sæ-
hestar, sædrekar, sundhringir,
o. s. frv. Það ætti alls ekki að
treysta gamalli hjólbarðaslöngu
fyrir lifi neins fjölskyldumeðlims
á sjó né vatni, slöngu, sem eig-
andinn þorilr jafnvel ekki að