Úrval - 01.12.1962, Síða 97
MORÐMÁL INNAN FJÖLSKYLDUNNAR
105
engan rétt til þess aS hætta á til-
raun, sem kann að stofna lífi sak-
laura borgara í hættu, — kvenna,
sem á þessari stundu skelfast nú
meira en nokkru sinni áður, þeg-
ar barið er að dyrum hjá þeim
á dimmu kvöldi." Drð þessi eru
mikilvægust vegna þess, að þau
voru töluð árið 1948 og af manni,
sem halda mætti, að hefði til
að bera meira en almenna þekk-
ingu í þjóðfélagsfræðum.
En dómararnir hafa alltaf tal-
að þannig, þegar um morð hefur
verið að ræða. 138 árum áður
mælti Ellenborough á svipaða
leið, en þá var hann forseti
hæstaréttar. Eini munurinn var
sá, að í þá daga voru eignir
manna þýðingarmeiri en manns-
lífin sjálf, og Ellenborough var
í uppnámi vegna lagafrumvarps
Samuels Romilly, þar sem farið
var fram á, að afnumin yrði
dauðarefsing fyrir búðaþjófnað,
sem næmi allt að fimm shillinga
virði. Hann varaði lávarðana við
afleiðingunum á þessa leið: „Af-
nemið þessi lög, og þá skuluð
þið sjá, hvílíkar breytingar verða
á hlutunum. Enginn mun þá geta
hætt á að skreppa að heiman í
eina klukkustund vegna skelfi-
legs kvíða um, að óforbetranleg-
ur ræningi sé búinn að hirða
allar eigur hans á meðan.“ Allir
dómararnir voru á sama máli og
hann, og svo var einnig um bisk-
upana.
En menn þessir höfðu reyndar
aldrei séð slíkt plagg sem skýrslu
einnar rannsóknamefndar innan-
ríkisráðuneytisins. Skýrsla þessi
ber titilinn „Morð“. í raun og
veru hefur aldrei fyrr verið sam-
in skýrsla svipaðs eðlis né slíkar
rannsóknir farið fram áður. For-
maður rannsóknanna, hr. T. S.
Lodge, skrifar formála og tekur
það fram, að skýrsla þessi fjalli
um þetta efni og nái yfir síðustu
níu árin. Hann segir ennfremur,
að rannsóknirnar hafi farið fram
og skýrslan hafi verið samin með
sérstöku tilliti til áhrifa „mann-
drápalaganna frá 1957“.
Á þessum níu árum frá 1952—■
1960 voru barnsmorð að miklum
meiri hluta framin af foreldrum
barnanna sjálfra eða einhverj-
um ö^rum fullorðnum ættingj-
um, eða að þrem fjórðu hlutum.
Næstum 40% þeirra kvenna, sem
myrtar voru, voru myrtar af eig-
inmönnum sínum og önnur 25%
af elskhugum sínum eða eigin
börnum. Þessar tölur sýna, að
ekki verður þá mjög mikið rúm
eftir fyrir manninn ókunna, sem
ber að dyrum, er dimma tekur,
en slík ógnarmynd hefur verið
notuð öldum saman til þess að
viðhalda hinni ástæðulausu
taugaþenslu, sem veldur því, að