Úrval - 01.12.1962, Blaðsíða 120
128
ÚR VAL
en þeg'ar þeir höfðu reynt hvað
eftir annað árangurslaust að
komast um borS, leizt þeim fara
að kárna gamanið.
Áreynslan varS gamla, svarta
matsveininum um megn. Augna-
ráð hans varð annarlega sljótt
og hörundið mógult, þrátt fyrir
dökkvann, en andardrátturinn
hryglukenndur.
„Allt eru þetta djöfulsins véla-
brögð,“ stundi hann. „Hann hef-
ur nú beitt okkur sama bragð-
inu og Evu forðum, þegar hann
brá sér i höggormslíki. Guð,
vertu oss miskunnsamUr.“ Svo
seig hann í kaf og sást ekki eft-
ir það.
Paterson skutlari hafði legið á
bakið í sjónum um hríð, og
hvorki sagt eða aðhafzt neitt.
Loks reis hann upp í vatninu og
dró djúpt að sér andann. „Ég
held að mér takist það nú,“ sagði
hann.
En þá gerðist það, að einhver
í hópnum tók til máls. „Eigum
við að treysta þessari mannætu?
Hvað vitum við um það, hvort
hann hjálpar okkur ef hann
kemst sjálfur upp í bátinn? Það
er eins líklegt að hann varni
okkur þess. Það er að minnsta
kosti mun meiri von fyrir einn
mann, að hann komist af, ef hann
getur setið að þessum litlu mat-
arbirgðum sjálfur .. /
Chase fannst sem hnífi væri
stungið milli rifja sér. Ekki var
nein svipbrigði að sjá á andliti
hins stórvaxna negra, en Chase
veitti því athygli að vöðvarnir
á bol hans strengdust sem
snöggvast, þar sem hann lá sam-
anhnipraður í sjónum viS stefni
bátsins.
„Mundir þú fara þannig að,
Nicholson, þitt auma afhrak?“
hvæsti Chase stýrimaður.
„Það væri annars ekki svo vit-
laust,“ mælti Paterson um leið
og hann hóf sig upp úr sjónum,
kleif upp stefnið og tólcst, með
ofurmannlegu átaki og snerpu að
vega sig um borð í bátinn.
„Eftir þessa ómaklegu aðdrótt-
un, teldi ég ekki undarlegt þótt
hann sæi okkur alla fara til Hel-
vítis, án þess að rétta okkur
hjálparhönd,“ varð Chase að
orði.
Paterson stóð út við borðstokk
bátsins, mikill vexti og herði-
breiður. Hann rétti úr sér og
virti fyrir sér mennina í sjónum,
án þess að mæla orð af vörum.
Þeir störðu upp til hans i orð-
lausri eftirvæntingu og kvíða.
„Þú hefur vald til að setja
okkur kostina, eins og guð al-
máttugur, Paterson,“ mælti þriðji
stýrimaður. „En okkur langar
líka til að lifa. Yið skulum láta
Nicholson um að synda til lands,
ef þú vilt. Hvernig lízt ykkur á
það, hinum?“