Úrval - 01.12.1962, Side 146
154
þegar það leit kerlingu. Hún var
ekki lengi að sjá það á mér, að
ég var óreyndur læknaskólanemi,
og eins hve' kviðinn ég var og
taugaóstyrkur, þótt ég reyndi að
láta ekki á því bera.“
„Jæja, kunningi,“ sagði hún
slægðarlega. „Hvað hefur þú nú
te'kið á móti mörgum börnum?“
„Ég' lét sem ég heyrði ekki
þessa óvæntu spurningu hennar
og sneri mér að sængurkonunni,
en kerling var staðráðin í að
láta mig ekki sleppa svo auð-
veldlega. „Jæja, vinurinn," hvein
í henni, „hvað hyggstu svo taka
til brag'ðs, ef krógann ber öfugt
að?“
„Þessu lét ég' einnig ósvarað,
en ég' er viss um að gamla norn-
in sá það á mér, að ég setti alia
mína von á það, að fæðingin yrði
auðveld og með eðlilegum hætti."
„Sú von rættist líka, en lítið
fór fyrir aðstoð rninni í þvi sam-
bandi. Yfirsetukonan stóð hjá
mér við rekkjustokkinn, og þeg-
ar til kastanna kom, rak hún í
mig mjöðmina og hratt mér frá.
Það eina, sem hún leyfði mér að
koma nálægt, var að klippa á
naflastrenginn."
„Þegar svo öllu var lokið, bauð
gamla skessan mér krús af öli,
en ég' sneri baki við henni og
skálmaði á brott. En hún hafði
engu að siður síðasta orðið í
viðskiptum okkar. Þegar ég hélt
ÚRVAL
niður stigann, heyrði ég hryss-
ingslegan hlátur hennar á eftir
mér. „Jæja, vinurinn, þú stóðst
þig vonum framar. Að minnsta
kosti leið þó ekki yfir þig.“
Þá vikú, sem Murrough var að
„eltast við storkinn", eins og
læknanemarnir kölluðu það,
komst hann í náin kynni við þá
mikhi eymd, sem hvarvetna rikti
í neðanjarðarkjöllurum Lundúna-
borgar.
Hann tók á móti börnum
mæðra, sem sjálfar voru á barns-
aldri, lífsbeiskra, bölvandi vænd-
iskvenna og eignkvenna, sem
voru gamlar orðnar fyrir ár fram
af of tíðum barneignum. Hann
beitti allri sinni takmörkuðu
þekkingu, og þegar hún hrökk
ekki til, sendi hann eiginmann-
inn eða einhvern, sem hann gat
til þess fengið, að sækja fæð-
ingarlækni St. Marys skólans til
aðstoðar.
Þar eð hann hlaut, síarfans
vegna, að fara um þau hverfi
borg'arinnar, þar sem enginn gat
talizt óhultur, bar hann jafnan
á sér blýpípu, hið hættulegasta
barefli, ef vel var fylgt eftir.
Þarna voru þjófar og ræningjar
jafnan á ferli, og' jjeir létu sig
ekki um það muna að bregða
eggjum á háls náung'a sínum, ef
þeir höfðu von um að finna
nokkra skildinga á honum.
Murrough þóttist samt sem