Úrval - 01.12.1962, Síða 152
160
að vlsu eins og steinlagt stræti í
sólarhitunum og þurrkunum á
sumrin, en ein forareðja þegar
rigndi haust og vor. „Borgin“ gat
þó státað af þrem verzlunum og
tveim gistihúsum, tveim járn-
smiðjum, leigustöð- fyrir létti-
vagna og hesta, sögunarmyllu og
uppistandandi grind af brunn-
inni kornmyllu — og loks að
sjálfsögðu, lcínversku þvottahúsi.
Arið 1897 töldust íbúar bæjar-
ins um þrjú hundruð. Þeir notuðu
steinolíulampa til lýsing'ar, sóttu
allt vatn í á, sem rann skammt
frá, og enn urðu þeir að bíða
þess um árabil að þangað væri
lagður sími.
Murrough O’Brien var fyrsti
læknirinn, sem settist þarna að.
Áður höfðu bæði borgarbúar og
landnemarnir úti á sléttunni
bjargað sér eins og bezt ge-kk,
ef einhver veikindi bar að hönd-
um — volg kúamykja var notuð
í bakstra við særindum fyrir
brjósti, rakir ullarsokkar vafðir
um hálsinn við bólgu og kverka-
eymslum, og kúahland við bólgu
í brjóstum og hvörmum. Jafnvel
þó læknavísindin væru ekki ýkja-
langt á veg komin á þvi herrans
ári 1897, viðurkenndu þau ekki
slíkar hrossalækningar, en eng-
inn getur samt borið á móti því,
að þær báru á stundum tilætlað-
an árangur.
Þegar þessar kerlingabækur
ÚR VAL
dugðu ekki til, var Iæknirinn í
Emerson kallaður með ritsíma-
skeyti, en til Emerson voru
fimmtán mílur. Allar skurð-
lækningar voru aftur á móti
framkvæmdar í Winnepeg, væri
sjúldingurinn enn í lifanda lífi
þegar þangað kom. Járnbrautar-
lestin frá Winnipeg kom þar við
einu sinni í viku, og þegar
Murrough steig þar út úr henni
þetta júníkvöld, hafði margt
þorpsbúa og skólabarna safnazt
saman á stöðvarpallinum til að
sjá „nýja lækninn".
Og nýji læknirinn var lágur
maður vexti en þrekinn vel og
mikill um herðar, eyrun útstæð,
nefið í stærra lagi, en kjálkarn-
ir og hakan og drættirnir um
munninn undir snöggkliptu yfir-
vararskegginu, lýstu 1 senn slcap-
festu og' þrákelkni. Murrough
hafði klæðzt sínum bezta skrúða
í tilefni fyrsta fundar sins við
bæjarbúa — bláum kambgarns-
fötum, bar harðan hatt og liáan
gúmflibba, sem var í þann veginn
að hengja hann. George Agnevv,
einn af þrem kaupmönnum borg-
arinnar, var mættur á brautar-
pallinum til að bjóða hann vel-
kominn, og kynnti hann síðan
fyrir helztu borgurunum í mann-
þrönginni. Og þegar kynning-
unni var lokið, og ekki unnt að
skiptast á fleiri hæverskuorðum,
gerðist Philips ritstjóri til að