Úrval - 01.12.1962, Page 162
170
ÚR VAL
ráðlegði henni einhver lyf, sem
tlygðu.“
„Gamla tæfan, hugsaði ég.
Hún veit það eins vel og ég, að
hér duga engin lyf. Jæja, ég at-
hugaði stúlkuna eins vandlega og
ég fékk viðkomið, og fékk grun
minn staðfestan — truflun á
hjartastarfsemi af hryggð og
áhyggjum. Ég var að því kominn
að segja móður hennar, að við
þessu vissi ég ekki nein ráð sem
læknir, þegar mér datt í hug, að
ef til vill vissi ég einmitt ráð við
því sem læknir. Ég skrifaði lyf-
seðil út á eitthvað hressandi og
sendi stúlkuna með það í lyfja-
búðina, svo ég fengi tækifæri til
að- ræða við móðurina í einrúmi.
Og þegar hún var farin, spennti
ég greipar og setti upp þann al-
vðrusvip, sem mér fannst við
eiga, þegar læknir komst ekki
hjá að seg'ja óþægilegar fréttir,
um leið og ég treysti á það, að
snobbeðli móðurinnar léti sér
ekki til skammar verða.“
„Ég.þaulhugsaði hvert orð, me-ð
tilliti til þess að hún kæmist ekki
hjá að draga af þeim rangar á-
lyktanir, án þess þó að hún gæti
nokkuð á þeim haft seinna meir.
„Það er eðlilegt að dóttir yðar
megrist,“ sagði ég með gát og
gerði síðan nokkra málhvild.
„Það er vitanlega ekki mitt að
ráðleggja yður neitt í þessu sam-
bandi, en ég held að brúðkaup i
kyrrþey væri affarasælasta
lausnin, og því fyrr — því betra.“
„Hún reis á fætur og svaraði,
ströng og alvarleg. „Ég þakka
yður nærfærni yðar og skilning',
læknir.“ Og þar með veitti hún
mér tilefni til að gefa eitt holl-
ráð enn. „Dóttir yðar er sérlega
viðkvæm um þessar mundir,“
sagði ég, „og ég ræð yður því
eindreg'ið frá að tala nokkuð um
þetta við hana, og einkum að
minnast ekki á það sem ástæðu
fyrir því að hraða giftingunni.
Það gæti haft alvarlegar afleið-
ingar . . .“ Og svo kom meistara-
bragðið., „. . . og þér vitið, frú,
hvernig kjaftæðið er i ekki stærri
bæ . . .“
„Ég horfði á eftir henni, þegar
hún sigldi út, og sagði í hljóði
við sjálfan mig: Þú ert lækna-
stéttinni til skammar, Murrough
0!Brien.“
Pilturinn og stúlkan voru svo
gefin saman í kyrrþey næstkom-
andi laugardag, og þegar hjóna-
bandið hafði staðið í tvo mánuði,
kom móðir stúlkunnar enn i
heimsókn til lækuisins. „Það var
ekki meira en ég bjóst við, og
þó hún væri ekki beinlínis vin-
gjarnleg, var það ekki heldur
meira en ég bjóst við. Hún gekk
hreint til verks og spurði mig
umsvifalaust, hvað það hefði
verið, sem ég komst að raun um,