Úrval - 01.05.1964, Blaðsíða 13
KYNÞÁTTAMISRÉTTI RÍKIR UM IIEIM ...
3
Kenya búa algjörlega aðskildir
frá bæði hvítum og svörtum.
Þessir kynflokkar hafa svo að
segja ekkert samneyti hvor við
annan.
1 Súdan, stærsta landi Afríku,
ríkir bæði kynþátta- og trúar-
legur aðskilnaður. Blökkumenn
þeir, sem eru Múhammeðstrúar
og tala arabisku, lita niður á
afríska kynflokka í Suður-Súdan,
sem eru kristnir eða heiðnir.
Fáir slíkir blökkumenn fá vinnu
í opinberri þjónustu, einkum
séu þeir kristnir. Hjónabönd
milli þessara kynþátta eru fátíð.
Jafnvel i Liberiu er kynþátta-
aðskilnaður ríkjandi. Liberíu-
menn af amerisku bergi, afkom-
endur bandarískra þræla, stjórna
landinu, og eru ekki mikið fyrir
samneyti við hina villtu ætt-
stofna.
Asia Hvergi á hinu viðfema
svæði Austur-Asiu er land, þar
sem ekki ríkir kynþáttaandúð
eða greinarmunur. Japanir litils-
virða til dæmis Kóreumenn bú-
setta i Japan og skoða þá „ann-
ars flokks borgara“, og Kóreu-
menn búa þar í nokkurs konar
Gyðingahverfum.
í Japan er einnig stétt manna,
sem litið er á sem úrhrak þjóð-
félagsins, en það eru afkomendur
böðla, slátrara, leðuriðjumanna,
leirkerasmiða, grafara og regn-
hlifasmiða. Á tímum lénskipu-
lagsins gat þetta fólk ekki farið
út úr þorpum sinum nema frá
sólarlagi til sólarupprásar. Að-
skilnaður þorpanna var afnum-
inn 1871, en samt sem áður eru
enn þann dag i dag yfir 5000
japönsk bæja- eða sveitafélög þar
sem eru eingöngu olnbogabörn —
þeirra á meðal þau blásnauðustu
í Japan. Mörg fyrirtæki gera
greinarmun á starfsmönnum,
sem fæddir eru innan þessarar
stéttar, og það er næstum ókleift
fyrir þetta fólk að giftast inn í
aðrar stéttir. Þótt stjórnarvöld
Japans hafi varið stór fé til að
færa þessa stétt upp í þjóðfé-
laginu hefur það ekki breytt
afstöðu almennings.
I Indlandi er aðgreining eft-
ir þjóðfélagsstéttum, en sú af-
staða tilheyrir rétttrúarbrögðum
Hindúa. í hverri þjóðfélagsstétt
eru lágar stéttir, og eru þær
samsettar eftir ætterni fólks,
átthögum eða starfi. Utan stétt-
kerfisins eru ef til vill 60 millj-
ónir „útskúfaðra". Öldum saman
hafa „hinir útskúfuðu" verið
dæmdir til óþrifaverka, svo sem
að hreinsa salerni, og þeim var
bannað að stíga fæti inn í viss
hof, og þeir urðu einnig að nota
sérstakan inngang inn i hús
þeirra Hindúa, sem þeir voru í
vist hjá. Þegar verst lét, máttu
þeir ekki láta skugga sinn falla