Úrval - 01.05.1964, Blaðsíða 150
140
ÚIiVAL
upp þriðja stöngulinn. Itann
varð sem drukkinn á saf-
anum og ilminum af þessu lost-
œti.
Mér fannst þetta æði í honum
skemmtilegt, en pabbi sagði
alvarlegur á svip, er ég skýrði
honum frá þessu: „Ég er hrædd-
ur um, að nú lendir þú i dálag-
legri klípu, Sterling.“
Og það reyndist orð að sönnu.
Þetta sama kvöld og öll næstu
kvöld hvarf Prakkari alveg og
sást ekki timunum saman, og
svo tók hann að sofa heilu dag-
ana. Og nú mátti greina reiði-
legar raddir úti fyrir á götunni
á morgni hverjum, þegar hver
nágranninn af öðrum komst að
þvi, að einhver djöfullegur næt-
urþjófur var tekinn til að ræna
sæta korninu úr beðum þeirra.
Það var timburkaupmaðurinn
hann Cy Jenkins, sem kom auga
á þvottabjarnarspor i rykinu i
kornbeðinu hans. Hann lét þetta
sannarlega ekki liggja í þagnar-
gildi, og kvöld eitt kom nefnd
ná’grannanna heim til okkar, tók
sér stöðu utan um hálfsmíðaðan
húðkeipinn minn og bar fram
kvartanir sínar, en Prakkari
hnipraði sig saman i kjöltu
minni á meðan og leitaði þar
verndar.
„Ég sá slóðina eftir þessa and-
styggðarskepnu í garðinum min-
um,“ sagði Jenkins sigri hrós-
andi.
Og hver nágranninn af öðr-
um lýsti nú yfir hneykslun sinni
og vanþóknun, og hótanirnar og
ógnanirnar þyrluðust um okkur
Prakkara líkt og suðið i reið-
um vespum.
„A næstu tunglskinsnóttu ætla
ég að skjóta hann.“
„Ég skal leggja fyrir liann
dýraboga. Það veit sá, sem allt
veit!“
„Þefdýr, þvottabirnir! Hvað
ætli það verði næst?“
„Jæja, jæja, augnablik,“ sagði
pabbi rólega. (Hann gengdi
ýmsum opinberum embættum
og var þar á meðal friðardómari.
Því kunni hann lagið á því, þeg-
ar róa þurfti hóp af reiðu fólki.)
Mike Conway var einna skap-
beztur af nágrönnum okkar, og
hann vildi því hlusta á það,
sem pabbi hafði fram að færa.
„Og hver er tillaga þín?“ spurði
hann.
„Ef Sterling kaupir hálsól
handa þessum þvottabirni, ól